Hæfilega bjartsýnn á að maðurinn finnist í dag Bjarki Sigurðsson skrifar 12. janúar 2024 12:15 Frá aðgerðum í Grindavík í gær. Vísir/Steingrímur Dúi Leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík er hafin á ný. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir leit ganga vel og að hann sé hæfilega bjartsýnn á að maðurinn finnist í dag. Leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík á miðvikudag hófst aftur klukkan tíu í morgun. Leit hafði verið frestað seint í gærkvöldi eftir að ástandið í sprungunni var metið ótryggt. Það hefur reynst björgunarfólki erfitt að starfa við sprunguna, meðal annars vegna mikillar rigningar. Maðurinn hafði verið að fylla í sprungu við hús í Vesturhópi í Grindavík þegar hann er talinn hafa fallið ofan í hana. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir aðgerðir ganga ágætlega. „Það gengur ágætlega en við erum ekki búin að finna manninn,“ segir Úlfar. Eruð þið bjartsýn á að finna manninn í dag? „Við erum alltaf bjartsýn. Hæfilega bjartsýn.“ Búið er að fresta öllum öðrum framkvæmdum innan bæjarins. „Lagfæringar, það að fylla í sprungur í bænum, því hefur öllu verið slegið á frest fram yfir helgi. Hugmyndin var að funda með verktökum næstkomandi þriðjudag,“ segir Úlfar. Er óhætt fyrir íbúana að vera í bænum? „Staðan er óbreytt að svo stöddu.“ Er það til skoðunar að rýma bæinn á ný? „Við erum alltaf að endurmeta stöðuna.“ Fjöldi fólks gistir í bænum þessa dagana. „Mér sýnist það hafa verið gist í rúmlega 90 húsum í nótt. Þetta hefur verið rokkandi síðustu daga, frá 40-50 íbúðum upp í þessa tölu, jafnvel aðeins hærra,“ segir Úlfar. Úlfar segir framkvæmdirnar hafa verið á vegum Náttúruhamfaratryggingar en forstjóri stofnunarinnar sagði í stuttu samtali við fréttastofu fyrr í dag að það væri ekki tímabært fyrir stofnunina að tjá sig um málið. Grindavík Lögreglumál Féll í sprungu í Grindavík Björgunarsveitir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík á miðvikudag hófst aftur klukkan tíu í morgun. Leit hafði verið frestað seint í gærkvöldi eftir að ástandið í sprungunni var metið ótryggt. Það hefur reynst björgunarfólki erfitt að starfa við sprunguna, meðal annars vegna mikillar rigningar. Maðurinn hafði verið að fylla í sprungu við hús í Vesturhópi í Grindavík þegar hann er talinn hafa fallið ofan í hana. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir aðgerðir ganga ágætlega. „Það gengur ágætlega en við erum ekki búin að finna manninn,“ segir Úlfar. Eruð þið bjartsýn á að finna manninn í dag? „Við erum alltaf bjartsýn. Hæfilega bjartsýn.“ Búið er að fresta öllum öðrum framkvæmdum innan bæjarins. „Lagfæringar, það að fylla í sprungur í bænum, því hefur öllu verið slegið á frest fram yfir helgi. Hugmyndin var að funda með verktökum næstkomandi þriðjudag,“ segir Úlfar. Er óhætt fyrir íbúana að vera í bænum? „Staðan er óbreytt að svo stöddu.“ Er það til skoðunar að rýma bæinn á ný? „Við erum alltaf að endurmeta stöðuna.“ Fjöldi fólks gistir í bænum þessa dagana. „Mér sýnist það hafa verið gist í rúmlega 90 húsum í nótt. Þetta hefur verið rokkandi síðustu daga, frá 40-50 íbúðum upp í þessa tölu, jafnvel aðeins hærra,“ segir Úlfar. Úlfar segir framkvæmdirnar hafa verið á vegum Náttúruhamfaratryggingar en forstjóri stofnunarinnar sagði í stuttu samtali við fréttastofu fyrr í dag að það væri ekki tímabært fyrir stofnunina að tjá sig um málið.
Grindavík Lögreglumál Féll í sprungu í Grindavík Björgunarsveitir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira