Bein útsending: Jarðgöng – og hvað svo? Atli Ísleifsson skrifar 18. janúar 2024 08:31 Á fundinum verður fjallað um rekstur og þjónustu í jarðgöngum á Íslandi og hvernig sé staðið að vöktun þeirra. Vísir/Vilhelm Vegagerðin stendur fyrir morgunfundi klukkan 9 í dag þar sem fjallað verður um rekstur og þjónustu í jarðgöngum á Íslandi og hvernig er staðið að vöktun þeirra. Einnig verður farið yfir hvernig brugðist er við þegar eldur kviknar í bíl í jarðgöngum en slíkt atvik átti sér stað í Hvalfjarðargöngum síðla árs 2023. Um fundinn segir að á hugi fólks á byggingu jarðganga sé mikill, enda stytti þau vegalengdir og tengi samfélög, en færri viti hvað felst í því að viðhalda og reka göng svo þau virki best fyrir þá umferð sem um þau fara. Hægt verður að fylgjast með fundinum beinu streymi að neðan. „Tækjabúnaður í jarðgöngum er til að mynda æði mikill. Til dæmis eru þar fjölmargar myndavélar sem vaktstöð Vegagerðarinnar notar til að vakta alla króka og kima ganganna. Þar má einnig finna yfir tug mismunandi skilta, ljósabúnað af ýmsu tagi, neyðarsíma, slökkvitæki og margar ólíkar tegundir af nemum sem mæla meðal annars veghita, lofthita, mengun og umferðarþunga. Þá má nefna rafdreifikerfi, ljósleiðarakerfi, fjarskiptakerfi, vöktunarkerfi, lokunarbúnað og loftræstikerfi með öflugum blásurum. Brunavarnir eru afar mikilvægar í jarðgöngum. Á fundinum verður farið yfir atvik sem varð í Hvalfjarðargöngum í haust þegar kviknaði í bíl, hvernig var brugðist við og almennt hvað vegfarendur þurfa að hafa í huga við slíkar aðstæður. Loks verður sagt frá hlutverki vaktstöðva Vegagerðarinnar í vöktun á jarðgöngum landsins og frumsýnt stutt myndband þar sem farið er yfir það hvað gerist ef bíll bilar í Hvalfjarðargöngum en slíkt gerist nánast daglega,“ segir í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Dagskrá fundarins: Opnun fundar. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar. Hvað gerist þegar eldur kviknar í bíl? Valgarður Guðmundsson, sérfræðingur á Suðursvæði Vegagerðarinnar. Búnaður í jarðgöngum og umfang rekstrar. Hávarður Finnbogason, sérfræðingur á tækjabúnaðardeild, og Steinþór Björnsson, verkefnastjóri jarðganga í vegaþjónustudeild. Vöktun í jarðgöngum. Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs. Myndband Vegagerðarinnar um ástæður þess að stundum þarf að loka Hvalfjarðargöngum. Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Um fundinn segir að á hugi fólks á byggingu jarðganga sé mikill, enda stytti þau vegalengdir og tengi samfélög, en færri viti hvað felst í því að viðhalda og reka göng svo þau virki best fyrir þá umferð sem um þau fara. Hægt verður að fylgjast með fundinum beinu streymi að neðan. „Tækjabúnaður í jarðgöngum er til að mynda æði mikill. Til dæmis eru þar fjölmargar myndavélar sem vaktstöð Vegagerðarinnar notar til að vakta alla króka og kima ganganna. Þar má einnig finna yfir tug mismunandi skilta, ljósabúnað af ýmsu tagi, neyðarsíma, slökkvitæki og margar ólíkar tegundir af nemum sem mæla meðal annars veghita, lofthita, mengun og umferðarþunga. Þá má nefna rafdreifikerfi, ljósleiðarakerfi, fjarskiptakerfi, vöktunarkerfi, lokunarbúnað og loftræstikerfi með öflugum blásurum. Brunavarnir eru afar mikilvægar í jarðgöngum. Á fundinum verður farið yfir atvik sem varð í Hvalfjarðargöngum í haust þegar kviknaði í bíl, hvernig var brugðist við og almennt hvað vegfarendur þurfa að hafa í huga við slíkar aðstæður. Loks verður sagt frá hlutverki vaktstöðva Vegagerðarinnar í vöktun á jarðgöngum landsins og frumsýnt stutt myndband þar sem farið er yfir það hvað gerist ef bíll bilar í Hvalfjarðargöngum en slíkt gerist nánast daglega,“ segir í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Dagskrá fundarins: Opnun fundar. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar. Hvað gerist þegar eldur kviknar í bíl? Valgarður Guðmundsson, sérfræðingur á Suðursvæði Vegagerðarinnar. Búnaður í jarðgöngum og umfang rekstrar. Hávarður Finnbogason, sérfræðingur á tækjabúnaðardeild, og Steinþór Björnsson, verkefnastjóri jarðganga í vegaþjónustudeild. Vöktun í jarðgöngum. Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs. Myndband Vegagerðarinnar um ástæður þess að stundum þarf að loka Hvalfjarðargöngum.
Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira