Fyrrverandi félagar í samfloti? Helgi Pétursson skrifar 8. janúar 2024 11:30 Við félagar í LEB - Landssambandi eldri borgara, stjórn þess og kjaranefnd í samráði við 55 félög eldra fólks um allt land, höfum gengið frá sameiginlegri stefnu í kjaramálum og kynnt hana á fjölmörgum fundum víða um land. Umfangsmesta kynningin var á málþingi í Reykjavík núna í haust með yfirskriftinni Við bíðum... ekki lengur! sem var mjög fjölsótt og streymt til þúsunda manna um allt land. Þingmenn, ráðherrar og aðilar vinnumarkaðarins komu til málþingsins þar sem við lögðum m.a. áherslu á hækkun almenna frítekjumarksins, að ellilífeyrir almannatrygginga verði aldrei lægri en lægsti launataxti og að árlegar hækkanir þessa fylgi launavísitölu. Við höfum lagt sérstaka áherslu á aðgerðir fyrir þau verst settu, en eins og fram hefur komið er talið að uppundir tuttugu þúsund manns séu við eða undir lágmarks framfærslumöguleikum. Þar höfum við rætt um sérstakt skattþrep, engar skerðingar og að skoðaðar verði sérstakar greiðslur til þeirra sem eru undir almennu framfærsluviðmiði. Gera þarf fjölmargar breytingar á stagbættu lífeyriskerfi svo að auðvelda megi - og það verði hvetjandi - fyrir þá sem geta og vilja vinna lengur, öllum til hagsbóta. Við höfum sótt samráðsfundi með Tryggingastofnun ríkisins sem m.a. telur að fullbúnir launaseðlar frá TR sjái dagsins ljós á fyrstu mánuðum nýja ársins. Sérstaka ánægju vekja viðbrögð forystu Alþýðusambands Íslands sem telja eðlilegt að verkalýðshreyfingin styðji baráttu sinna fyrrum félagsmanna sem flestir hafa tengst launþegahreyfingunni með einum eða öðrum hætti í meira en fimmtíu ár. Hugmyndir LEB falla vel að sameiginlegum áherslum aðila vinnumarkaðarins um breytingar á tilfærslukerfum. Ég vil að endingu þakka formönnum og stjórnarmönnum eina fimmtán fjarfundi um allt milli himins og jarðar sem viðkemur málefnum eldra fólks og geng glaður til starfa á nýju ári. Gleðilegt ár! Höfundur er formaður LEB - Landssambands eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Kjaramál Lífeyrissjóðir Mest lesið Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við félagar í LEB - Landssambandi eldri borgara, stjórn þess og kjaranefnd í samráði við 55 félög eldra fólks um allt land, höfum gengið frá sameiginlegri stefnu í kjaramálum og kynnt hana á fjölmörgum fundum víða um land. Umfangsmesta kynningin var á málþingi í Reykjavík núna í haust með yfirskriftinni Við bíðum... ekki lengur! sem var mjög fjölsótt og streymt til þúsunda manna um allt land. Þingmenn, ráðherrar og aðilar vinnumarkaðarins komu til málþingsins þar sem við lögðum m.a. áherslu á hækkun almenna frítekjumarksins, að ellilífeyrir almannatrygginga verði aldrei lægri en lægsti launataxti og að árlegar hækkanir þessa fylgi launavísitölu. Við höfum lagt sérstaka áherslu á aðgerðir fyrir þau verst settu, en eins og fram hefur komið er talið að uppundir tuttugu þúsund manns séu við eða undir lágmarks framfærslumöguleikum. Þar höfum við rætt um sérstakt skattþrep, engar skerðingar og að skoðaðar verði sérstakar greiðslur til þeirra sem eru undir almennu framfærsluviðmiði. Gera þarf fjölmargar breytingar á stagbættu lífeyriskerfi svo að auðvelda megi - og það verði hvetjandi - fyrir þá sem geta og vilja vinna lengur, öllum til hagsbóta. Við höfum sótt samráðsfundi með Tryggingastofnun ríkisins sem m.a. telur að fullbúnir launaseðlar frá TR sjái dagsins ljós á fyrstu mánuðum nýja ársins. Sérstaka ánægju vekja viðbrögð forystu Alþýðusambands Íslands sem telja eðlilegt að verkalýðshreyfingin styðji baráttu sinna fyrrum félagsmanna sem flestir hafa tengst launþegahreyfingunni með einum eða öðrum hætti í meira en fimmtíu ár. Hugmyndir LEB falla vel að sameiginlegum áherslum aðila vinnumarkaðarins um breytingar á tilfærslukerfum. Ég vil að endingu þakka formönnum og stjórnarmönnum eina fimmtán fjarfundi um allt milli himins og jarðar sem viðkemur málefnum eldra fólks og geng glaður til starfa á nýju ári. Gleðilegt ár! Höfundur er formaður LEB - Landssambands eldri borgara.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar