Ellefu metra há rennibraut á Sauðárkróki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. janúar 2024 20:31 Sigfús Ingi (t.v.) og Ingvar Páll, sem eru mjög spenntir eins og aðrir íbúar í Skagafirði fyrir nýja sundlaugarsvæðinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil spenna er á meðal íbúa í Skagafirði en nú styttist óðum í að nýtt afþreyingarsvæði við sundlaugina á Sauðárkróki opni þar sem nokkrar rennibrautir verða, meðal annars einn elleftu metra há. Núverandi sundlaug er komin til ára sinna en hún er í grunninn 70 ára gömul. Sundkennsla fer fram í útilaug og svo eru pottar og þess háttar sem tilheyrir sundlaugum dagsins í dag. Nú er hins vegar stórir hlutir að gerast því það er verið að byggja nýtt og glæsilegt mannvirki við hlið núverandi laugar. „Þetta er nú aðallega afþreyingarsvæði fyrir börn og fullorðna, svona huggulegarheitasvæði eins og maður segir. Hér á til dæmis að rísa 11 metra hár rennibrautaturn og við verðum með einhverjar þrjár til fjórar rennibrautir, kennslulaug, nuddpotta og kaldan pott, viðbót við þá potta, sem við erum með fyrir og laugakar, þannig að þetta er ansi mikil viðbót,” segir Ingvar Páll Ingvarsson verkefnisstjóri á veitu og framkvæmdasviði hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. „Ég hef fulla trúa á því að þetta verður alveg stórglæsilegt. Þegar þessi turn verður komin verður þetta mikið kennileiti,” bætir Ingvar Páll við. Nýja svæðið er við hlið núverandi útilaugar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og sveitarstjórinn er mjög spenntur eins og allir íbúar í Skagafirði fyrir nýja laugarsvæðinu. „Við erum búin að bíða lengi eftir þessu og eins og þú sérð, þetta er bara glæsileg framkvæmd, sem við hlökkum til að taka í notkun,” segir Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri í Skagafirði. En kostnaðurinn, hver verður hann? „Já, þetta kostar talsvert. Ætli við gætum ekki verið að tala um allt í allt frá upphafi til enda, þar sem við erum að taka gömlu laugina og gömlu bygginguna algjörlega í gegn, þetta geta verið svona fjórtán hundruð milljónir,” segir Sigfús Ingi. Sigfús Ingi segist vona að íbúar og gestir svæðisins þurfi ekki að bíða mjög lengi í viðbót eftir því að nýja sundlaugasvæðið verði opnað þó hann vilji ekki nefna neinn mánuð né dagsetningu í því sambandi. Nýtt og glæsilegt sundlaugarmannvirki er nú í byggingu á Sauðárkróki sem lítur svona út á teikningu.Aðsend Skagafjörður Sundlaugar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira
Núverandi sundlaug er komin til ára sinna en hún er í grunninn 70 ára gömul. Sundkennsla fer fram í útilaug og svo eru pottar og þess háttar sem tilheyrir sundlaugum dagsins í dag. Nú er hins vegar stórir hlutir að gerast því það er verið að byggja nýtt og glæsilegt mannvirki við hlið núverandi laugar. „Þetta er nú aðallega afþreyingarsvæði fyrir börn og fullorðna, svona huggulegarheitasvæði eins og maður segir. Hér á til dæmis að rísa 11 metra hár rennibrautaturn og við verðum með einhverjar þrjár til fjórar rennibrautir, kennslulaug, nuddpotta og kaldan pott, viðbót við þá potta, sem við erum með fyrir og laugakar, þannig að þetta er ansi mikil viðbót,” segir Ingvar Páll Ingvarsson verkefnisstjóri á veitu og framkvæmdasviði hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. „Ég hef fulla trúa á því að þetta verður alveg stórglæsilegt. Þegar þessi turn verður komin verður þetta mikið kennileiti,” bætir Ingvar Páll við. Nýja svæðið er við hlið núverandi útilaugar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og sveitarstjórinn er mjög spenntur eins og allir íbúar í Skagafirði fyrir nýja laugarsvæðinu. „Við erum búin að bíða lengi eftir þessu og eins og þú sérð, þetta er bara glæsileg framkvæmd, sem við hlökkum til að taka í notkun,” segir Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri í Skagafirði. En kostnaðurinn, hver verður hann? „Já, þetta kostar talsvert. Ætli við gætum ekki verið að tala um allt í allt frá upphafi til enda, þar sem við erum að taka gömlu laugina og gömlu bygginguna algjörlega í gegn, þetta geta verið svona fjórtán hundruð milljónir,” segir Sigfús Ingi. Sigfús Ingi segist vona að íbúar og gestir svæðisins þurfi ekki að bíða mjög lengi í viðbót eftir því að nýja sundlaugasvæðið verði opnað þó hann vilji ekki nefna neinn mánuð né dagsetningu í því sambandi. Nýtt og glæsilegt sundlaugarmannvirki er nú í byggingu á Sauðárkróki sem lítur svona út á teikningu.Aðsend
Skagafjörður Sundlaugar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira