„Mitt upplegg og það klikkaði í dag“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. janúar 2024 21:37 Snorri Steinn á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Vilhelm „Mikil vonbrigði. Frammistaðan léleg frá A til Ö, sérstaklega í seinni hálfleik. Stendur ekki steinn yfir steini í neinu hjá okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, eftir stórtap Íslands gegn Ungverjalandi á EM karla í handbolta í kvöld. Tapið þýðir að Ísland fer stigalaust inn í milliriðil en það var ljóst áður en flautað var til leiks að bæði Ísland og Ungverjaland væru komin áfram í milliriðil. Snorri Steinn átti líkt og Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði, fá svör við spilamennsku Íslands í síðari hálfleik. „Maður verður vanmáttugur í þannig stöðu. Það sem var að virka í fyrri var engan veginn til staðar. Ákefðin í varnarleiknum var ekki til staðar, þeir skora fyrir utan og af línu. Svo bætast náttúrulega við tapaðir boltar, dauðafæri fóru forgörðum og ég gæti haldið endalaust áfram. Eðlilega missa menn móðinn, það breytir því ekki að frammistaðan var mjög léleg.“ Snorri Steinn hefur rúllað vel á liðinu á mótinu og var spurður hvort það gæti haft áhrif á að menn ættu erfitt með að finna taktinn. „Það kann vel að vera, ég vil rúlla á liðinu og dreifa álaginu. Eigum fjóra leiki eftir og ég treysti þessum strákum til að koma inn á, þeir geta það vel. Ég tek það bara á mig ef það er skýringin. Þetta er mitt upplegg og það klikkaði í dag. Klippa: Viðtal við Snorra Stein eftir Ungverjaleik Um milliriðilinn „Getur lagst niður og vorkennt sjálfum þér eða rifið þig í gang og gert betur. Mjög lélegt en alvöru menn svara fyrir það og mæta eins og menn í næsta leik. Er samt hundfúlt, leiðinlegt og stemningin eftir því.“ „Maður er aðeins boginn eftir svona frammistöðu, það segir sig sjálft. Ég er þjálfari liðsins og þarf að rífa menn upp sem og finna lausnir. Næstu sólahringar fara í það,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Tapið þýðir að Ísland fer stigalaust inn í milliriðil en það var ljóst áður en flautað var til leiks að bæði Ísland og Ungverjaland væru komin áfram í milliriðil. Snorri Steinn átti líkt og Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði, fá svör við spilamennsku Íslands í síðari hálfleik. „Maður verður vanmáttugur í þannig stöðu. Það sem var að virka í fyrri var engan veginn til staðar. Ákefðin í varnarleiknum var ekki til staðar, þeir skora fyrir utan og af línu. Svo bætast náttúrulega við tapaðir boltar, dauðafæri fóru forgörðum og ég gæti haldið endalaust áfram. Eðlilega missa menn móðinn, það breytir því ekki að frammistaðan var mjög léleg.“ Snorri Steinn hefur rúllað vel á liðinu á mótinu og var spurður hvort það gæti haft áhrif á að menn ættu erfitt með að finna taktinn. „Það kann vel að vera, ég vil rúlla á liðinu og dreifa álaginu. Eigum fjóra leiki eftir og ég treysti þessum strákum til að koma inn á, þeir geta það vel. Ég tek það bara á mig ef það er skýringin. Þetta er mitt upplegg og það klikkaði í dag. Klippa: Viðtal við Snorra Stein eftir Ungverjaleik Um milliriðilinn „Getur lagst niður og vorkennt sjálfum þér eða rifið þig í gang og gert betur. Mjög lélegt en alvöru menn svara fyrir það og mæta eins og menn í næsta leik. Er samt hundfúlt, leiðinlegt og stemningin eftir því.“ „Maður er aðeins boginn eftir svona frammistöðu, það segir sig sjálft. Ég er þjálfari liðsins og þarf að rífa menn upp sem og finna lausnir. Næstu sólahringar fara í það,“ sagði Snorri Steinn að lokum.
Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira