Heil umferð fór fram í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í vikunni og var farið yfir allt það sem gerðist í þættinum Subway Körfuboltakvöld á miðvikudag.
Hörður Unnsteinsson stýrir þættinum og sérfræðingarnir Berglind Gunnarsdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir Woods fóru í leik þar sem þær áttu á giska á hvaða leikmenn væru á myndum sem Hörður sýndi þeim en myndirnar voru óskýrar þannig að erfitt var að sjá um hverja var að ræða.
„Gunnhildur Gunnarsdóttir,“ giskaði Berglind á þegar ein myndin birtist í skjánum við töluverða hneykslun Harðar.
„Rangt, það hefði verið galið. Ég ætla ekki að gefa þér þetta bara. Að setja systur þína í þetta? Ég hefði ekki gert það.“
Berglind var þó sú sem stóð sig betur þegar leikurinn var á enda.
„Þið getið bara sleppt mér í næsta leik, í alvörunni,“ sagði Ólöf Helga.
Myndbrotið úr þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.