Án aðgerða verði útrýming palestínsku þjóðarinnar algjör Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. janúar 2024 21:47 Ronald Lamola dómsmálaráðherra Suður-Afríku segir aðgerðir Ísraela minna á þjóðarmorð Hútúa á Tútsímönnum í Rúanda á síðustu öld. AP/Patrick Post Málflutningur hófst í dag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael, sem rekið er fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Suður-Afríka sakar Ísrael um þjóðarmorð á Palestínumönnum og biðlar til dómstólsins að skipa Ísraelsmönnum að hætta tafarlaust hernaði í Gasa. Dómsmálaráðherra Suður-Afríku sparaði ekki orðin í ræðu sinni. „Skali þessara aðgerða minnir á þjóðarmorðið í Rúanda fyrir þrjátíu árum síðan. Við erum hér fyrir hönd Suður-Afríku og alþjóðasamfélagsins til að leita réttar fórnarlambanna, sérstaklega barnanna, kvennanna og hinna eldri,“ segir Ronald Lamola dómsmálaráðherra Suður-Afríku við dóminn í dag. Í kvörtun Suður-Afríku segir að aðgerðir Ísraelsmanna séu í eðli sínu þjóðarmorð, þar sem þeim sé ætlað að stuðla að tortímingu stórs hluta palestínsku þjóðarinnar. Meðferð mála er varða þjóðarmorð tekur yfirleitt mjög langan tíma en stjórnvöld í Suður-Afríku hafa biðlað til Alþjóðadómstólsins um að grípa tafarlaust til aðgerða og fyrirskipa Ísrael að láta af árásum sínum á Gasa. „Mestu hræsnarar mannkynssögunnar“ Ísraelsmenn þvertaka fyrir ásakaninar. Talsmaður ísraelsku ríkisstjórnarinnar segir Suður-Afríkumenn „eina mestu hræsnara mannkynssögunnar“ og sakar þá um að ganga beinlínis erinda Hamas. Málið er sagt eitt það merkilegasta sem flutt hefur verið á vettvangi alþjóðadómstóla. Ísraelar munu fara með mál sitt fyrir dómi á föstudaginn en segja ásakanir Suður-Afríku og annarra ríkja tilhæfulausar. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagði í dag að við byggjum í dag í öfugum heimi og að Ísraelar séu sakaðir um þjóðarmorð í baráttu sinni gegn þjóðarmorði. Án afskipta verði útrýmingin algjör Tembeka Ngcukaitobi lögmaður fór með mál fyrir hönd Suður-Afríku fyrir dómstólnum og sagði aðgerðir Ísraelshers bera augljós merki þess að um þjóðarmorð sé að ræða. „Á hverjum degi er syrgt, óafturkræfur mannskaði, spjöll á eignum, sæmd og mennsku palestínsku þjóðarinnar,“ segir Adila Hassim lögmaður sem talar máli Suður-Afríku. Sendinefnd Ísraels hlustar á málflutning Suður-Afríkumanna.AP/Patrick Post „Við trúm því að án afskipta þessa dómstóls horfum við fram á algjöra útrýmingu palestínsku þjóðarinnar í Gasa. Að sitja þögul hjá í ljósi þessa væri stórfellt brot á alþjóðalögum,“ bætir hann við. Alþjóðadómstóllinn gæti komist fljótt að niðurstöðu og skipað Ísraelum að stöðva aðgerðir sínar í Gasa en það gæti verið langt í að lokaniðurstaða náist um hvort þjóðarmorð sé að ræða. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Suður-Afríka Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Sjá meira
„Skali þessara aðgerða minnir á þjóðarmorðið í Rúanda fyrir þrjátíu árum síðan. Við erum hér fyrir hönd Suður-Afríku og alþjóðasamfélagsins til að leita réttar fórnarlambanna, sérstaklega barnanna, kvennanna og hinna eldri,“ segir Ronald Lamola dómsmálaráðherra Suður-Afríku við dóminn í dag. Í kvörtun Suður-Afríku segir að aðgerðir Ísraelsmanna séu í eðli sínu þjóðarmorð, þar sem þeim sé ætlað að stuðla að tortímingu stórs hluta palestínsku þjóðarinnar. Meðferð mála er varða þjóðarmorð tekur yfirleitt mjög langan tíma en stjórnvöld í Suður-Afríku hafa biðlað til Alþjóðadómstólsins um að grípa tafarlaust til aðgerða og fyrirskipa Ísrael að láta af árásum sínum á Gasa. „Mestu hræsnarar mannkynssögunnar“ Ísraelsmenn þvertaka fyrir ásakaninar. Talsmaður ísraelsku ríkisstjórnarinnar segir Suður-Afríkumenn „eina mestu hræsnara mannkynssögunnar“ og sakar þá um að ganga beinlínis erinda Hamas. Málið er sagt eitt það merkilegasta sem flutt hefur verið á vettvangi alþjóðadómstóla. Ísraelar munu fara með mál sitt fyrir dómi á föstudaginn en segja ásakanir Suður-Afríku og annarra ríkja tilhæfulausar. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagði í dag að við byggjum í dag í öfugum heimi og að Ísraelar séu sakaðir um þjóðarmorð í baráttu sinni gegn þjóðarmorði. Án afskipta verði útrýmingin algjör Tembeka Ngcukaitobi lögmaður fór með mál fyrir hönd Suður-Afríku fyrir dómstólnum og sagði aðgerðir Ísraelshers bera augljós merki þess að um þjóðarmorð sé að ræða. „Á hverjum degi er syrgt, óafturkræfur mannskaði, spjöll á eignum, sæmd og mennsku palestínsku þjóðarinnar,“ segir Adila Hassim lögmaður sem talar máli Suður-Afríku. Sendinefnd Ísraels hlustar á málflutning Suður-Afríkumanna.AP/Patrick Post „Við trúm því að án afskipta þessa dómstóls horfum við fram á algjöra útrýmingu palestínsku þjóðarinnar í Gasa. Að sitja þögul hjá í ljósi þessa væri stórfellt brot á alþjóðalögum,“ bætir hann við. Alþjóðadómstóllinn gæti komist fljótt að niðurstöðu og skipað Ísraelum að stöðva aðgerðir sínar í Gasa en það gæti verið langt í að lokaniðurstaða náist um hvort þjóðarmorð sé að ræða.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Suður-Afríka Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Sjá meira