Áfram gakk! Kjarni Kvosarinnar verður heildstætt göngusvæði Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 12. janúar 2024 11:00 Göngugötur hafi notið vinsælda meðal borgarbúa undanfarin ár. Í nýlegri könnun Maskínu kom enn og aftur fram að mikill meirihluti Reykvíkinga eða nærri þrír af hverjum fjórum er hlynntur göngugötum og eykst stuðningurinn verulega milli ára. Að sama skapi hefur þeim fækkað sem eru óánægð en þau eru aðeins 9%. Í öllum hverfum eru langtum fleiri jákvæð en neikvæð gagnvart göngugötum. Könnunin sýnir einnig að þeim fjölgar sem telja að göngusvæðin megi vera stærri. Við hlustum á íbúa og tökum þessu sem hvatningu til þess að fjölga göngusvæðum í borginni. Þess vegna höfum við nú samþykkt að klára að gera kjarna Kvosarinnar, Austurstræti og nærliggjandi umhverfi að heildstæðu göngusvæði. Forhönnun fyrir göngusvæðið var kynnt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni og er það framhald af hönnun Lækjartorgs sem hefur þegar verið kynnt og byggir þetta allt á umferðarskipulagi Kvosarinnar frá 2020. Hollenska arkitektastofan Karres en Brands með alþjóðlegu stofunni Sp(r)int Studio sem er með aðsetur hér í Reykjavík standa að baki þessari flottu hönnun. Göngusvæðið mun skapa samfellu eftir endilöngu Austurstræti frá Lækjartorgi að Ingólfstorgi og teygja anga sína eftir Pósthússtræti, Kirkjustræti og Veltusundi eftir nánari útfærslu í framhaldinu í samráði við íbúa og atvinnulíf. Kostir göngusvæða eru ótvíræðir. Göngusvæði skapa andrými fyrir iðandi mannlíf og samverustundir vina og fjölskyldna í friði og öryggi frá bílaumferð og mengun. Skipulag borgarinnar er bakteppi upplifana og hegðunar og hefur mjög mótandi áhrif á líf okkar. Fólk hefur eðlilega skiptar skoðanir á þróun borgarinnar og samgöngumálum en ég held að við kunnum öll vel að meta að geta stigið út úr amstri dagsins, rölt um áhyggjulaus jafnvel með lítil kríli hlaupandi um og hafa svigrúm til að setjast niður í skemmtilegu borgarumhverfi til að njóta stundarinnar. Austurstræti er hluti af einum helsta gönguás Reykjavíkur frá Laugavegi, Bankastræti og niður að Ingólfstorgi. Staðurinn er líka sögulegur. Gatan var ein fyrsta gata borgarinnar, austan við aðalgötuna Aðalstræti. Pósthússtræti var eitt sinn hlið inn í Reykjavík þegar komið var í borgina sjóleiðis. Við ætlum að lyfta sögunni og leyfa þessum gatnamótum Pósthússtrætis og Austurstrætis að njóta sín betur en þar standa líka margar glæsilegar byggingar. Svæðið mun bera með sér heildstætt yfirbragð þar sem hið gamla mætir hinu nýja með fallegu og aðlaðandi yfirborði. Við ætlum að hafa þarna fjölnota svæði með lýsingu, gróðri, bekkjum og rými fyrir leik og sem nýtist kaffihúsum og veitingahúsum en við vitum að svona breyting styrkir mjög veitingarekstur. Fólk hefur haft áhyggjur af gróðrinum sem þrífst þarna ekki vel í dag en í dag vantar betri jarðveg. Við ætlum að hlúa vel að gróðrinum og undirbúa beðin vel. Þarna ætlum við að planta fullvöxnum trjám sem þola krefjandi borgarumhverfi en hafa að sama skapi mjög jákvæð áhrif á loftgæði og upplifun og mynda skjól strax frá fyrsta degi, lauftré sem opna fyrir birtu á veturna. Samgönguúrbætur og græn þróun er kunnuglegt stef á Austurstræti og áfram höldum við með þá sögu nú. Austurstræti er ein af fyrstu götum borgarinnar, austur af aðalgötunni Aðalstræti. Á tímabilinu 1912-1920 var hafist handa við að malbika götur í Reykjavík og var Austurstræti fyrsta gatan sem var malbikuð með gufuvaltaranum Bríeti sem nefnd var í höfuð Bríetar Bjarnhéðinsdóttur sem barðist fyrir kaupum hans í bæjarstjórn Reykjavíkur. Áður en þetta gerðist var erfitt að komast leiðar sinnar í rigningu vegna polla og leðju. Austurstræti á sér líka sögu sem fyrsta afmarkaða göngugata landsins og var það allavega í tvígang Sjálfstæðisflokkurinn sem tók af skarið og kom á göngugötu á svæðinu sem sýnir okkur að pólitíkin er aðeins háð tilviljunum hverju sinni. Við ætlum nú að halda undirbúningi áfram, fullhanna og klára skipulag svæðisins og getum vonandi hafið framkvæmdir serm allra fyrst. Við ætlum sömuleiðis að vera í samtali við hagsmunaaðila og íbúa eins og íbúaráð, aðgengis- og samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks og ekki síst atvinnulíf á svæðinu við undirbúning og framkvæmd. Það er lykilatriði til að ná góðum árangri. Græn þróun borgarinnar til að skapa valfrelsi um ferðamáta og skemmtilegra borgarumhverfi nýtur stuðnings fólks úr öllum flokkum og öllum áttum og það er ánægjulegt. Saman erum við sterk og getum með meiri hraða og festu gert samfélagið okkar enn grænna, öflugra, öruggara og betra í þágu okkar sjálfra, barna okkar og barnabarna. Áfram gakk! Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Píratar Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Göngugötur Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Göngugötur hafi notið vinsælda meðal borgarbúa undanfarin ár. Í nýlegri könnun Maskínu kom enn og aftur fram að mikill meirihluti Reykvíkinga eða nærri þrír af hverjum fjórum er hlynntur göngugötum og eykst stuðningurinn verulega milli ára. Að sama skapi hefur þeim fækkað sem eru óánægð en þau eru aðeins 9%. Í öllum hverfum eru langtum fleiri jákvæð en neikvæð gagnvart göngugötum. Könnunin sýnir einnig að þeim fjölgar sem telja að göngusvæðin megi vera stærri. Við hlustum á íbúa og tökum þessu sem hvatningu til þess að fjölga göngusvæðum í borginni. Þess vegna höfum við nú samþykkt að klára að gera kjarna Kvosarinnar, Austurstræti og nærliggjandi umhverfi að heildstæðu göngusvæði. Forhönnun fyrir göngusvæðið var kynnt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni og er það framhald af hönnun Lækjartorgs sem hefur þegar verið kynnt og byggir þetta allt á umferðarskipulagi Kvosarinnar frá 2020. Hollenska arkitektastofan Karres en Brands með alþjóðlegu stofunni Sp(r)int Studio sem er með aðsetur hér í Reykjavík standa að baki þessari flottu hönnun. Göngusvæðið mun skapa samfellu eftir endilöngu Austurstræti frá Lækjartorgi að Ingólfstorgi og teygja anga sína eftir Pósthússtræti, Kirkjustræti og Veltusundi eftir nánari útfærslu í framhaldinu í samráði við íbúa og atvinnulíf. Kostir göngusvæða eru ótvíræðir. Göngusvæði skapa andrými fyrir iðandi mannlíf og samverustundir vina og fjölskyldna í friði og öryggi frá bílaumferð og mengun. Skipulag borgarinnar er bakteppi upplifana og hegðunar og hefur mjög mótandi áhrif á líf okkar. Fólk hefur eðlilega skiptar skoðanir á þróun borgarinnar og samgöngumálum en ég held að við kunnum öll vel að meta að geta stigið út úr amstri dagsins, rölt um áhyggjulaus jafnvel með lítil kríli hlaupandi um og hafa svigrúm til að setjast niður í skemmtilegu borgarumhverfi til að njóta stundarinnar. Austurstræti er hluti af einum helsta gönguás Reykjavíkur frá Laugavegi, Bankastræti og niður að Ingólfstorgi. Staðurinn er líka sögulegur. Gatan var ein fyrsta gata borgarinnar, austan við aðalgötuna Aðalstræti. Pósthússtræti var eitt sinn hlið inn í Reykjavík þegar komið var í borgina sjóleiðis. Við ætlum að lyfta sögunni og leyfa þessum gatnamótum Pósthússtrætis og Austurstrætis að njóta sín betur en þar standa líka margar glæsilegar byggingar. Svæðið mun bera með sér heildstætt yfirbragð þar sem hið gamla mætir hinu nýja með fallegu og aðlaðandi yfirborði. Við ætlum að hafa þarna fjölnota svæði með lýsingu, gróðri, bekkjum og rými fyrir leik og sem nýtist kaffihúsum og veitingahúsum en við vitum að svona breyting styrkir mjög veitingarekstur. Fólk hefur haft áhyggjur af gróðrinum sem þrífst þarna ekki vel í dag en í dag vantar betri jarðveg. Við ætlum að hlúa vel að gróðrinum og undirbúa beðin vel. Þarna ætlum við að planta fullvöxnum trjám sem þola krefjandi borgarumhverfi en hafa að sama skapi mjög jákvæð áhrif á loftgæði og upplifun og mynda skjól strax frá fyrsta degi, lauftré sem opna fyrir birtu á veturna. Samgönguúrbætur og græn þróun er kunnuglegt stef á Austurstræti og áfram höldum við með þá sögu nú. Austurstræti er ein af fyrstu götum borgarinnar, austur af aðalgötunni Aðalstræti. Á tímabilinu 1912-1920 var hafist handa við að malbika götur í Reykjavík og var Austurstræti fyrsta gatan sem var malbikuð með gufuvaltaranum Bríeti sem nefnd var í höfuð Bríetar Bjarnhéðinsdóttur sem barðist fyrir kaupum hans í bæjarstjórn Reykjavíkur. Áður en þetta gerðist var erfitt að komast leiðar sinnar í rigningu vegna polla og leðju. Austurstræti á sér líka sögu sem fyrsta afmarkaða göngugata landsins og var það allavega í tvígang Sjálfstæðisflokkurinn sem tók af skarið og kom á göngugötu á svæðinu sem sýnir okkur að pólitíkin er aðeins háð tilviljunum hverju sinni. Við ætlum nú að halda undirbúningi áfram, fullhanna og klára skipulag svæðisins og getum vonandi hafið framkvæmdir serm allra fyrst. Við ætlum sömuleiðis að vera í samtali við hagsmunaaðila og íbúa eins og íbúaráð, aðgengis- og samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks og ekki síst atvinnulíf á svæðinu við undirbúning og framkvæmd. Það er lykilatriði til að ná góðum árangri. Græn þróun borgarinnar til að skapa valfrelsi um ferðamáta og skemmtilegra borgarumhverfi nýtur stuðnings fólks úr öllum flokkum og öllum áttum og það er ánægjulegt. Saman erum við sterk og getum með meiri hraða og festu gert samfélagið okkar enn grænna, öflugra, öruggara og betra í þágu okkar sjálfra, barna okkar og barnabarna. Áfram gakk! Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun