Körfubolti

Hitti hálfleiksskotinu og græddi milljónir

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Fidel Olmos er öllu ríkari í dag en hann var í gær
Fidel Olmos er öllu ríkari í dag en hann var í gær NBA.com

Einn heppinn aðdáandi á leik Los Angeles Lakers gegn Toronto Raptors var í hálfleik valinn til þess að skjóta í körfuna frá miðjum vellinum. Hann gerði sér lítið fyrir, hitti skotinu og labbaði út hundrað þúsund dollurum ríkari, andvirði þess er um 13,7 milljónir íslenskra króna. 

Myndband af afreki hans má sjá í færslunni hér fyrir neðan. Nokkrar af skærustu stjörnum Lakers liðsins voru þar á hliðarlínunni að fylgjast með og fögnuðu dátt þegar skotið datt ofan í. 

Fidel Olmos heitir maðurinn sem skaut skotinu, hann virtist nokkuð kokhraustur fyrirfram, tók sér stutt tilhlaup og baðaði svo út örmum þegar boltinn söng í netinu. Í viðtali við ESPN eftir leik sagðist hann tvisvar áður á ævinni hafa hitt slíku skoti og ekki æft sig neitt sérstaklega í því. 

Aðspurður sagðist hann ætla að eyða verðlaunafénu í skynsamlega hluti, greiða niður skuldir, hugsa vel um fólkið sitt og kannski dekra aðeins við sjálfan sig. 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×