Leik Reading og Port Vale aflýst vegna mótmæla Siggeir Ævarsson skrifar 13. janúar 2024 23:31 Stuðningsmenn Reading á vellinum í dag Twitter@SellBeforeWeDai Leikur Reading og Port Vale í ensku C-deildinni var blásinn af í dag eftir um stundarfjórðungs leik þar sem um þúsund stuðningsmenn Reading stormuðu inn á völlinn til að mótmæla eignarhaldi Dai Yongge á klúbbnum. Ýmislegt hefur gengið á hjá Reading undanfarin misseri en liðið var dæmt í tveggja ára félagaskiptabann sem lauk nú í sumar. Stuðningsmenn liðsins eru mjög ósáttir við eignarhald Dai Yongge sem tók liðið yfir árið 2017 og vilja hann á brott sem allra fyrst. Liðið hefur ítrekað fengið dæmdar á sig refsingar fyrir slæma fjármálastjórnun, m.a. fyrir að borga ekki laun á tilsettum tíma og einnig fyrir að standa ekki skil á skattgreiðslum. Alls hafa 16 stig verið dregin af liðinu síðan í nóvember 2021 og tvisvar á þessum tímabili. Stuðningsmenn liðsins virðast hafa fengið sig fullsadda af ástandinu og létu rödd sína heyrast í dag með afgerandi hætti. In England's 3rd tier, READING fans have stormed the pitch to protest owner Dai Yongge. Catastrophic mismanagement has seen club twice deducted points this season. Assistant manager sacked this week as Reading say there's no money for one.pic.twitter.com/o464aAQ25O— Men in Blazers (@MenInBlazers) January 13, 2024 Lið Reading er sem stendur í 21. sæti C-deildarinnar með 23 stig, jafnmörg stig og Cheltenham og eru bæði liðin í fallsæti. Alls hafa fjögur stig verið dregin af Reading, en þrjú stig skilja næsta lið frá þeim í töflunni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Sjá meira
Ýmislegt hefur gengið á hjá Reading undanfarin misseri en liðið var dæmt í tveggja ára félagaskiptabann sem lauk nú í sumar. Stuðningsmenn liðsins eru mjög ósáttir við eignarhald Dai Yongge sem tók liðið yfir árið 2017 og vilja hann á brott sem allra fyrst. Liðið hefur ítrekað fengið dæmdar á sig refsingar fyrir slæma fjármálastjórnun, m.a. fyrir að borga ekki laun á tilsettum tíma og einnig fyrir að standa ekki skil á skattgreiðslum. Alls hafa 16 stig verið dregin af liðinu síðan í nóvember 2021 og tvisvar á þessum tímabili. Stuðningsmenn liðsins virðast hafa fengið sig fullsadda af ástandinu og létu rödd sína heyrast í dag með afgerandi hætti. In England's 3rd tier, READING fans have stormed the pitch to protest owner Dai Yongge. Catastrophic mismanagement has seen club twice deducted points this season. Assistant manager sacked this week as Reading say there's no money for one.pic.twitter.com/o464aAQ25O— Men in Blazers (@MenInBlazers) January 13, 2024 Lið Reading er sem stendur í 21. sæti C-deildarinnar með 23 stig, jafnmörg stig og Cheltenham og eru bæði liðin í fallsæti. Alls hafa fjögur stig verið dregin af Reading, en þrjú stig skilja næsta lið frá þeim í töflunni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Sjá meira