Einu skrefi nær því að senda hælisleitendur til Rúanda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2024 07:41 Frumvarp Rishi Sunak var samþykkt í neðri deild breska þingsins í gær. Getty/breska þingið Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, er einu skrefi nær því að tryggja flutning hælisleitenda til Rúanda, á meðan þeir bíða efnislegrar meðferðar sinna mála í Bretlandi. Frumvarp þess efnis var samþykkt í neðri deild breska þingsins í gær eftir misheppnaða tilraun samflokksmanna Sunaks til uppreisnar. Greidd voru atkvæði um frumvarpið í neðri deildinni í gær og greiddu 320 atkvæði með því og 276 gegn. Tugir íhaldsþingmanna höfðu lýst því yfir að þeir teldu frumvarpið gallað og hótuðu því að gera uppreisn en þegar uppi var staðið greiddu aðeins ellefu þeirra atkvæði gegn frumvarpinu. Frumvarpið mun nú fara til meðferðar í efri deild þingisins þar sem líklegt er að því verði mótmælt nokkuð. Ríkisstjórn íhaldsmanna hefur nú í nokkur ár undirbúið flutning hælisleitenda til Rúanda. Hugmyndin er að þeir bíði þar á meðan mál þeirra eru til efnislegrar meðferðar í Bretlandi. Að sögn stjórnvalda mun þetta fækka þeim flóttamönnum sem koma til Bretlands í smábátum sjóleiðina. Dagana áður en frumvarpið fór fyrir þingið höfðu þingmenn á hægri væng breska íhaldsflokksins gert margar tilraunir til að breyta frumvarpinu. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins voru rökin þau að án breytinga gætu dómstólar komið í veg fyrir að frumvarpið yrði að lögum. Í gær lagði Robert Jenrick, ráðherra innflytjendamála, fram viðbót við frumvarpið. Hefði viðbótin verið samþykkt hefði frumvarpið og framkvæmd flutninganna verið í andstöðu við mannréttindalög. Jenrick lagði einnig til breytingu sem hefði tryggt ráðherra leyfi til að hafna tilraunum Mannréttindadómstóls Evrópu til að grípa inn í. Mannréttindadómstóllinn hefur fylgst grannt með þessum málum í Bretlandi og kom meðal annars í veg fyrir að flugvél, full af hælisleitendum, yrði send til Rúanda án lagaheimilda í júní 2022. Bretland Flóttamenn Rúanda Tengdar fréttir Hæstiréttur segir stjórnvöldum ekki heimilt að flytja fólk til Rúanda Hæstiréttur Bretlands hefur úrskurðað að stjórnvöldum sé ekki heimilt að flytja hælisleitendur til Rúanda. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun undirréttar, sem sagði meðal annars hættu á að fólk yrði sent þaðan til heimalands síns þar sem það sætti ofsóknum. 15. nóvember 2023 10:31 Kristilegir demókratar vilja senda hælisleitendur til þriðja ríkis Kristilegi demókrataflokkurinn í Þýskalandi hyggst vinna aftur stuðning kjósenda með afdráttarlausum aðgerðum í útlendingamálum, sem munu meðal annars felast í því að senda hælisleitendur til þriðja ríkis á meðan unnið er úr umsóknum þeirra. 18. desember 2023 07:12 Flutningur hælisleitenda til Rúanda dæmdur ólöglegur Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan. 29. júní 2023 10:23 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
Greidd voru atkvæði um frumvarpið í neðri deildinni í gær og greiddu 320 atkvæði með því og 276 gegn. Tugir íhaldsþingmanna höfðu lýst því yfir að þeir teldu frumvarpið gallað og hótuðu því að gera uppreisn en þegar uppi var staðið greiddu aðeins ellefu þeirra atkvæði gegn frumvarpinu. Frumvarpið mun nú fara til meðferðar í efri deild þingisins þar sem líklegt er að því verði mótmælt nokkuð. Ríkisstjórn íhaldsmanna hefur nú í nokkur ár undirbúið flutning hælisleitenda til Rúanda. Hugmyndin er að þeir bíði þar á meðan mál þeirra eru til efnislegrar meðferðar í Bretlandi. Að sögn stjórnvalda mun þetta fækka þeim flóttamönnum sem koma til Bretlands í smábátum sjóleiðina. Dagana áður en frumvarpið fór fyrir þingið höfðu þingmenn á hægri væng breska íhaldsflokksins gert margar tilraunir til að breyta frumvarpinu. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins voru rökin þau að án breytinga gætu dómstólar komið í veg fyrir að frumvarpið yrði að lögum. Í gær lagði Robert Jenrick, ráðherra innflytjendamála, fram viðbót við frumvarpið. Hefði viðbótin verið samþykkt hefði frumvarpið og framkvæmd flutninganna verið í andstöðu við mannréttindalög. Jenrick lagði einnig til breytingu sem hefði tryggt ráðherra leyfi til að hafna tilraunum Mannréttindadómstóls Evrópu til að grípa inn í. Mannréttindadómstóllinn hefur fylgst grannt með þessum málum í Bretlandi og kom meðal annars í veg fyrir að flugvél, full af hælisleitendum, yrði send til Rúanda án lagaheimilda í júní 2022.
Bretland Flóttamenn Rúanda Tengdar fréttir Hæstiréttur segir stjórnvöldum ekki heimilt að flytja fólk til Rúanda Hæstiréttur Bretlands hefur úrskurðað að stjórnvöldum sé ekki heimilt að flytja hælisleitendur til Rúanda. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun undirréttar, sem sagði meðal annars hættu á að fólk yrði sent þaðan til heimalands síns þar sem það sætti ofsóknum. 15. nóvember 2023 10:31 Kristilegir demókratar vilja senda hælisleitendur til þriðja ríkis Kristilegi demókrataflokkurinn í Þýskalandi hyggst vinna aftur stuðning kjósenda með afdráttarlausum aðgerðum í útlendingamálum, sem munu meðal annars felast í því að senda hælisleitendur til þriðja ríkis á meðan unnið er úr umsóknum þeirra. 18. desember 2023 07:12 Flutningur hælisleitenda til Rúanda dæmdur ólöglegur Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan. 29. júní 2023 10:23 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
Hæstiréttur segir stjórnvöldum ekki heimilt að flytja fólk til Rúanda Hæstiréttur Bretlands hefur úrskurðað að stjórnvöldum sé ekki heimilt að flytja hælisleitendur til Rúanda. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun undirréttar, sem sagði meðal annars hættu á að fólk yrði sent þaðan til heimalands síns þar sem það sætti ofsóknum. 15. nóvember 2023 10:31
Kristilegir demókratar vilja senda hælisleitendur til þriðja ríkis Kristilegi demókrataflokkurinn í Þýskalandi hyggst vinna aftur stuðning kjósenda með afdráttarlausum aðgerðum í útlendingamálum, sem munu meðal annars felast í því að senda hælisleitendur til þriðja ríkis á meðan unnið er úr umsóknum þeirra. 18. desember 2023 07:12
Flutningur hælisleitenda til Rúanda dæmdur ólöglegur Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan. 29. júní 2023 10:23