Ölvaður og undir áhrifum fíkniefna þegar hann lést Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. janúar 2024 14:46 Slysið varð á gatnamótum Grettisgötu og Barónsstíg í nóvember 2022. Vísir/Mariam Meginorsök banaslyss á gatnamótum Grettisgötu og Barónsstíg í miðborg Reykjavíkur þann 19. nóvember 2022 þar sem ökumaður rafhlaupahjóls lést í árekstri við rútu var sú að viðkomandi var ofurölvi og auk þess undir miklum áhrifum fíkniefna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið. Aðrar orsakir eru raktar til þess að rafhlaupahjólinu var ekið gegn einstefnu á akbraut inn á gatnamót, auk þess sem hemlar hjólsins voru í slæmu ástandi og hjólbarðar sléttir. Ekki mögulegt að áætla hraða hjólsins Slysið var tilkynnt til lögreglu klukkan 20:02 þetta kvöld. Var farþegum rútunnar veitt áfallahjálp í kjölfarið en engin slys urðu á farþegum. Fram kemur í skýrslunni að rútan hafi verið komin inn á gatnamótin þegar árekstur varð og ökumaður rafhlaupahjólsins lenti á aftari aftur hjólbörðum hennar. Hann lést samstundis. Yfirlitsmynd af akstursstefnu rútunnar og rafhlaupahjólsins. Ákomustaður á rútunni var á aftara afturhjóli. RNSA Þá segir einnig að ekki hafi verið mögulegt að áætla hraða rafhlaupahjólsins þegar slysið varð. Rútunni var samkvæmt ökurita sennilega ekið á um 24 kílómetra hraða þegar slysið varð. Maðurinn sem lést var á rafhlaupahjóli af gerðinni MI Electric Scooter Pro 2. Samkvæmt upplýsingum framleiðenda er mögulegur hámrkshraði þess 25 kílómetrar á klukkustund og eigin þyngd 14,2 kíló. Standari brotnaði af hjólinu í slysinu og voru nýleg slitför á hliðinni á standpalli. Hjólbarðar voru slitnir og mynstu þeirra á slitflötum afmáð. Hemlabúnaður veitti litla hemlun Í tæknirannsókn kom í ljós að hemlabúnaður á afturhjóli veitti mjög litla hemlun. Slík hjól hafa þrjár hraðastillingar og reyndist hjólið við athugun á slysstað vera stillt á hröðustu stillingu, svokallaða Sport stillingu. Mældist hraði þess mestur 34 kílómetrar á klukkustund þegar því var haldið á lofti án mótstöðu. Í tæknirannsókn var hámarkshraði prófaður með sérhæfðum hraðamælingabúnaði og reyndist hann vera 28,2 kílómetrar á klukkustund. Rafhlaupahjólið á slysstað.RNSA Reyndist ökumaðurinn hafa verið ofurölvi og óhæfur til að stjórna rafhlaupahjólinu vegna áfengisáhrifa. Styrkur áfengis í blóði samræmdist verulegri ölvun með áhrifum á samhæfingu, hugsun og dómgreind. Maðurinn var einnig undir miklum áhrifum fíkniefnis. Þá var hjólinu ekið á akbraut, sem var óheimilt, á móti einstefnu inn á gatnamót þar sem þverakbraut hafði forgang. Náði ökumaður hjólsins ekki að stöðva það, þar sem hemlar þess voru í slæmu ástandi og hjólbarðar sléttir. Samgönguslys Reykjavík Banaslys á Barónsstíg Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið. Aðrar orsakir eru raktar til þess að rafhlaupahjólinu var ekið gegn einstefnu á akbraut inn á gatnamót, auk þess sem hemlar hjólsins voru í slæmu ástandi og hjólbarðar sléttir. Ekki mögulegt að áætla hraða hjólsins Slysið var tilkynnt til lögreglu klukkan 20:02 þetta kvöld. Var farþegum rútunnar veitt áfallahjálp í kjölfarið en engin slys urðu á farþegum. Fram kemur í skýrslunni að rútan hafi verið komin inn á gatnamótin þegar árekstur varð og ökumaður rafhlaupahjólsins lenti á aftari aftur hjólbörðum hennar. Hann lést samstundis. Yfirlitsmynd af akstursstefnu rútunnar og rafhlaupahjólsins. Ákomustaður á rútunni var á aftara afturhjóli. RNSA Þá segir einnig að ekki hafi verið mögulegt að áætla hraða rafhlaupahjólsins þegar slysið varð. Rútunni var samkvæmt ökurita sennilega ekið á um 24 kílómetra hraða þegar slysið varð. Maðurinn sem lést var á rafhlaupahjóli af gerðinni MI Electric Scooter Pro 2. Samkvæmt upplýsingum framleiðenda er mögulegur hámrkshraði þess 25 kílómetrar á klukkustund og eigin þyngd 14,2 kíló. Standari brotnaði af hjólinu í slysinu og voru nýleg slitför á hliðinni á standpalli. Hjólbarðar voru slitnir og mynstu þeirra á slitflötum afmáð. Hemlabúnaður veitti litla hemlun Í tæknirannsókn kom í ljós að hemlabúnaður á afturhjóli veitti mjög litla hemlun. Slík hjól hafa þrjár hraðastillingar og reyndist hjólið við athugun á slysstað vera stillt á hröðustu stillingu, svokallaða Sport stillingu. Mældist hraði þess mestur 34 kílómetrar á klukkustund þegar því var haldið á lofti án mótstöðu. Í tæknirannsókn var hámarkshraði prófaður með sérhæfðum hraðamælingabúnaði og reyndist hann vera 28,2 kílómetrar á klukkustund. Rafhlaupahjólið á slysstað.RNSA Reyndist ökumaðurinn hafa verið ofurölvi og óhæfur til að stjórna rafhlaupahjólinu vegna áfengisáhrifa. Styrkur áfengis í blóði samræmdist verulegri ölvun með áhrifum á samhæfingu, hugsun og dómgreind. Maðurinn var einnig undir miklum áhrifum fíkniefnis. Þá var hjólinu ekið á akbraut, sem var óheimilt, á móti einstefnu inn á gatnamót þar sem þverakbraut hafði forgang. Náði ökumaður hjólsins ekki að stöðva það, þar sem hemlar þess voru í slæmu ástandi og hjólbarðar sléttir.
Samgönguslys Reykjavík Banaslys á Barónsstíg Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira