Fluglitakóði færður á gulan lit Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. janúar 2024 13:34 Grímsvötn gætu byrjað að gjósa með fljótlega. Vísir/RAX Vegna jökulhlaups og aukinnar skjálftavirkni í Grímsvötnum verður fluglitakóði fyrir eldstöðina færður á gulan lit, í samræmi við það að eldstöðin sýni merki um virkni umfram venjulegt ástand. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Eins og Vísir hefur greint frá er hlaup hafið úr Grímsvötnum og segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, að meiri líkur en minni séu á því að gos sé að hefjast. Stærsti skjálftinn frá upphafi mælinga Fram kemur í tilkynningu Veðurstofunnar að í morgun kl. 06:53 hafi mælst jarðskjálfti af stærð 4,3 í Grímsvötnum. Það sé stærsti skjálfti sem þar hefur mælst síðan mælingar hófust árið 1991. Síðustu daga hafi hægt vaxandi hlaupórói mælst á Grímsfjalli og síðan í gær hafi vatnsmagn í Gígjukvísl farið vaxandi. Jökulhlaup sé því hafið úr Grímsvötnum. Líklegt sé að jarðskjálftinn í morgun sé vegna þrýstingsléttis í kjölfar upphafs jökulhlaupsins. Ná ekki sambandi við GPS tæki Samkvæmt mælingum Jarðvísindastofnunar er vatnsmagn í Grímsvötnum nú talið vera um 0,29 km3 sem er helmingi (50%) meira en fyrir hlaupið 2022 en tæpur þriðjungur vatnsmagns fyrir hlaup í lok árs 2021. „Ekki næst samband við GPS tæki Jarðvísindastofnunar á íshellunni í Grímsvötnum og torveldar það mat á því hversu ört vatnið rennur úr Vötnunum og niður farveginn undir Skeiðarárjökli,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Hér að neðan eru myndir úr vefmyndavél á brúnni yfir Gígjukvísl. Efri myndin er tekin að morgni 9. janúar og sjást sandeyrar ofan yfirborðs til hægri. Þær eru alveg horfnar undir vatn á síðari myndinni, sem tekin er fyrir hádegi 11. janúar. Veðurstofa Íslands Veðurstofa Íslands Búast ekki við áhrifum á mannvirki Þar segir að ef miðað sé við að atburðarás í þessu hlaupi verði svipuð og í síðustu tveimur hlaupum megi gera ráð fyrir að hámarksrennsli úr Grímsvötnum verði um eða fljótlega eftir komandi helgi. Hámarksrennsli í Gígjukvísl við Þjóðveg 1 næst svo um einum til tveimur sólarhringum seinna. Miðað við það vatnsmagn sem safnast hafi í Grímsvötnum sé líklegt að hámarksrennsli verði ekki umfram 1.000 m3/s. Búast megi við að hámarksrennsli í Gígjukvísl við þjóðveg 1 verði svipað og hámarksrennsli úr Grímsvötnum. Hlaupið ætti því ekki hafa nein áhrif á mannvirki semsagt vegi og brýr. Kort af áætlaðri hlaupleið úr Grímsvötnum niður í Gígjukvísl á Skeiðarársandi. Veðurstofa Íslands „Það er tvennt sem þau geta gert af sér, það er annars vegar að ef það gýs utan við sjálf vötnin þá getur orðið töluvert mikil ísbráðnun og það getur orið töluvert hlaup, en aðstæður á Skeiðarársandi eru þannig að þau geta tekið við töluvert miklum hlaupum,“ sagði Magnús Tumi, jarðeðlisfræðingur í samtali við fréttastofu í morgun um gos í Grímsvötnum. „Síðan er það gjóskan, þetta eru sprengigos og það getur þá haft áhrif út yfir svolítið svæði og búið til flugbannssvæði, þannig það getur haft áhrif og truflar flugleiðir í einhvern smá tíma, en yfirleitt ekki lengur en svona einn, tvo daga og yfirleitt á takmörkuðu svæði. Algengast er að það fari í norðaustur, það væri auðvitað besta áttin og hefur minnstu áhrif á flug en ef það er í sömu átt eins og í Eyjafjallajökli 2010 þá verða áhrifin meiri. Við þurfum bara að sjá.“ Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Fréttir af flugi Skaftárhreppur Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Eins og Vísir hefur greint frá er hlaup hafið úr Grímsvötnum og segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, að meiri líkur en minni séu á því að gos sé að hefjast. Stærsti skjálftinn frá upphafi mælinga Fram kemur í tilkynningu Veðurstofunnar að í morgun kl. 06:53 hafi mælst jarðskjálfti af stærð 4,3 í Grímsvötnum. Það sé stærsti skjálfti sem þar hefur mælst síðan mælingar hófust árið 1991. Síðustu daga hafi hægt vaxandi hlaupórói mælst á Grímsfjalli og síðan í gær hafi vatnsmagn í Gígjukvísl farið vaxandi. Jökulhlaup sé því hafið úr Grímsvötnum. Líklegt sé að jarðskjálftinn í morgun sé vegna þrýstingsléttis í kjölfar upphafs jökulhlaupsins. Ná ekki sambandi við GPS tæki Samkvæmt mælingum Jarðvísindastofnunar er vatnsmagn í Grímsvötnum nú talið vera um 0,29 km3 sem er helmingi (50%) meira en fyrir hlaupið 2022 en tæpur þriðjungur vatnsmagns fyrir hlaup í lok árs 2021. „Ekki næst samband við GPS tæki Jarðvísindastofnunar á íshellunni í Grímsvötnum og torveldar það mat á því hversu ört vatnið rennur úr Vötnunum og niður farveginn undir Skeiðarárjökli,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Hér að neðan eru myndir úr vefmyndavél á brúnni yfir Gígjukvísl. Efri myndin er tekin að morgni 9. janúar og sjást sandeyrar ofan yfirborðs til hægri. Þær eru alveg horfnar undir vatn á síðari myndinni, sem tekin er fyrir hádegi 11. janúar. Veðurstofa Íslands Veðurstofa Íslands Búast ekki við áhrifum á mannvirki Þar segir að ef miðað sé við að atburðarás í þessu hlaupi verði svipuð og í síðustu tveimur hlaupum megi gera ráð fyrir að hámarksrennsli úr Grímsvötnum verði um eða fljótlega eftir komandi helgi. Hámarksrennsli í Gígjukvísl við Þjóðveg 1 næst svo um einum til tveimur sólarhringum seinna. Miðað við það vatnsmagn sem safnast hafi í Grímsvötnum sé líklegt að hámarksrennsli verði ekki umfram 1.000 m3/s. Búast megi við að hámarksrennsli í Gígjukvísl við þjóðveg 1 verði svipað og hámarksrennsli úr Grímsvötnum. Hlaupið ætti því ekki hafa nein áhrif á mannvirki semsagt vegi og brýr. Kort af áætlaðri hlaupleið úr Grímsvötnum niður í Gígjukvísl á Skeiðarársandi. Veðurstofa Íslands „Það er tvennt sem þau geta gert af sér, það er annars vegar að ef það gýs utan við sjálf vötnin þá getur orðið töluvert mikil ísbráðnun og það getur orið töluvert hlaup, en aðstæður á Skeiðarársandi eru þannig að þau geta tekið við töluvert miklum hlaupum,“ sagði Magnús Tumi, jarðeðlisfræðingur í samtali við fréttastofu í morgun um gos í Grímsvötnum. „Síðan er það gjóskan, þetta eru sprengigos og það getur þá haft áhrif út yfir svolítið svæði og búið til flugbannssvæði, þannig það getur haft áhrif og truflar flugleiðir í einhvern smá tíma, en yfirleitt ekki lengur en svona einn, tvo daga og yfirleitt á takmörkuðu svæði. Algengast er að það fari í norðaustur, það væri auðvitað besta áttin og hefur minnstu áhrif á flug en ef það er í sömu átt eins og í Eyjafjallajökli 2010 þá verða áhrifin meiri. Við þurfum bara að sjá.“
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Fréttir af flugi Skaftárhreppur Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira