Alvarlegar afleiðingar standi aðilar ekki við sitt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. janúar 2024 14:39 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Arnar Formaður VR segir að samningaviðræður breiðfylkingar ASÍ við SA á því stigi nú að farið sé að ræða einstök atriði. Hann segist hafa trú á viðræðunum þrátt fyrir fyrri reynslu, allir aðilar þurfi að standa við sitt. Þetta er meðal þess sem fram kom í Pallborðinu á Vísi. Þar ræddu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, og Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara kjaraviðræður, kjarasamninga og mögulega þjóðarsátt. Mun taka tíma að útfæra Ragnar segir að breiðfylking ASÍ sem fundi nú með Samtökum atvinnulífsins sé að mörgu leyti söguleg. Þar rúmlega 70 prósent vinnumarkaðarins undir. Hann segist vona að kjarasamningar muni nást og segir þá verða gerða á grunni lífskjarasamningsins. „Það er í sjálfu sér sambærilegt verkefni sem við erum að kynna fyrir okkar viðsemjendum,“ segir Ragnar. Hann segist vona að breið sátt muni nást og að árangurinn verði raunverulegur. Forsenda samninga sé sú að verðlagshækkanir, bæði þær sem hafi komið til framkvæmda og þær sem hafi verið boðaðar verði dregnar til baka. „Þetta er að rúlla í þann fasa að við getum farið að ræða einstök efnisatriði samnings,“ segir Ragnar. Hann segir hópinn fyrst í gær hafa fengið formleg viðbrögð við sinni hugmynd, sem sé margþætt og flókin í framkvæmd, þannig að tíma muni taka að útfæra hann sérstaklega. Einnig er hægt að hlusta á Pallborðið á hlaðvarpsveitum líkt og Spotify. Hefur trú á verkefninu þrátt fyrir fyrri reynslu Ragnar segist hafa trú á verkefninu þrátt fyrir fyrri reynslu af slíkri samningagerð. Umræðan í kringum þessa kjarasamninga hefði verið óvenju mild. „Auðvitað hef ég trú á þessu verkefni, annars væri ég ekki þátttakandi í því. Ég á alveg eftir að sjá það að þetta muni ganga hratt og eftir sig, þetta getur tekið langan tíma.“ Hann segir afleiðingarnar mjög alvarlegar ef aðilar samninga munu ekki standa við sín loforð og segist mátulega bjartsýnn. Vinnan sé að fara á fullt núna og viðræðurnar á því stigi að samningsaðilar ræði einstök atriði. „Öll þau atriði sem ríkisstjórnin kæmi að, veðri hún aðili samnings, þau verða tímasett og ef þau verða ekki kláruð innan ákveðins tímaramma, þá munu samningarnir falla lausir. Við getum ekki treyst blint í þessari vegferð sem við erum að bjóða. Við erum að taka gríðarlega áhættu með þessu og þá skulu allir aðilar máls standa við sitt í gerðum samningum og afleiðingarnar verða mjög alvarlegar ef slíkt er ekki efnt.“ Ákjósanlegra að byrja á stærri borði Þórarinn segist telja að ákjósanlegra hefði verið að fleiri félög hefðu byrjað á því að eiga í samtali, áður en haldið væri af stað í að ræða við samningsaðilann. „Fólk tali sig í skuldbindingu og fari svo í útfærsluna, hugsanlega á smærri borðum. Það hefur verið gert áður án þess að þjóðarsáttarhugtakið sé undir,“ segir Þórarinn. Hann segir að í þjóðarsátt felist gríðarlega sterk krafa um raunverulegar efnahagslegar aðgerðir af hálfu hins opinbera, sem verði til raunverulegra breytinga í samfélaginu. Þórarinn segist spurður treysta breiðfylkingunni til góðra verka í sínum samtölum við stjórnvöld. „Við höfum átt mjög gott samstarf um marga hluti. Ég hefast ekki um að við getum náð saman um þetta ef stjórnvöld eru tilbúin til þess að koma að borðinu. Pallborðið Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Grindavík Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Pallborðinu á Vísi. Þar ræddu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, og Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara kjaraviðræður, kjarasamninga og mögulega þjóðarsátt. Mun taka tíma að útfæra Ragnar segir að breiðfylking ASÍ sem fundi nú með Samtökum atvinnulífsins sé að mörgu leyti söguleg. Þar rúmlega 70 prósent vinnumarkaðarins undir. Hann segist vona að kjarasamningar muni nást og segir þá verða gerða á grunni lífskjarasamningsins. „Það er í sjálfu sér sambærilegt verkefni sem við erum að kynna fyrir okkar viðsemjendum,“ segir Ragnar. Hann segist vona að breið sátt muni nást og að árangurinn verði raunverulegur. Forsenda samninga sé sú að verðlagshækkanir, bæði þær sem hafi komið til framkvæmda og þær sem hafi verið boðaðar verði dregnar til baka. „Þetta er að rúlla í þann fasa að við getum farið að ræða einstök efnisatriði samnings,“ segir Ragnar. Hann segir hópinn fyrst í gær hafa fengið formleg viðbrögð við sinni hugmynd, sem sé margþætt og flókin í framkvæmd, þannig að tíma muni taka að útfæra hann sérstaklega. Einnig er hægt að hlusta á Pallborðið á hlaðvarpsveitum líkt og Spotify. Hefur trú á verkefninu þrátt fyrir fyrri reynslu Ragnar segist hafa trú á verkefninu þrátt fyrir fyrri reynslu af slíkri samningagerð. Umræðan í kringum þessa kjarasamninga hefði verið óvenju mild. „Auðvitað hef ég trú á þessu verkefni, annars væri ég ekki þátttakandi í því. Ég á alveg eftir að sjá það að þetta muni ganga hratt og eftir sig, þetta getur tekið langan tíma.“ Hann segir afleiðingarnar mjög alvarlegar ef aðilar samninga munu ekki standa við sín loforð og segist mátulega bjartsýnn. Vinnan sé að fara á fullt núna og viðræðurnar á því stigi að samningsaðilar ræði einstök atriði. „Öll þau atriði sem ríkisstjórnin kæmi að, veðri hún aðili samnings, þau verða tímasett og ef þau verða ekki kláruð innan ákveðins tímaramma, þá munu samningarnir falla lausir. Við getum ekki treyst blint í þessari vegferð sem við erum að bjóða. Við erum að taka gríðarlega áhættu með þessu og þá skulu allir aðilar máls standa við sitt í gerðum samningum og afleiðingarnar verða mjög alvarlegar ef slíkt er ekki efnt.“ Ákjósanlegra að byrja á stærri borði Þórarinn segist telja að ákjósanlegra hefði verið að fleiri félög hefðu byrjað á því að eiga í samtali, áður en haldið væri af stað í að ræða við samningsaðilann. „Fólk tali sig í skuldbindingu og fari svo í útfærsluna, hugsanlega á smærri borðum. Það hefur verið gert áður án þess að þjóðarsáttarhugtakið sé undir,“ segir Þórarinn. Hann segir að í þjóðarsátt felist gríðarlega sterk krafa um raunverulegar efnahagslegar aðgerðir af hálfu hins opinbera, sem verði til raunverulegra breytinga í samfélaginu. Þórarinn segist spurður treysta breiðfylkingunni til góðra verka í sínum samtölum við stjórnvöld. „Við höfum átt mjög gott samstarf um marga hluti. Ég hefast ekki um að við getum náð saman um þetta ef stjórnvöld eru tilbúin til þess að koma að borðinu.
Pallborðið Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Grindavík Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira