Takmarkanir á upplýsingaöflun um möguleg tengsl við hryðjuverkasamtök Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. janúar 2024 21:31 Runólfur Þórhallsson aðstoðardeildarstjóri greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Upplýsingar um möguleg tengsl fólks, sem dvelur hér á landi, við hryðjuverkasamtök eru daglega í skoðun hjá lögreglu og verkefnið verður sífellt stærra, að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. Einn sem talinn er tengjast samtökunum ISIS var handtekinn fyrir helgi og sendur úr landi. Karlmaðurinn sem lögregla telur að sé meðlimur ISIS og var handtekinn á Akureyri á föstudag og fluttur til Grikklands kemur frá Írak og kom til landsins í september. Erlendir samstarfsaðilar lögreglunnar miðluðu upplýsingum um manninn til ríkislögreglustjóra í lok nóvember í kjölfar umsóknar hans um alþjóðlega vernd hér á landi. Er grunur um að hann hafi verið að leggja á ráðin um eitthvað hér á landi? „Það eru ákveðnir þræðir í þessu máli sem við erum að skoða frekar,“ sagði Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar hjá ríkislögreglustjóra. En tekur fram að hættustigi vegna hryðjuverka hafi ekki verið breytt. Aðspurður hvaða þræði hann eigi við segist hann ekki getað tjáð sig nánar um það vegna rannsóknarhagsmuna. Takmarkanir á upplýsingaöflun vegna lagaumhverfis En það er ekki hægt að útiloka að hann hafi verið að skipuleggja eitthvað hér? „Við erum í þeirri stöðu hér að við erum með ákveðnar lagalegar takmarkanir á því hversu mikilla upplýsinga við getum aflað og stöndum dálítið að baki nágrannaþjóðum okkar hvað það varðar.“ Það hafi þó verið mat lögreglunnar miðað við þær upplýsingar sem hún gat aflað að samfélaginu stafaði ekki bein ógn af veru hans hér. Þurfi auknar heimildir til að rannsaka svona mál Runólfur segir hendur lögreglu að ákveðnu leyti bundnar þegar kemur að svona málum enda skorti lögreglu heimildir til jafns við hin Norðurlöndin. Því sé nauðsynlegt að endurskoða lagaumhverfið. „Hluti af þeim upplýsingum sem var miðlað til okkar voru með þeim hætti að við gátum ekki notað þær í lagalegri umgjörð hér á landi.“ Mikilvægt sé að frumvarp um afbrotavarnir verði afgreitt í þinginu. „Ég bendi á að það hafa orðið töluverðar samfélagsbreytingar hjá okkur.“ Hryðjuverkaógn vaxandi Tveir aðrir voru handteknir í lögregluaðgerðinni en síðar sleppt úr haldi. Aðspurður um tengsl þeirra við manninn segir Runólfur það enn til skoðunar. „Við teljum að það sé ekki nein almannaógn sem tengist því en það eru þarna ákveðnir rannsóknarhagsmunir sem við viljum vernda í bili.“ Bæta í mannskapinn Hryðjuverkaógn sé vaxandi í Evrópu enda hafi þekkt samtök hvatt til hryðjuverka á Vesturlönd. Aðspurður hvort lögregluna gruni að fleiri tengdir hryðjuverkjasamtökunum dvelji hér á landi segir hann ábendingar um það í stöðugri skoðun. „Við skulum segja að við séum að skoða upplýsingar á hverjum degi og erum að bæta við mannskap til að fara yfir þær upplýsingar sem við erum að meta á hverjum degi.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Fjölskyldufaðir á Akureyri talinn meðlimur Íslamska ríkisins Þrír karlmenn voru handteknir í lögregluaðgerðum á Akureyri í morgun. Einn þeirra hefur verið fluttur til Grikklands ásamt eiginkonu sinni og sex börnum sem eru á aldrinum 6 mánaða til 16 ára. Sá er talinn vera meðlimur Íslamska ríkisins, ISIS. 12. janúar 2024 16:13 Gætum séð aukningu í svipuðum aðgerðum og á Akureyri Handtaka manns á Akureyri sem er tengdur ISIS-hryðjuverkasamtökunum er einsdæmi hér á landi. Afbrotafræðingur segir aðgerðum sem þessari geta fjölgað hér á landi á næstu árum með fjölgun flóttamanna. 13. janúar 2024 13:01 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Karlmaðurinn sem lögregla telur að sé meðlimur ISIS og var handtekinn á Akureyri á föstudag og fluttur til Grikklands kemur frá Írak og kom til landsins í september. Erlendir samstarfsaðilar lögreglunnar miðluðu upplýsingum um manninn til ríkislögreglustjóra í lok nóvember í kjölfar umsóknar hans um alþjóðlega vernd hér á landi. Er grunur um að hann hafi verið að leggja á ráðin um eitthvað hér á landi? „Það eru ákveðnir þræðir í þessu máli sem við erum að skoða frekar,“ sagði Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar hjá ríkislögreglustjóra. En tekur fram að hættustigi vegna hryðjuverka hafi ekki verið breytt. Aðspurður hvaða þræði hann eigi við segist hann ekki getað tjáð sig nánar um það vegna rannsóknarhagsmuna. Takmarkanir á upplýsingaöflun vegna lagaumhverfis En það er ekki hægt að útiloka að hann hafi verið að skipuleggja eitthvað hér? „Við erum í þeirri stöðu hér að við erum með ákveðnar lagalegar takmarkanir á því hversu mikilla upplýsinga við getum aflað og stöndum dálítið að baki nágrannaþjóðum okkar hvað það varðar.“ Það hafi þó verið mat lögreglunnar miðað við þær upplýsingar sem hún gat aflað að samfélaginu stafaði ekki bein ógn af veru hans hér. Þurfi auknar heimildir til að rannsaka svona mál Runólfur segir hendur lögreglu að ákveðnu leyti bundnar þegar kemur að svona málum enda skorti lögreglu heimildir til jafns við hin Norðurlöndin. Því sé nauðsynlegt að endurskoða lagaumhverfið. „Hluti af þeim upplýsingum sem var miðlað til okkar voru með þeim hætti að við gátum ekki notað þær í lagalegri umgjörð hér á landi.“ Mikilvægt sé að frumvarp um afbrotavarnir verði afgreitt í þinginu. „Ég bendi á að það hafa orðið töluverðar samfélagsbreytingar hjá okkur.“ Hryðjuverkaógn vaxandi Tveir aðrir voru handteknir í lögregluaðgerðinni en síðar sleppt úr haldi. Aðspurður um tengsl þeirra við manninn segir Runólfur það enn til skoðunar. „Við teljum að það sé ekki nein almannaógn sem tengist því en það eru þarna ákveðnir rannsóknarhagsmunir sem við viljum vernda í bili.“ Bæta í mannskapinn Hryðjuverkaógn sé vaxandi í Evrópu enda hafi þekkt samtök hvatt til hryðjuverka á Vesturlönd. Aðspurður hvort lögregluna gruni að fleiri tengdir hryðjuverkjasamtökunum dvelji hér á landi segir hann ábendingar um það í stöðugri skoðun. „Við skulum segja að við séum að skoða upplýsingar á hverjum degi og erum að bæta við mannskap til að fara yfir þær upplýsingar sem við erum að meta á hverjum degi.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Fjölskyldufaðir á Akureyri talinn meðlimur Íslamska ríkisins Þrír karlmenn voru handteknir í lögregluaðgerðum á Akureyri í morgun. Einn þeirra hefur verið fluttur til Grikklands ásamt eiginkonu sinni og sex börnum sem eru á aldrinum 6 mánaða til 16 ára. Sá er talinn vera meðlimur Íslamska ríkisins, ISIS. 12. janúar 2024 16:13 Gætum séð aukningu í svipuðum aðgerðum og á Akureyri Handtaka manns á Akureyri sem er tengdur ISIS-hryðjuverkasamtökunum er einsdæmi hér á landi. Afbrotafræðingur segir aðgerðum sem þessari geta fjölgað hér á landi á næstu árum með fjölgun flóttamanna. 13. janúar 2024 13:01 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Fjölskyldufaðir á Akureyri talinn meðlimur Íslamska ríkisins Þrír karlmenn voru handteknir í lögregluaðgerðum á Akureyri í morgun. Einn þeirra hefur verið fluttur til Grikklands ásamt eiginkonu sinni og sex börnum sem eru á aldrinum 6 mánaða til 16 ára. Sá er talinn vera meðlimur Íslamska ríkisins, ISIS. 12. janúar 2024 16:13
Gætum séð aukningu í svipuðum aðgerðum og á Akureyri Handtaka manns á Akureyri sem er tengdur ISIS-hryðjuverkasamtökunum er einsdæmi hér á landi. Afbrotafræðingur segir aðgerðum sem þessari geta fjölgað hér á landi á næstu árum með fjölgun flóttamanna. 13. janúar 2024 13:01