Takmarkanir á upplýsingaöflun um möguleg tengsl við hryðjuverkasamtök Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. janúar 2024 21:31 Runólfur Þórhallsson aðstoðardeildarstjóri greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Upplýsingar um möguleg tengsl fólks, sem dvelur hér á landi, við hryðjuverkasamtök eru daglega í skoðun hjá lögreglu og verkefnið verður sífellt stærra, að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. Einn sem talinn er tengjast samtökunum ISIS var handtekinn fyrir helgi og sendur úr landi. Karlmaðurinn sem lögregla telur að sé meðlimur ISIS og var handtekinn á Akureyri á föstudag og fluttur til Grikklands kemur frá Írak og kom til landsins í september. Erlendir samstarfsaðilar lögreglunnar miðluðu upplýsingum um manninn til ríkislögreglustjóra í lok nóvember í kjölfar umsóknar hans um alþjóðlega vernd hér á landi. Er grunur um að hann hafi verið að leggja á ráðin um eitthvað hér á landi? „Það eru ákveðnir þræðir í þessu máli sem við erum að skoða frekar,“ sagði Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar hjá ríkislögreglustjóra. En tekur fram að hættustigi vegna hryðjuverka hafi ekki verið breytt. Aðspurður hvaða þræði hann eigi við segist hann ekki getað tjáð sig nánar um það vegna rannsóknarhagsmuna. Takmarkanir á upplýsingaöflun vegna lagaumhverfis En það er ekki hægt að útiloka að hann hafi verið að skipuleggja eitthvað hér? „Við erum í þeirri stöðu hér að við erum með ákveðnar lagalegar takmarkanir á því hversu mikilla upplýsinga við getum aflað og stöndum dálítið að baki nágrannaþjóðum okkar hvað það varðar.“ Það hafi þó verið mat lögreglunnar miðað við þær upplýsingar sem hún gat aflað að samfélaginu stafaði ekki bein ógn af veru hans hér. Þurfi auknar heimildir til að rannsaka svona mál Runólfur segir hendur lögreglu að ákveðnu leyti bundnar þegar kemur að svona málum enda skorti lögreglu heimildir til jafns við hin Norðurlöndin. Því sé nauðsynlegt að endurskoða lagaumhverfið. „Hluti af þeim upplýsingum sem var miðlað til okkar voru með þeim hætti að við gátum ekki notað þær í lagalegri umgjörð hér á landi.“ Mikilvægt sé að frumvarp um afbrotavarnir verði afgreitt í þinginu. „Ég bendi á að það hafa orðið töluverðar samfélagsbreytingar hjá okkur.“ Hryðjuverkaógn vaxandi Tveir aðrir voru handteknir í lögregluaðgerðinni en síðar sleppt úr haldi. Aðspurður um tengsl þeirra við manninn segir Runólfur það enn til skoðunar. „Við teljum að það sé ekki nein almannaógn sem tengist því en það eru þarna ákveðnir rannsóknarhagsmunir sem við viljum vernda í bili.“ Bæta í mannskapinn Hryðjuverkaógn sé vaxandi í Evrópu enda hafi þekkt samtök hvatt til hryðjuverka á Vesturlönd. Aðspurður hvort lögregluna gruni að fleiri tengdir hryðjuverkjasamtökunum dvelji hér á landi segir hann ábendingar um það í stöðugri skoðun. „Við skulum segja að við séum að skoða upplýsingar á hverjum degi og erum að bæta við mannskap til að fara yfir þær upplýsingar sem við erum að meta á hverjum degi.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Fjölskyldufaðir á Akureyri talinn meðlimur Íslamska ríkisins Þrír karlmenn voru handteknir í lögregluaðgerðum á Akureyri í morgun. Einn þeirra hefur verið fluttur til Grikklands ásamt eiginkonu sinni og sex börnum sem eru á aldrinum 6 mánaða til 16 ára. Sá er talinn vera meðlimur Íslamska ríkisins, ISIS. 12. janúar 2024 16:13 Gætum séð aukningu í svipuðum aðgerðum og á Akureyri Handtaka manns á Akureyri sem er tengdur ISIS-hryðjuverkasamtökunum er einsdæmi hér á landi. Afbrotafræðingur segir aðgerðum sem þessari geta fjölgað hér á landi á næstu árum með fjölgun flóttamanna. 13. janúar 2024 13:01 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
Karlmaðurinn sem lögregla telur að sé meðlimur ISIS og var handtekinn á Akureyri á föstudag og fluttur til Grikklands kemur frá Írak og kom til landsins í september. Erlendir samstarfsaðilar lögreglunnar miðluðu upplýsingum um manninn til ríkislögreglustjóra í lok nóvember í kjölfar umsóknar hans um alþjóðlega vernd hér á landi. Er grunur um að hann hafi verið að leggja á ráðin um eitthvað hér á landi? „Það eru ákveðnir þræðir í þessu máli sem við erum að skoða frekar,“ sagði Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar hjá ríkislögreglustjóra. En tekur fram að hættustigi vegna hryðjuverka hafi ekki verið breytt. Aðspurður hvaða þræði hann eigi við segist hann ekki getað tjáð sig nánar um það vegna rannsóknarhagsmuna. Takmarkanir á upplýsingaöflun vegna lagaumhverfis En það er ekki hægt að útiloka að hann hafi verið að skipuleggja eitthvað hér? „Við erum í þeirri stöðu hér að við erum með ákveðnar lagalegar takmarkanir á því hversu mikilla upplýsinga við getum aflað og stöndum dálítið að baki nágrannaþjóðum okkar hvað það varðar.“ Það hafi þó verið mat lögreglunnar miðað við þær upplýsingar sem hún gat aflað að samfélaginu stafaði ekki bein ógn af veru hans hér. Þurfi auknar heimildir til að rannsaka svona mál Runólfur segir hendur lögreglu að ákveðnu leyti bundnar þegar kemur að svona málum enda skorti lögreglu heimildir til jafns við hin Norðurlöndin. Því sé nauðsynlegt að endurskoða lagaumhverfið. „Hluti af þeim upplýsingum sem var miðlað til okkar voru með þeim hætti að við gátum ekki notað þær í lagalegri umgjörð hér á landi.“ Mikilvægt sé að frumvarp um afbrotavarnir verði afgreitt í þinginu. „Ég bendi á að það hafa orðið töluverðar samfélagsbreytingar hjá okkur.“ Hryðjuverkaógn vaxandi Tveir aðrir voru handteknir í lögregluaðgerðinni en síðar sleppt úr haldi. Aðspurður um tengsl þeirra við manninn segir Runólfur það enn til skoðunar. „Við teljum að það sé ekki nein almannaógn sem tengist því en það eru þarna ákveðnir rannsóknarhagsmunir sem við viljum vernda í bili.“ Bæta í mannskapinn Hryðjuverkaógn sé vaxandi í Evrópu enda hafi þekkt samtök hvatt til hryðjuverka á Vesturlönd. Aðspurður hvort lögregluna gruni að fleiri tengdir hryðjuverkjasamtökunum dvelji hér á landi segir hann ábendingar um það í stöðugri skoðun. „Við skulum segja að við séum að skoða upplýsingar á hverjum degi og erum að bæta við mannskap til að fara yfir þær upplýsingar sem við erum að meta á hverjum degi.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Fjölskyldufaðir á Akureyri talinn meðlimur Íslamska ríkisins Þrír karlmenn voru handteknir í lögregluaðgerðum á Akureyri í morgun. Einn þeirra hefur verið fluttur til Grikklands ásamt eiginkonu sinni og sex börnum sem eru á aldrinum 6 mánaða til 16 ára. Sá er talinn vera meðlimur Íslamska ríkisins, ISIS. 12. janúar 2024 16:13 Gætum séð aukningu í svipuðum aðgerðum og á Akureyri Handtaka manns á Akureyri sem er tengdur ISIS-hryðjuverkasamtökunum er einsdæmi hér á landi. Afbrotafræðingur segir aðgerðum sem þessari geta fjölgað hér á landi á næstu árum með fjölgun flóttamanna. 13. janúar 2024 13:01 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
Fjölskyldufaðir á Akureyri talinn meðlimur Íslamska ríkisins Þrír karlmenn voru handteknir í lögregluaðgerðum á Akureyri í morgun. Einn þeirra hefur verið fluttur til Grikklands ásamt eiginkonu sinni og sex börnum sem eru á aldrinum 6 mánaða til 16 ára. Sá er talinn vera meðlimur Íslamska ríkisins, ISIS. 12. janúar 2024 16:13
Gætum séð aukningu í svipuðum aðgerðum og á Akureyri Handtaka manns á Akureyri sem er tengdur ISIS-hryðjuverkasamtökunum er einsdæmi hér á landi. Afbrotafræðingur segir aðgerðum sem þessari geta fjölgað hér á landi á næstu árum með fjölgun flóttamanna. 13. janúar 2024 13:01