Lagði líf sitt í hættu við að reyna að bjarga manninum sem lést Bjarki Sigurðsson skrifar 16. janúar 2024 13:36 Frá aðgerðum í apríl á síðasta ári. Páll Ketilsson Eldsvoði um borð í netabátnum Grímsnesi GK555 kviknaði út frá vettlingaþurrkara í stakkageymslu bátsins. Einn lést í brunanum en einn bátsverja lagði líf sitt í hættu við að reyna að bjarga honum en tókst ekki að komast til hans. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Eldurinn kviknaði klukkan rétt rúmlega tvö aðfaranótt þriðjudagsins 25. apríl 2023. Sjö skipsverjar voru sofandi í skipinu en það varð alelda á mjög skömmum tíma. Fyrstu björgunaraðilar voru mættir á svæðið 28 mínútur yfir tvö, tuttugu mínútum eftir að fyrsta tilkynning um eldinn barst. Reykkafarar fóru um borð í skipið og fundu einn mann meðvitundarlausan á efra þilfari. „Reynt var að fara niður í skipið og leita að skipverja sem saknað var en eldur var þá orðinn það mikill að þeir þurftu frá að hverfa. Erfiðlega gekk að slökkva eldinn þar sem eldurinn var á milliþilfari skipsins og aðgengi því skert. Hitaleiðni var mikil sem orsakaði það að eldur kviknaði á nýjum stöðum meðan á slökkvistarfi stóð,“ segir í skýrslunni. Séð fram eftir stakkagangi stjórnborðs megin í átt að millidekki.RNSA Fjórir sváfu aftur í skipinu og þrír sváfu framan í skipinu. Aftur í skipinu sváfu tveir saman í klefa en hinir tveir voru í einstaklingsklefum. Annar þeirra í tveggja manna klefanum var sá fyrsti til að vakna við hávaða og reyk. Hann vakti félaga sinn. „Hann vakti síðan þá sem voru í eins manns klefunum. Þeir voru fljótir að vakna og fóru upp stigann út í ganginn í átt að matsalnum. Þegar þeir litu út í stakkaganginn stjórnborðsmegin sáu þeir mikinn eld og reyk. Þeir sáu líka að það var ófært að fara upp í stýrishús en þangað var ekki hægt að sjá fyrir reyk,“ segir í skýrslunni. „Þeir fóru því til baka og í gegnum rýmið þar sem gengið er niður í vélarrúm og yfir í bakborðsganginn. Stysta leiðin út þaðan er að fara aftur í skutrýmið og þaðan upp en þar sem þeir vissu af mönnum fram í skipinu þá ákváðu þeir að fara yfir milliþilfarið. Reykur var upp við loft en þeir komust undir hann.“ Stýrihúsið.RNSA Annar mannanna fór og opnaði hurðina upp á efra þilfar á meðan hinn fór og vakti mennina sem sváfu framar í skipinu. Allir komust þeir upp á efra þilfar og þaðan upp á bryggju. „Sá sem vaknaði fyrstur ætlaði á eftir þeim tveimur sem voru á leið upp frá káetunum en áttaði sig þá á því að sá sem svaf með honum í klefa var ekki vaknaður, sneri hann þá við og vakti hann. Þegar þeir ætla upp stigann frá káetunum mætti þeim mikill reykur og eldur upp við loft. Þeir sneru við og gátu opnað neyðarlúgu sem er bakborðsmegin í aftasta klefanum og komist þar upp,“ segir í skýrslunni. Mannopið upp á þilfar.RNSA Maðurinn fór aftur í skutrýmið og yfir stýrisvélakassa sem var fremst í rýminu og var þá kominn að stiga upp í gegnum mannop upp á efra þilfar. Hann taldi félaga sinn vera á eftir sér, en sá hann ekki. Hann heyrði þó í honum þegar hann kallaði. „Skipverjinn fór upp á efra þilfar til að ná andanum og fór aftur niður en náði ekki til mannsins sem var niðri. Hann komst aftur upp á efra þilfar þar sem hann lagðist niður til að vera undir reyknum og bankaði í dekkið til að reyna að leiðbeina manninum. Þar fundu reykkafarar hann meðvitundarlausan,“ segir í skýrslunni og ljóst að maðurinn reyndi hvað sem hann gat að bjarga félaga sínum og lagði hann eigið líf í hættu við það. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Mynd tekin við bakborðssíðu í átt að vélargangi. Maðurinn fannst meðvitundarlaus við niðurleggjarann fyrir miðri mynd.RNSA Slökkvilið Eldsvoði í Grímsnesi GK555 Reykjanesbær Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Eldurinn kviknaði klukkan rétt rúmlega tvö aðfaranótt þriðjudagsins 25. apríl 2023. Sjö skipsverjar voru sofandi í skipinu en það varð alelda á mjög skömmum tíma. Fyrstu björgunaraðilar voru mættir á svæðið 28 mínútur yfir tvö, tuttugu mínútum eftir að fyrsta tilkynning um eldinn barst. Reykkafarar fóru um borð í skipið og fundu einn mann meðvitundarlausan á efra þilfari. „Reynt var að fara niður í skipið og leita að skipverja sem saknað var en eldur var þá orðinn það mikill að þeir þurftu frá að hverfa. Erfiðlega gekk að slökkva eldinn þar sem eldurinn var á milliþilfari skipsins og aðgengi því skert. Hitaleiðni var mikil sem orsakaði það að eldur kviknaði á nýjum stöðum meðan á slökkvistarfi stóð,“ segir í skýrslunni. Séð fram eftir stakkagangi stjórnborðs megin í átt að millidekki.RNSA Fjórir sváfu aftur í skipinu og þrír sváfu framan í skipinu. Aftur í skipinu sváfu tveir saman í klefa en hinir tveir voru í einstaklingsklefum. Annar þeirra í tveggja manna klefanum var sá fyrsti til að vakna við hávaða og reyk. Hann vakti félaga sinn. „Hann vakti síðan þá sem voru í eins manns klefunum. Þeir voru fljótir að vakna og fóru upp stigann út í ganginn í átt að matsalnum. Þegar þeir litu út í stakkaganginn stjórnborðsmegin sáu þeir mikinn eld og reyk. Þeir sáu líka að það var ófært að fara upp í stýrishús en þangað var ekki hægt að sjá fyrir reyk,“ segir í skýrslunni. „Þeir fóru því til baka og í gegnum rýmið þar sem gengið er niður í vélarrúm og yfir í bakborðsganginn. Stysta leiðin út þaðan er að fara aftur í skutrýmið og þaðan upp en þar sem þeir vissu af mönnum fram í skipinu þá ákváðu þeir að fara yfir milliþilfarið. Reykur var upp við loft en þeir komust undir hann.“ Stýrihúsið.RNSA Annar mannanna fór og opnaði hurðina upp á efra þilfar á meðan hinn fór og vakti mennina sem sváfu framar í skipinu. Allir komust þeir upp á efra þilfar og þaðan upp á bryggju. „Sá sem vaknaði fyrstur ætlaði á eftir þeim tveimur sem voru á leið upp frá káetunum en áttaði sig þá á því að sá sem svaf með honum í klefa var ekki vaknaður, sneri hann þá við og vakti hann. Þegar þeir ætla upp stigann frá káetunum mætti þeim mikill reykur og eldur upp við loft. Þeir sneru við og gátu opnað neyðarlúgu sem er bakborðsmegin í aftasta klefanum og komist þar upp,“ segir í skýrslunni. Mannopið upp á þilfar.RNSA Maðurinn fór aftur í skutrýmið og yfir stýrisvélakassa sem var fremst í rýminu og var þá kominn að stiga upp í gegnum mannop upp á efra þilfar. Hann taldi félaga sinn vera á eftir sér, en sá hann ekki. Hann heyrði þó í honum þegar hann kallaði. „Skipverjinn fór upp á efra þilfar til að ná andanum og fór aftur niður en náði ekki til mannsins sem var niðri. Hann komst aftur upp á efra þilfar þar sem hann lagðist niður til að vera undir reyknum og bankaði í dekkið til að reyna að leiðbeina manninum. Þar fundu reykkafarar hann meðvitundarlausan,“ segir í skýrslunni og ljóst að maðurinn reyndi hvað sem hann gat að bjarga félaga sínum og lagði hann eigið líf í hættu við það. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Mynd tekin við bakborðssíðu í átt að vélargangi. Maðurinn fannst meðvitundarlaus við niðurleggjarann fyrir miðri mynd.RNSA
Slökkvilið Eldsvoði í Grímsnesi GK555 Reykjanesbær Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira