„Það kemur dagur eftir þennan dag“ Vésteinn Örn Pétursson og Heimir Már Pétursson skrifa 15. janúar 2024 20:40 Á morgun lýkur borgarstjóraferli Dags og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, tekur við. Vísir/Einar Dagur B. Eggertsson vann sinn síðasta dag sem borgarstjóri á þessu kjörtímabili í dag og hefur stólaskipti við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs á morgun. „Ég er búinn að vera hérna síðustu daga, alla helgina, að setja niður og ganga frá. Það er góð tilfinningin og fyllir mann stolti að skilja vel við,“ sagði Dagur þegar rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dagur segist telja að hann muni sakna margra hluta, nú þegar borgarstjóraferlinum lýkur. „Ég skal bara alveg vera heiðarlegur með það. En það er líka gott að vera í góðum meirihluta og sjá þessi mál halda áfram. Ég finn fyrir heilmiklu stolti og kaflaskil eru líka bara spennandi,“ sagði Dagur. Í innslaginu hér að neðan má sjá að Dagur hefur sankað að sér þónokkrum fjölda skófla. Þó er ekki um að ræða allar þær skóflur sem hann hefur beitt við skóflustungur í gegnum árin. „Nei, ég var stopppaður þegar ég var búinn að safna mér rúmlega 20 skóflum. Það hafa líka komið hérna krakkar sem hafa verið duglegir að moka snjó í sínum hverfum. Þá hef ég stundum gefið skóflu. Þetta er hringrásarhagkerfi,“ sagði Dagur, sem kvaðst ekki viss hvort hann þyrði að taka eina skóflu með sér heim. Útilokar ekkert Flokkur Dags, Samfylkingin, hefur að undanförnu notið mikils fylgis í skoðanakönnunum á landsvísu. Því lá beinast við að spyrja Dag á þessum tímamótum hvort hann ætlaði sér á þing. „Eitt af því sem hefur glatt mig síðasta árið er að við höfum líka mælst bara býsna vel í borginni, þrátt fyrir að hafa verið lengi í meirihluta. En nú lýkur þessum kafla hjá mér og ég hef sagt að ég útiloki svo sem ekki neitt, en ég er ekki búinn að ákveða neitt heldur,“ sagði Dagur. Aðspurður hvort hann hefði rætt málið við Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sagði hann að þau ræddu oft saman. „En hún er að standa sig mjög vel, og flokkurinn í heild. Það sem ég held að sé lykillinn, alveg eins og hérna í borginni, er bara að fara út, tala við fólk, hlusta hvað það er að segja, hvað brennur helst á því, og búa svo til góða pólitík til þess að mæta því. Mæta áhyggjunum en líka vonunum,“ sagði Dagur. Fréttamaður bar þá upp á borgarstjóra brandara sem telja verður líklegt að sá síðarnefndi hafi áður heyrt „Dagur að kveldi kominn.“ Dagur var ekki lengi að svara til: „Það kemur dagur eftir þennan dag.“ Dagur ásamt eiginkonu sinni, Örnu Dögg Einarsdóttur. Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Tímamót Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
„Ég er búinn að vera hérna síðustu daga, alla helgina, að setja niður og ganga frá. Það er góð tilfinningin og fyllir mann stolti að skilja vel við,“ sagði Dagur þegar rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dagur segist telja að hann muni sakna margra hluta, nú þegar borgarstjóraferlinum lýkur. „Ég skal bara alveg vera heiðarlegur með það. En það er líka gott að vera í góðum meirihluta og sjá þessi mál halda áfram. Ég finn fyrir heilmiklu stolti og kaflaskil eru líka bara spennandi,“ sagði Dagur. Í innslaginu hér að neðan má sjá að Dagur hefur sankað að sér þónokkrum fjölda skófla. Þó er ekki um að ræða allar þær skóflur sem hann hefur beitt við skóflustungur í gegnum árin. „Nei, ég var stopppaður þegar ég var búinn að safna mér rúmlega 20 skóflum. Það hafa líka komið hérna krakkar sem hafa verið duglegir að moka snjó í sínum hverfum. Þá hef ég stundum gefið skóflu. Þetta er hringrásarhagkerfi,“ sagði Dagur, sem kvaðst ekki viss hvort hann þyrði að taka eina skóflu með sér heim. Útilokar ekkert Flokkur Dags, Samfylkingin, hefur að undanförnu notið mikils fylgis í skoðanakönnunum á landsvísu. Því lá beinast við að spyrja Dag á þessum tímamótum hvort hann ætlaði sér á þing. „Eitt af því sem hefur glatt mig síðasta árið er að við höfum líka mælst bara býsna vel í borginni, þrátt fyrir að hafa verið lengi í meirihluta. En nú lýkur þessum kafla hjá mér og ég hef sagt að ég útiloki svo sem ekki neitt, en ég er ekki búinn að ákveða neitt heldur,“ sagði Dagur. Aðspurður hvort hann hefði rætt málið við Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sagði hann að þau ræddu oft saman. „En hún er að standa sig mjög vel, og flokkurinn í heild. Það sem ég held að sé lykillinn, alveg eins og hérna í borginni, er bara að fara út, tala við fólk, hlusta hvað það er að segja, hvað brennur helst á því, og búa svo til góða pólitík til þess að mæta því. Mæta áhyggjunum en líka vonunum,“ sagði Dagur. Fréttamaður bar þá upp á borgarstjóra brandara sem telja verður líklegt að sá síðarnefndi hafi áður heyrt „Dagur að kveldi kominn.“ Dagur var ekki lengi að svara til: „Það kemur dagur eftir þennan dag.“ Dagur ásamt eiginkonu sinni, Örnu Dögg Einarsdóttur.
Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Tímamót Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira