Náttúrulega Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar 12. janúar 2024 21:01 Í lok ársins 2023 samþykkti bæjarstjórn Hveragerðisbær fjárhagsáætlun 2024-2027. Áætlunin var unnin af bæjarfulltrúum meirihluta í góðu samstarfi við bæjarstjóra, skrifstofustjóra og aðra starfsmenn bæjarins. Áætlunin er metnaðarfull, hófstillt í gjaldskrárhækkunum en jafnframt áætlun um mikla uppbyggingu í stækkandi sveitarfélagi. Í áætluninni eru lagðar fram áherslur meirihlutasamnings Framsóknar og Okkar Hveragerðis. Hvaða forsendur liggja að baki áætlunargerðinni? Tekjur Hveragerðisbæjar eru útsvar, fasteignagjöld, þjónustugjöld og framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Útsvarsprósenta Hveragerðisbæjar er óbreytt í fjárhagsáætlun 2024 eða 14,52%. Fasteignamat fyrir árið 2024 hækkaði um rúm 8% í Hveragerði. Í áætluninni er gert ráð fyrir óbreyttri álagningarprósentu fasteignaskatts. Álagningarprósentur á vatnsgjaldi, holræsagjaldi og lóðarleigu á húsnæði í öllum flokkum breytast ekki milli ára. Aukavatnsgjald hækkar úr 15 kr. á rúmmetra í 16 kr. Gjalddagar fasteignagjalda verða áfram 11. Hóflegar gjaldskrárhækkanir Lögð var áhersla á að koma sem mest til móts við bæjarbúa vegna hækkana á gjaldskrám sveitarfélagsins. Hækkun gjaldskráa Hveragerðisbæjar miðast almenntvið verðlagsþróun síðasta árs. Verðlagsþróun síðastliðna 12 mánuði var um 8% en bæjarstjórn ákvað að hækka gjaldskrár þjónustugjalda einungis um 2,5% og þar með sýna samfélagslega ábyrgð og stemma stigu við verðbólgu. Breytingar eru gerðar á gjaldskrá sorphirðu vegna breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs. Nú greiðir hvert heimili eftir tunnufyrirkomulagi hjá hverjum húseiganda. Fjölskyldan Meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis leggur ríka áherslu á velferð fjölskyldunnar. Sem liður í því markmiði verður haldið áfram að lækka gjöld fyrir leikskólavist. Gert er því ráð fyrir að alls þrjár klukkustundir verði fríar nú í haust 2024. Leikskólagjöld hafa jafnframt lækkað um 4% frá síðasta kjörtímabili en vísitala hefur hækkað um 12%. Frístundastyrkur verður hækkaður úr 32.000 kr. í 38.000 kr. Frístundastyrkur hefur hækkað um 46% frá fyrra kjörtímabili. Stefnt er að því að lækka leikskólagjöld og hækka frístundastyrk í enn frekari skrefum á núverandi kjörtímabili. Framkvæmt til framtíðar Áfram verður haldið í innviðauppbyggingu. Gert er ráð fyrir að heildarfjárfesting á árinu 2024 verði tæpar 1.318 milljónir króna. Stærstu framkvæmdir ársins verða eftirfarandi: Áætlað er að framkvæmdir við þriðja áfanga Grunnskólans í Hveragerði klárist á árinu 2025 og er gert ráð fyrir fjárfestingum í það verkefni á árinu 2024 að fjárhæð 500 m.kr. en framlag Sveitarfélagsins Ölfuss er 70 m.kr. af því. Viðhald í grunnskólanum að fjárhæð 15,5 m.kr. á árinu. Gert er ráð fyrir að 100 m.kr. fari í viðbyggingu á Leikskólanum Óskalandi þar sem leikskólaplássum fjölgar og starfsmannaaðstaða verður bætt. Á árinu 2024 er jafnframt gert ráð fyrir 500 m.kr. í íþróttamannvirki þar sem samþykkt hefur verið að byggja upphitaðan gervigrasvöll í Ölfusdal ásamt því að stækka núverandi íþróttahús við Skólamörk. Áætlaðar fjárfestingar vegna gatnagerðar á árinu eru 242 m.kr. og gert er ráð fyrir tekjum af þeim framkvæmdum að fjárhæð 651 m.kr. Utanhússklæðning á þjónustuíbúðir við Birkimörk 50 m.kr. Kaup á félagslegu húsnæði 40 m.kr. Fjárfestingu fyrir 100 m.kr. í fráveitu bæjarins og 10 m.kr í vatnsveitu. Brugðist við í fráveitumálum Meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis leggur af stað í metnaðarfullar aðgerðir vegna fráveitumála. Þessar aðgerðir eru verulega aðkallandi vegna andvaraleysis í þessum málaflokki síðustu árin. Gríðarleg íbúafjölgun sem og fjölgun ferðamanna hefur gert það að verkum að skólphreinsistöð bæjarins annar ekki eftirspurn. Andvaraleysi þetta hefur einnig gert það að verkum að loka hefur þurft Varmánni vegna mengunar. Í fjárfestingaráætlun er gert ráð fyrir 100 milljónum í stækkun fráveitu á þessu ári. Á árinu 2025 er gert ráð fyrir 300 milljónum og 100 milljónum á árinu 2026. Á bæjarráðsfundi 4. janúar var einnig samþykkt að setja fjármagn í rannsóknir Hafrannsóknastofnunar á lífríki Varmár sem er afar aðkallandi er að fara í. Áætlun til þriggja ára Áætlaðar fjárfestingar árið 2025 eru 1.404 m.kr., árið 2026 1.080 m.kr. og árið 2027 770 m.kr. Stærstu fjárfestingarnar er bygging þriðja og fjórða áfanga grunnskólans, leikskóli í Kambalandi, íþróttamannvirki, hjúkrunarheimili, fráveita og vatnsveita. Allt eru þetta framkvæmdir sem nauðsynlegt er að fara í vegna íbúafjölgunar undanfarinna ára og þeirri fjölgun sem áætlað er að verði á næstu árum. Náttúrulega Hveragerði Hveragerðisbær er í örum vexti og fram undan eru metnaðarfull verkefni. Mikilvægt er að huga að framtíðinni og hafa skýr markmið um að innviðauppbygging haldist í hendur við fjölgun íbúa. Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar horfa björtum augum á framtíðina enda eru tækifærin fjölmörg. Það er kappsmál meirihlutans að þjónusta íbúa Hveragerðis sem best. Áhersla er lögð á fjölskylduna og ekki síst barnafjölskyldur, hér séu öflugar menntastofnanir, fjölbreytt atvinnulíf, gottíþrótta- og frístundastarf, heilsuefling íbúa á öllum aldri í hávegum höfð og að ferðaþjónusta og menningin haldi áfram að blómstra í fallegri náttúrunni í Hveragerði. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í Hveragerði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Hveragerði Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í lok ársins 2023 samþykkti bæjarstjórn Hveragerðisbær fjárhagsáætlun 2024-2027. Áætlunin var unnin af bæjarfulltrúum meirihluta í góðu samstarfi við bæjarstjóra, skrifstofustjóra og aðra starfsmenn bæjarins. Áætlunin er metnaðarfull, hófstillt í gjaldskrárhækkunum en jafnframt áætlun um mikla uppbyggingu í stækkandi sveitarfélagi. Í áætluninni eru lagðar fram áherslur meirihlutasamnings Framsóknar og Okkar Hveragerðis. Hvaða forsendur liggja að baki áætlunargerðinni? Tekjur Hveragerðisbæjar eru útsvar, fasteignagjöld, þjónustugjöld og framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Útsvarsprósenta Hveragerðisbæjar er óbreytt í fjárhagsáætlun 2024 eða 14,52%. Fasteignamat fyrir árið 2024 hækkaði um rúm 8% í Hveragerði. Í áætluninni er gert ráð fyrir óbreyttri álagningarprósentu fasteignaskatts. Álagningarprósentur á vatnsgjaldi, holræsagjaldi og lóðarleigu á húsnæði í öllum flokkum breytast ekki milli ára. Aukavatnsgjald hækkar úr 15 kr. á rúmmetra í 16 kr. Gjalddagar fasteignagjalda verða áfram 11. Hóflegar gjaldskrárhækkanir Lögð var áhersla á að koma sem mest til móts við bæjarbúa vegna hækkana á gjaldskrám sveitarfélagsins. Hækkun gjaldskráa Hveragerðisbæjar miðast almenntvið verðlagsþróun síðasta árs. Verðlagsþróun síðastliðna 12 mánuði var um 8% en bæjarstjórn ákvað að hækka gjaldskrár þjónustugjalda einungis um 2,5% og þar með sýna samfélagslega ábyrgð og stemma stigu við verðbólgu. Breytingar eru gerðar á gjaldskrá sorphirðu vegna breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs. Nú greiðir hvert heimili eftir tunnufyrirkomulagi hjá hverjum húseiganda. Fjölskyldan Meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis leggur ríka áherslu á velferð fjölskyldunnar. Sem liður í því markmiði verður haldið áfram að lækka gjöld fyrir leikskólavist. Gert er því ráð fyrir að alls þrjár klukkustundir verði fríar nú í haust 2024. Leikskólagjöld hafa jafnframt lækkað um 4% frá síðasta kjörtímabili en vísitala hefur hækkað um 12%. Frístundastyrkur verður hækkaður úr 32.000 kr. í 38.000 kr. Frístundastyrkur hefur hækkað um 46% frá fyrra kjörtímabili. Stefnt er að því að lækka leikskólagjöld og hækka frístundastyrk í enn frekari skrefum á núverandi kjörtímabili. Framkvæmt til framtíðar Áfram verður haldið í innviðauppbyggingu. Gert er ráð fyrir að heildarfjárfesting á árinu 2024 verði tæpar 1.318 milljónir króna. Stærstu framkvæmdir ársins verða eftirfarandi: Áætlað er að framkvæmdir við þriðja áfanga Grunnskólans í Hveragerði klárist á árinu 2025 og er gert ráð fyrir fjárfestingum í það verkefni á árinu 2024 að fjárhæð 500 m.kr. en framlag Sveitarfélagsins Ölfuss er 70 m.kr. af því. Viðhald í grunnskólanum að fjárhæð 15,5 m.kr. á árinu. Gert er ráð fyrir að 100 m.kr. fari í viðbyggingu á Leikskólanum Óskalandi þar sem leikskólaplássum fjölgar og starfsmannaaðstaða verður bætt. Á árinu 2024 er jafnframt gert ráð fyrir 500 m.kr. í íþróttamannvirki þar sem samþykkt hefur verið að byggja upphitaðan gervigrasvöll í Ölfusdal ásamt því að stækka núverandi íþróttahús við Skólamörk. Áætlaðar fjárfestingar vegna gatnagerðar á árinu eru 242 m.kr. og gert er ráð fyrir tekjum af þeim framkvæmdum að fjárhæð 651 m.kr. Utanhússklæðning á þjónustuíbúðir við Birkimörk 50 m.kr. Kaup á félagslegu húsnæði 40 m.kr. Fjárfestingu fyrir 100 m.kr. í fráveitu bæjarins og 10 m.kr í vatnsveitu. Brugðist við í fráveitumálum Meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis leggur af stað í metnaðarfullar aðgerðir vegna fráveitumála. Þessar aðgerðir eru verulega aðkallandi vegna andvaraleysis í þessum málaflokki síðustu árin. Gríðarleg íbúafjölgun sem og fjölgun ferðamanna hefur gert það að verkum að skólphreinsistöð bæjarins annar ekki eftirspurn. Andvaraleysi þetta hefur einnig gert það að verkum að loka hefur þurft Varmánni vegna mengunar. Í fjárfestingaráætlun er gert ráð fyrir 100 milljónum í stækkun fráveitu á þessu ári. Á árinu 2025 er gert ráð fyrir 300 milljónum og 100 milljónum á árinu 2026. Á bæjarráðsfundi 4. janúar var einnig samþykkt að setja fjármagn í rannsóknir Hafrannsóknastofnunar á lífríki Varmár sem er afar aðkallandi er að fara í. Áætlun til þriggja ára Áætlaðar fjárfestingar árið 2025 eru 1.404 m.kr., árið 2026 1.080 m.kr. og árið 2027 770 m.kr. Stærstu fjárfestingarnar er bygging þriðja og fjórða áfanga grunnskólans, leikskóli í Kambalandi, íþróttamannvirki, hjúkrunarheimili, fráveita og vatnsveita. Allt eru þetta framkvæmdir sem nauðsynlegt er að fara í vegna íbúafjölgunar undanfarinna ára og þeirri fjölgun sem áætlað er að verði á næstu árum. Náttúrulega Hveragerði Hveragerðisbær er í örum vexti og fram undan eru metnaðarfull verkefni. Mikilvægt er að huga að framtíðinni og hafa skýr markmið um að innviðauppbygging haldist í hendur við fjölgun íbúa. Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar horfa björtum augum á framtíðina enda eru tækifærin fjölmörg. Það er kappsmál meirihlutans að þjónusta íbúa Hveragerðis sem best. Áhersla er lögð á fjölskylduna og ekki síst barnafjölskyldur, hér séu öflugar menntastofnanir, fjölbreytt atvinnulíf, gottíþrótta- og frístundastarf, heilsuefling íbúa á öllum aldri í hávegum höfð og að ferðaþjónusta og menningin haldi áfram að blómstra í fallegri náttúrunni í Hveragerði. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í Hveragerði.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun