Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2024 15:25 Frá jarðarför Wissam Tawil í Líbanon í dag. Hann var felldur í loftárás í gær. AP/Hussein Malla Yfirmaður drónadeildar Hesbollah-samtakanna í Suður-Líbanon var felldur í líklegri loftárás Ísraela í dag. Maðurinn hét Ali Hussein Barji og er talinn hafa verið að sækja jarðarför annars leiðtoga samtakanna sem felldur var í loftárás í gær, þegar bíll hans varð fyrir sprengju. Það var í þorpinu Khirbet Selm sem er um fimmtán kílómetra frá landamærum Líbanon og Ísrael. Verið var að jarða Wissam Tawil, hæst setta leiðtoga Hesbollah sem Ísraelar hafa fellt hingað til í núverandi átökum fyrir botni Miðjarðarhafs, í sama þorpi og á sama tíma og árásin var gerð í morgun. Tawill féll einnig í loftárás á bíl sem hann ferðaðist í. Þrír eru sagðir hafa fallið í árásinni. Samkvæmt frétt ísraelska miðilsins Times of Israel hefur ísraelski herinn ekki viðurkennt að hafa gert loftárásina sem Barji féll í. , , ' pic.twitter.com/MWrzzW9kq5— roi kais (@kaisos1987) January 9, 2024 Fyrr í morgun hafði Hesbollah gert drónaárás á ísraelska herstöð í norðurhluta landsins. Þessi árás er sögð hafa verið svar við árás í Beirút í síðustu viku, þar sem Saleh al-Arouri, einn af leiðtogum Hamas, var felldur í loftárás og vegna dauða Tawill í gær. Vígamenn Hesbollah. hafa ítrekað notað dróna og eldflaugar til árásir á hermenn og borgara í norðurhluta Ísrael. Tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. Ísraelar hafa svarað þessum árásum með eigin árásum og er talið að rúmlega 130 vígamenn hafi fallið í árásum Ísraela. Þá hafa ráðamenn í Ísrael rætt það opinberlega að mögulega þurfi herinn að reka Hesbollah-liða á brott frá suðurhluta Líbanon og vísa þeir til friðarsamkomulags frá 2006, eftir stríð milli Ísraela og Hesbollah, um að vígamenn samtakanna eigi ekki að athafna sig í suðurhluta Líbanon. Reuters hefur eftir Naim Qassem, næstráðandi leiðtoga Hesbollah, að leiðtogar samtakanna vilji ekki stríð við Ísrael. Íbúar Líbanon hafa um árabil glímt við umfangsmikla efnahagsörðugleika og spillingu. Stríð gæti reynst Hesbollah mjög kostnaðarsamt. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Íran Tengdar fréttir Bandaríkjamenn ítreka að Palestínumenn eigi að fá að snúa heim Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í opinberri heimsókn í Mið-Austurlöndum og hefur meðal annars notað tækifærið til að ítreka þá afstöðu stjórnvalda vestanhafs að Palestínumenn eigi að fá að snúa aftur heim eftir að átökum á Gasa lýkur. 8. janúar 2024 06:41 Segir heiminn blindan þegar kemur að ástandinu á Gasa Heimurinn er blindur þegar kemur að ástandinu á Gasa segir fréttaritari, sem er búsettur þar og missti son sinn í loftárás sem gerð var á svæðið í dag. Forstjóri spítala á Gasasvæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins. 7. janúar 2024 19:03 Blaðamenn drepnir í loftárás Ísraels Ísraelsk árás á borgina Rafah í suðurhluta Gasasvæðisins drap tvo palestínska blaðamenn sem voru að fjalla um stríðið samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á svæðinu. 7. janúar 2024 13:19 Enn eykst mannfall á Gasa og átök milli Hezbollah og Ísrael harðna Ísrael og líbönsku hernaðarsamtökin Hezbollah hafa skipst á loftárásum í dag í hörðustu landamæraátökum milli landanna í nokkrar vikur. Í Gaza einbeitir Ísraelsher árásum sínum nú að suðurhlutanum þar sem 2,3 milljónir Palestínubúa hírast á litlu svæði. 