Yfirvararskeggið fraus á þjálfara Chiefs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2024 07:01 Andy Reid kallar á sína menn í Kansas City Chiefs í kuldanum um helgina. Getty/David Eulitt Kansas City Chiefs komst áfram i undanúrslit Ameríkudeildarinnar með 26-7 sigri á Miami Dolphins þegar úrslitakeppni NFL-deildarinnar fór af stað um helgina. Leikurinn fór fram við afar krefjandi aðstæður enda var mjög kalt í Kansas City. Þetta var fjórði kaldasti leikurinn í sögu NFL-deildarinnar því það var allt að 27 stiga frost á meðan leiknum stóð. Kuldinn er aldrei ástæða til að fresta leik í NFL-deildinni og því þurftu leikmenn að harka af sér og spila leikinn í svo miklu frosti. View this post on Instagram A post shared by Sports Blog Nation (@sbnation) Leikmenn Chiefs eru kannski aðeins vanari þessum aðstæðum en strákarnir frá Flórída þar sem svona kuldi þekkist ekki. Höfðingjarnir unnu öruggan sigur eftir að hafa verið 16-7 yfir í hálfleik og unnið seinni hálfleikinn síðan 10-0. Ein af eftirminnilegustu myndum frá leiknum var sú af Andy Reid, þjálfara Kansas City Chiefs. Reid er einn reyndasti og sigursælasti þjálfarinn í NFL-deildinni og hefur séð ýmislegt á löngum ferli. Það er hins vega ekki vitað hvort að yfirvaraskeggið hans hafi frosið áður. Eins og sjá má hjá fyrir neðan þá fraus nefnilega yfirvararskeggið á þjálfara Chiefs á meðan leiknum stóð. Önnur lið sem komust áfram voru Houston Texans, Green Bay Packers og Detroit Lions. Lions vann 24-23 sigur á Los Angeles Rams en Packers liðið fór illa með Dallas á þeirra eigin heimavelli. Green Bay komst í 27-0 og vann leikinn 48-32. Houston vann Cleveland Browns mjög örugglega 45-14. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) NFL Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira
Leikurinn fór fram við afar krefjandi aðstæður enda var mjög kalt í Kansas City. Þetta var fjórði kaldasti leikurinn í sögu NFL-deildarinnar því það var allt að 27 stiga frost á meðan leiknum stóð. Kuldinn er aldrei ástæða til að fresta leik í NFL-deildinni og því þurftu leikmenn að harka af sér og spila leikinn í svo miklu frosti. View this post on Instagram A post shared by Sports Blog Nation (@sbnation) Leikmenn Chiefs eru kannski aðeins vanari þessum aðstæðum en strákarnir frá Flórída þar sem svona kuldi þekkist ekki. Höfðingjarnir unnu öruggan sigur eftir að hafa verið 16-7 yfir í hálfleik og unnið seinni hálfleikinn síðan 10-0. Ein af eftirminnilegustu myndum frá leiknum var sú af Andy Reid, þjálfara Kansas City Chiefs. Reid er einn reyndasti og sigursælasti þjálfarinn í NFL-deildinni og hefur séð ýmislegt á löngum ferli. Það er hins vega ekki vitað hvort að yfirvaraskeggið hans hafi frosið áður. Eins og sjá má hjá fyrir neðan þá fraus nefnilega yfirvararskeggið á þjálfara Chiefs á meðan leiknum stóð. Önnur lið sem komust áfram voru Houston Texans, Green Bay Packers og Detroit Lions. Lions vann 24-23 sigur á Los Angeles Rams en Packers liðið fór illa með Dallas á þeirra eigin heimavelli. Green Bay komst í 27-0 og vann leikinn 48-32. Houston vann Cleveland Browns mjög örugglega 45-14. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
NFL Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira