Henderson ekki á leið til Liverpool á nýjan leik ef marka má Klopp Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. janúar 2024 21:02 Klopp og Henderson á góðri stundu. EPA-EFE/Peter Powell Miðjumaðurinn Jordan Henderson hefur fengið nóg af Sádi-Arabíu aðeins örfáum mánuðum eftir að flytja þangað. Hann er þó ekki á leið í sitt fyrrum félag Liverpool ef marka má orð Jürgen Klopp. Henderson gekk í raðir Al-Ettifaq frá Liverpool síðasta sumar. Þar spilar hann undir stjórn annars fyrrum miðjumanns Liverpool, Steven Gerrard. Það hefur ekki gengið sem skildi og Gerrard hefur óskað eftir fleiri leikmönnum. Þegar Henderson staðfesti að hann væri að yfirgefa Liverpool fyrir miðlungs lið í Sádi-Arabíu þá sagði hann að launin væru einfaldlega það há að þau myndu breyta lífi hans og fjölskyldu. Talið er að miðjumaðurinn sé með um 700 þúsund pund á viku eða rúmar 123 milljónir króna. Í samningi leikmannsins kemur fram að hann þurfi ekki að borga skatt svo lengi sem hann spilar fyrir félagið í tvö ár. Þar sem hann hefur aðeins verið hjá félaginu í hálft ár er ljóst að hann þarf að greiða háa summu í skatt fari svo að hann snúi aftur til Englands. Hinn 33 ára gamli Henderson hefur spilað fyrir Liverpool, Sunderland og Coventry á láni á Englandi. Það er ljóst að hann mun ekki snúa aftur í raðir Liverpool ef marka má orð Klopp. Sky Sports spurði út í möguleg vistaskipti miðjumannsins og sagði Klopp einfaldlega að leikmaðurinn hefði ekki hringt í sig. Liverpool boss Jurgen Klopp insisted he is not paying attention to any talk that Jordan Henderson could return to the club pic.twitter.com/pwddUV9UIV— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 8, 2024 Henderson á að baki 81 A-landsleik fyrir England og er hræddur um að missa sæti sitt í enska landsliðshópnum fyrir EM sem fram fer næsta sumar í Þýskalandi. Það verður því að teljast líklegt að hann muni reyna að semja við lið í ensku úrvalsdeildinni en að sama skapi er deginum ljósara að hann mun þurfa að spila fyrir aðeins brot af þeim launum sem hann er að fá í Sádi-Arabíu. Fótbolti Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Sjá meira
Henderson gekk í raðir Al-Ettifaq frá Liverpool síðasta sumar. Þar spilar hann undir stjórn annars fyrrum miðjumanns Liverpool, Steven Gerrard. Það hefur ekki gengið sem skildi og Gerrard hefur óskað eftir fleiri leikmönnum. Þegar Henderson staðfesti að hann væri að yfirgefa Liverpool fyrir miðlungs lið í Sádi-Arabíu þá sagði hann að launin væru einfaldlega það há að þau myndu breyta lífi hans og fjölskyldu. Talið er að miðjumaðurinn sé með um 700 þúsund pund á viku eða rúmar 123 milljónir króna. Í samningi leikmannsins kemur fram að hann þurfi ekki að borga skatt svo lengi sem hann spilar fyrir félagið í tvö ár. Þar sem hann hefur aðeins verið hjá félaginu í hálft ár er ljóst að hann þarf að greiða háa summu í skatt fari svo að hann snúi aftur til Englands. Hinn 33 ára gamli Henderson hefur spilað fyrir Liverpool, Sunderland og Coventry á láni á Englandi. Það er ljóst að hann mun ekki snúa aftur í raðir Liverpool ef marka má orð Klopp. Sky Sports spurði út í möguleg vistaskipti miðjumannsins og sagði Klopp einfaldlega að leikmaðurinn hefði ekki hringt í sig. Liverpool boss Jurgen Klopp insisted he is not paying attention to any talk that Jordan Henderson could return to the club pic.twitter.com/pwddUV9UIV— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 8, 2024 Henderson á að baki 81 A-landsleik fyrir England og er hræddur um að missa sæti sitt í enska landsliðshópnum fyrir EM sem fram fer næsta sumar í Þýskalandi. Það verður því að teljast líklegt að hann muni reyna að semja við lið í ensku úrvalsdeildinni en að sama skapi er deginum ljósara að hann mun þurfa að spila fyrir aðeins brot af þeim launum sem hann er að fá í Sádi-Arabíu.
Fótbolti Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Sjá meira