Sex fluttir með þyrlum til Reykjavíkur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2024 12:55 Tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar var flogið á slysstað. Þær eru væntanlegar til Reykjavíkur upp úr klukkan eitt. Vísir/Vilhelm Sex af þeim átta sem slösuðust í árekstri á hringveginum nærri Svínafellsjökli eru á leiðinni til Reykjavíkur með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar. Von er á þeim á Landspítalann í Fossvogi upp úr klukkan eitt. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar við Vísi. Bílarnir skullu saman á hálum þjóðveginum um klukkan 9:50 í morgun. Fyrri þyrla Landhelgisgæslunnar var mætt á vettvang um einum og hálfum tíma síðar. Átta voru um borð í bílunum tveimur og voru þrír sendir með hvorri þyrlu. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um stöðuna á þeim tveimur sem ekki voru fluttir til Reykjavíkur. Slyssið varð á þjóðvegi 1 við Skaftafellsá nærri Svínafellsjökli um tíuleytið í morgun.Grafík/Sara Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir mikla hálku vera við Skaftafell þar sem slysið varð. Fram kom í máli hans í hádegisfréttum Bylgjunnar að tveir væru alvarlega slasaðir. „Það er hált þarna, það er þessi svarta ísing á vettvangi. Vegir eru blautir og hiti við frostmark. Það er allavega hált þarna en hvort það er það sem hefur orsakað slysið, það verður rannsóknin að leiða í ljós,“ sagði Sveinn Rúnar Kristjánsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Hann segir að hópslysaáætlun hafi verið virkjuð vegna slyssins vegna þess að langt er í helstu bjargir. Liðsmenn björgunarsveitarinnar Kára í Öræfum voru fyrstir viðbragðsaðila á vettvang slyssins. Samgönguslys Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Skaftárhreppur Tengdar fréttir Átta slasaðir eftir alvarlegt slys við Skaftafellsá Hópslysaáætlun hefur verið virkjuð á Suðurlandi eftir árekstur tveggja bíla á þjóðveginum við Svínafellsjökul á Suðurlandi. Átta eru sagðir slasaðir þar af tveir alvarlega. Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru á leiðinni á vettvang. Lokað hefur verið umferð um veginn vegna slyssins. 12. janúar 2024 10:43 Hált á vettvangi árekstursins Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir mikla hálku vera við Skaftafell þar sem tveir fólksbílar skullu saman í morgun og átta slösuðust. Tveir eru alvarlega slasaðir og fólkið hefur enn ekki verið flutt á sjúkrahús. 12. janúar 2024 12:07 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar við Vísi. Bílarnir skullu saman á hálum þjóðveginum um klukkan 9:50 í morgun. Fyrri þyrla Landhelgisgæslunnar var mætt á vettvang um einum og hálfum tíma síðar. Átta voru um borð í bílunum tveimur og voru þrír sendir með hvorri þyrlu. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um stöðuna á þeim tveimur sem ekki voru fluttir til Reykjavíkur. Slyssið varð á þjóðvegi 1 við Skaftafellsá nærri Svínafellsjökli um tíuleytið í morgun.Grafík/Sara Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir mikla hálku vera við Skaftafell þar sem slysið varð. Fram kom í máli hans í hádegisfréttum Bylgjunnar að tveir væru alvarlega slasaðir. „Það er hált þarna, það er þessi svarta ísing á vettvangi. Vegir eru blautir og hiti við frostmark. Það er allavega hált þarna en hvort það er það sem hefur orsakað slysið, það verður rannsóknin að leiða í ljós,“ sagði Sveinn Rúnar Kristjánsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Hann segir að hópslysaáætlun hafi verið virkjuð vegna slyssins vegna þess að langt er í helstu bjargir. Liðsmenn björgunarsveitarinnar Kára í Öræfum voru fyrstir viðbragðsaðila á vettvang slyssins.
Samgönguslys Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Skaftárhreppur Tengdar fréttir Átta slasaðir eftir alvarlegt slys við Skaftafellsá Hópslysaáætlun hefur verið virkjuð á Suðurlandi eftir árekstur tveggja bíla á þjóðveginum við Svínafellsjökul á Suðurlandi. Átta eru sagðir slasaðir þar af tveir alvarlega. Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru á leiðinni á vettvang. Lokað hefur verið umferð um veginn vegna slyssins. 12. janúar 2024 10:43 Hált á vettvangi árekstursins Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir mikla hálku vera við Skaftafell þar sem tveir fólksbílar skullu saman í morgun og átta slösuðust. Tveir eru alvarlega slasaðir og fólkið hefur enn ekki verið flutt á sjúkrahús. 12. janúar 2024 12:07 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Átta slasaðir eftir alvarlegt slys við Skaftafellsá Hópslysaáætlun hefur verið virkjuð á Suðurlandi eftir árekstur tveggja bíla á þjóðveginum við Svínafellsjökul á Suðurlandi. Átta eru sagðir slasaðir þar af tveir alvarlega. Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru á leiðinni á vettvang. Lokað hefur verið umferð um veginn vegna slyssins. 12. janúar 2024 10:43
Hált á vettvangi árekstursins Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir mikla hálku vera við Skaftafell þar sem tveir fólksbílar skullu saman í morgun og átta slösuðust. Tveir eru alvarlega slasaðir og fólkið hefur enn ekki verið flutt á sjúkrahús. 12. janúar 2024 12:07