7. janúar 2024 00:14 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Það var í þorpinu Khirbet Selm sem er um fimmtán kílómetra frá landamærum Líbanon og Ísrael. Verið var að jarða Wissam Tawil, hæst setta leiðtoga Hesbollah sem Ísraelar hafa fellt hingað til í núverandi átökum fyrir botni Miðjarðarhafs, í sama þorpi og á sama tíma og árásin var gerð í morgun. Tawill féll einnig í loftárás á bíl sem hann ferðaðist í. Þrír eru sagðir hafa fallið í árásinni. Samkvæmt frétt ísraelska miðilsins Times of Israel hefur ísraelski herinn ekki viðurkennt að hafa gert loftárásina sem Barji féll í. , , ' pic.twitter.com/MWrzzW9kq5— roi kais (@kaisos1987) January 9, 2024 Fyrr í morgun hafði Hesbollah gert drónaárás á ísraelska herstöð í norðurhluta landsins. Þessi árás er sögð hafa verið svar við árás í Beirút í síðustu viku, þar sem Saleh al-Arouri, einn af leiðtogum Hamas, var felldur í loftárás og vegna dauða Tawill í gær. Vígamenn Hesbollah. hafa ítrekað notað dróna og eldflaugar til árásir á hermenn og borgara í norðurhluta Ísrael. Tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. Ísraelar hafa svarað þessum árásum með eigin árásum og er talið að rúmlega 130 vígamenn hafi fallið í árásum Ísraela. Þá hafa ráðamenn í Ísrael rætt það opinberlega að mögulega þurfi herinn að reka Hesbollah-liða á brott frá suðurhluta Líbanon og vísa þeir til friðarsamkomulags frá 2006, eftir stríð milli Ísraela og Hesbollah, um að vígamenn samtakanna eigi ekki að athafna sig í suðurhluta Líbanon. Reuters hefur eftir Naim Qassem, næstráðandi leiðtoga Hesbollah, að leiðtogar samtakanna vilji ekki stríð við Ísrael. Íbúar Líbanon hafa um árabil glímt við umfangsmikla efnahagsörðugleika og spillingu. Stríð gæti reynst Hesbollah mjög kostnaðarsamt.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Íran Tengdar fréttir Bandaríkjamenn ítreka að Palestínumenn eigi að fá að snúa heim Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í opinberri heimsókn í Mið-Austurlöndum og hefur meðal annars notað tækifærið til að ítreka þá afstöðu stjórnvalda vestanhafs að Palestínumenn eigi að fá að snúa aftur heim eftir að átökum á Gasa lýkur. 8. janúar 2024 06:41 Segir heiminn blindan þegar kemur að ástandinu á Gasa Heimurinn er blindur þegar kemur að ástandinu á Gasa segir fréttaritari, sem er búsettur þar og missti son sinn í loftárás sem gerð var á svæðið í dag. Forstjóri spítala á Gasasvæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins. 7. janúar 2024 19:03 Blaðamenn drepnir í loftárás Ísraels Ísraelsk árás á borgina Rafah í suðurhluta Gasasvæðisins drap tvo palestínska blaðamenn sem voru að fjalla um stríðið samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á svæðinu. 7. janúar 2024 13:19 Enn eykst mannfall á Gasa og átök milli Hezbollah og Ísrael harðna Ísrael og líbönsku hernaðarsamtökin Hezbollah hafa skipst á loftárásum í dag í hörðustu landamæraátökum milli landanna í nokkrar vikur. Í Gaza einbeitir Ísraelsher árásum sínum nú að suðurhlutanum þar sem 2,3 milljónir Palestínubúa hírast á litlu svæði. 7. janúar 2024 00:14 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Bandaríkjamenn ítreka að Palestínumenn eigi að fá að snúa heim Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í opinberri heimsókn í Mið-Austurlöndum og hefur meðal annars notað tækifærið til að ítreka þá afstöðu stjórnvalda vestanhafs að Palestínumenn eigi að fá að snúa aftur heim eftir að átökum á Gasa lýkur. 8. janúar 2024 06:41
Segir heiminn blindan þegar kemur að ástandinu á Gasa Heimurinn er blindur þegar kemur að ástandinu á Gasa segir fréttaritari, sem er búsettur þar og missti son sinn í loftárás sem gerð var á svæðið í dag. Forstjóri spítala á Gasasvæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins. 7. janúar 2024 19:03
Blaðamenn drepnir í loftárás Ísraels Ísraelsk árás á borgina Rafah í suðurhluta Gasasvæðisins drap tvo palestínska blaðamenn sem voru að fjalla um stríðið samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á svæðinu. 7. janúar 2024 13:19
Enn eykst mannfall á Gasa og átök milli Hezbollah og Ísrael harðna Ísrael og líbönsku hernaðarsamtökin Hezbollah hafa skipst á loftárásum í dag í hörðustu landamæraátökum milli landanna í nokkrar vikur. Í Gaza einbeitir Ísraelsher árásum sínum nú að suðurhlutanum þar sem 2,3 milljónir Palestínubúa hírast á litlu svæði. 7. janúar 2024 00:14