Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Hann segir rannsókn málsins miða ágætlega. Unnið sé að því þessa dagana að taka skýrslur af eftirlifendum slyssins og vitnum.
Slysið varð þegar tveir bílar skullu saman við afleggjarann að Skaftafelli. Þrír pólskir ferðamenn voru í öðrum þeirra, en fimm Íslendingar í hinum. Hin sex voru flutt til aðhlynningar í Reykjavík með þyrlum Landhelgisgæslunnar, en þó ekki alvarlega slösuð, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.