Heimsþekktur og dáður predikari reyndist úlfur í sauðagæru Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. janúar 2024 11:53 Joshua var dáður út um allan heim en virðist hafa verið mesti hrotti. Getty/EMPICS/Matthew Ashton Rannsókn BBC hefur leitt í ljós fjölda ásakana um pyntingar og nauðganir TB Joshua, leiðtoga einnar stærstu kristnu kirkju heims. Tugir meðlimir safnaðar Synagogue Church of all Nations (Scoan), hafa stigið fram og lýst hroðaverkum trúarleiðtogans. Joshua lést árið 2021 en naut mikillar aðdáunar út um allan heim. Samkvæmt BBC lögðu tugþúsundir á sig pílagrímsferðir frá Evrópu, Ameríku og Asíu til að vera viðstaddir „kraftaverk“ hans í Nígeríu fyrir aldamót. Þá fylgdust milljónir með honum framkvæma „kraftaverk“ sín í sjónvarpinu en Scoan hefur verið starfrækt í um fjóra áratugi og nær enn til fjölda fylgjenda út um allan heim í gegnum samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðina Emmanuel TV. Ekkja hans fer fyrir kirkjunni í dag en Scoan hefur ávallt neitað því að nokkuð misjafnt hafi átt sér stað innan safnaðarins. Um það bil 150 fylgjendur Joshua eru taldir hafa búið með predikaranum í Lagos, sumir í áratugi. Tugir þeirra lýsa því að hafa orðið vitni að eða upplifað líkamlegt ofbeldi og pyntar af hálfu leiðtogans og þá hafa margar konur sakað hann um að hafa nauðgað sér, í sumum tilfellum ítrekað. Dætur Joshua standa við lík föður síns. Þegar Joshua lést var honum lýst sem einum áhrifamesta predikara í sögu Afríku.Getty/NurPhoto/Olukayode Jaiyeola „Við héldum öll að við værum í himnaríki en við vorum í helvíti og í helvíti gerast hræðilegir hlutir,“ segir Rae, bresk kona, í samtali við BBC. Hún gekk í söfnuðinn þegar hún var 21 árs og varði tólf árum sem einn „lærisveina“ Joshua í Lagos. Hún lýsir því að hafa verið haldið í einangrun í tvö ár og nauðgað af Joshua. Ofbeldið sem hún mátti sæta hafi verið svo slæmt að hún hafi nokkru sinni reynt að svipta sig lífi. Margir þeirra sem dvöldu hjá Joshua voru aðeins táningar þegar þeir gengu í söfnuðinn og í sumum tilvikum Bretanna greiddi hann fargjaldið frá Bretlandi til Lagos. Jessica Kaimu frá Namibíu segir ofbeldið gegn sér hafa varað í meira en fimm ár. Hún hafi verið sautján ára þegar Joshua nauðgaði henni fyrst og ítrekaðar nauðganir hafi leitt til þess að hún var fimm sinnum látin gangast undir þungunarrof, sem öll voru framkvæmd „í skjóli myrkurs“. Aðrir segja frá því að hafa verið barðir með svipum og neitað um svefn. Þess má geta að á meðan BBC vann að rannsókn sinni var skotið á starfsmenn þess við höfuðstöðvarnar í Lagos. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC. Trúmál Nígería Kynferðisofbeldi Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
Joshua lést árið 2021 en naut mikillar aðdáunar út um allan heim. Samkvæmt BBC lögðu tugþúsundir á sig pílagrímsferðir frá Evrópu, Ameríku og Asíu til að vera viðstaddir „kraftaverk“ hans í Nígeríu fyrir aldamót. Þá fylgdust milljónir með honum framkvæma „kraftaverk“ sín í sjónvarpinu en Scoan hefur verið starfrækt í um fjóra áratugi og nær enn til fjölda fylgjenda út um allan heim í gegnum samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðina Emmanuel TV. Ekkja hans fer fyrir kirkjunni í dag en Scoan hefur ávallt neitað því að nokkuð misjafnt hafi átt sér stað innan safnaðarins. Um það bil 150 fylgjendur Joshua eru taldir hafa búið með predikaranum í Lagos, sumir í áratugi. Tugir þeirra lýsa því að hafa orðið vitni að eða upplifað líkamlegt ofbeldi og pyntar af hálfu leiðtogans og þá hafa margar konur sakað hann um að hafa nauðgað sér, í sumum tilfellum ítrekað. Dætur Joshua standa við lík föður síns. Þegar Joshua lést var honum lýst sem einum áhrifamesta predikara í sögu Afríku.Getty/NurPhoto/Olukayode Jaiyeola „Við héldum öll að við værum í himnaríki en við vorum í helvíti og í helvíti gerast hræðilegir hlutir,“ segir Rae, bresk kona, í samtali við BBC. Hún gekk í söfnuðinn þegar hún var 21 árs og varði tólf árum sem einn „lærisveina“ Joshua í Lagos. Hún lýsir því að hafa verið haldið í einangrun í tvö ár og nauðgað af Joshua. Ofbeldið sem hún mátti sæta hafi verið svo slæmt að hún hafi nokkru sinni reynt að svipta sig lífi. Margir þeirra sem dvöldu hjá Joshua voru aðeins táningar þegar þeir gengu í söfnuðinn og í sumum tilvikum Bretanna greiddi hann fargjaldið frá Bretlandi til Lagos. Jessica Kaimu frá Namibíu segir ofbeldið gegn sér hafa varað í meira en fimm ár. Hún hafi verið sautján ára þegar Joshua nauðgaði henni fyrst og ítrekaðar nauðganir hafi leitt til þess að hún var fimm sinnum látin gangast undir þungunarrof, sem öll voru framkvæmd „í skjóli myrkurs“. Aðrir segja frá því að hafa verið barðir með svipum og neitað um svefn. Þess má geta að á meðan BBC vann að rannsókn sinni var skotið á starfsmenn þess við höfuðstöðvarnar í Lagos. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC.
Trúmál Nígería Kynferðisofbeldi Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira