„Enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. janúar 2024 00:27 Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri tók við undirskriftum tónlistarfólks í dag. vísir Það verður enginn íslenskur tónlistarmaður þvingaður til þátttöku í Eurovision. Þetta sagði útvarpsstjóri eftir mótmæli tónlistarfólks við Ríkisútvarpið í dag. Minnst 550 tónlistarmenn vilja að RÚV beiti sér fyrir því að Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni ellegar dragi Íslendingar sig úr henni. Í morgun var greint frá því að EBU, skipuleggjendur Eurovision ætli ekki að meina Ísrael þátttöku í keppninni sem fram fer í Malmö í ár. Páll Óskar Hjálmtýsson, Margrét Kristín Blöndal og Daníel Ágúst Haraldsson voru á meðal viðstaddra.sigurjón ólason Íslenskt tónlistarfólk kom saman í dag fyrir utan Ríkisútvarpið í þeim tilgangi að afhenda útvarpsstjóra undirskriftalista til að mótmæla þátttöku Ísraels í keppninni. „RÚV hefur völdin til að þrýsta á stjórn EBU um að vísa Ísrael úr keppni og RÚV getur dregið Ísland úr keppni ef svo verður ekki,“ sagði Daníel Ágúst Haraldsson, tónlistarmaður fyrir hönd þeirra tónlistarmanna sem skrifuðu undir áskorunina. Lovísa Elísabet segir að um 550 tónlistarmenn hafi skrifað undir listann þegar útvarpsstjóri tók við honum. Í kvöld fékk fréttastofa sendan listann, en á honum má finna nöfn margra landsþekktra tónlistarmanna. Bragi Valdimar Skúlason, Ragnheiður Gröndal, Hafdís Huld Þrastardóttir, Jón Ólafson, Unnur Eggertsdóttir, Snorri Helgason, Biggi Veira, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Una Torfadóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Svavar Knútur, Steiney Skúladóttir, Vigdís Hafliðadóttir, Króli, Júlí Heiðar Halldórsson, Sigríður Thorlacius, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, GDRN, Salka Sól Eyfeld, Jón Þór Birgisson, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Elísabet Ormslev, Erpur Þórólfur Eyvindarson, Mugison ,Páll Óskar Hjálmtýsson, og Bríet Ísis Elfar eru til að mynda á listanum. Um 550 höfðu skrifað undir listann þegar hann var afhentur útvarpsstjóra en Lovísa Elísabet segir að enn bæti í undirskriftir.sigurjón ólason Daníel Ágúst segist hafa skrifað undir listann því hann hafi andstyggð á stríðsrekstri Ísraelsmanna. „Og þessi listi ber vott um það hve vel íslenskt tónlistarfólk stendur í lappirnar,“ segir Margrét Kristín Blöndal, tónlistarkona. Útvarpsstjóri segir það hafa áhrif á stöðu mála að heyra afstöðu fólks í þessum efnum. „En það er ekki Ríkisútvarpið sem tekur ákvörðun um það hverjir taka þátt í Eurovision,“ sagði Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri. Stefán Eiríksson segir allt of snemmt að segja til um hvort Ísland dragi þátttöku sína úr keppninni.RÚV En þeirra afstaða er sú að með því að draga Ísland úr keppni þá sé verið að skapa þrýsting? „Já það er alveg örugglega rétt að það skapar ákveðinn þrýsting. Við komum þessum upplýsingum um afstöðu okkar tónlistarfólks að sjálfsögðu á framfæri við EBU.“ Auk þess sem málið verði rætt á vettvangi Norðurlandanna. Allt of snemmt sé að segja til um hvort Ísland dragi þátttöku sína úr keppninni. „En það verður enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision, það segir sig sjálft.“ Stefnt verði að því að halda söngvakeppni sjónvarpsins. „Þetta er gríðarlega mikilvægur vettvangur fyrir íslenskt tónlistarfólk. Við stefnum að sjálfsögðu að því að halda okkar söngvakeppni. Hvað sem síðan gerist eftir það, kemur bara í ljós.“ Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Fjölmiðlar Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Gerður ráðin sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira
Í morgun var greint frá því að EBU, skipuleggjendur Eurovision ætli ekki að meina Ísrael þátttöku í keppninni sem fram fer í Malmö í ár. Páll Óskar Hjálmtýsson, Margrét Kristín Blöndal og Daníel Ágúst Haraldsson voru á meðal viðstaddra.sigurjón ólason Íslenskt tónlistarfólk kom saman í dag fyrir utan Ríkisútvarpið í þeim tilgangi að afhenda útvarpsstjóra undirskriftalista til að mótmæla þátttöku Ísraels í keppninni. „RÚV hefur völdin til að þrýsta á stjórn EBU um að vísa Ísrael úr keppni og RÚV getur dregið Ísland úr keppni ef svo verður ekki,“ sagði Daníel Ágúst Haraldsson, tónlistarmaður fyrir hönd þeirra tónlistarmanna sem skrifuðu undir áskorunina. Lovísa Elísabet segir að um 550 tónlistarmenn hafi skrifað undir listann þegar útvarpsstjóri tók við honum. Í kvöld fékk fréttastofa sendan listann, en á honum má finna nöfn margra landsþekktra tónlistarmanna. Bragi Valdimar Skúlason, Ragnheiður Gröndal, Hafdís Huld Þrastardóttir, Jón Ólafson, Unnur Eggertsdóttir, Snorri Helgason, Biggi Veira, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Una Torfadóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Svavar Knútur, Steiney Skúladóttir, Vigdís Hafliðadóttir, Króli, Júlí Heiðar Halldórsson, Sigríður Thorlacius, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, GDRN, Salka Sól Eyfeld, Jón Þór Birgisson, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Elísabet Ormslev, Erpur Þórólfur Eyvindarson, Mugison ,Páll Óskar Hjálmtýsson, og Bríet Ísis Elfar eru til að mynda á listanum. Um 550 höfðu skrifað undir listann þegar hann var afhentur útvarpsstjóra en Lovísa Elísabet segir að enn bæti í undirskriftir.sigurjón ólason Daníel Ágúst segist hafa skrifað undir listann því hann hafi andstyggð á stríðsrekstri Ísraelsmanna. „Og þessi listi ber vott um það hve vel íslenskt tónlistarfólk stendur í lappirnar,“ segir Margrét Kristín Blöndal, tónlistarkona. Útvarpsstjóri segir það hafa áhrif á stöðu mála að heyra afstöðu fólks í þessum efnum. „En það er ekki Ríkisútvarpið sem tekur ákvörðun um það hverjir taka þátt í Eurovision,“ sagði Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri. Stefán Eiríksson segir allt of snemmt að segja til um hvort Ísland dragi þátttöku sína úr keppninni.RÚV En þeirra afstaða er sú að með því að draga Ísland úr keppni þá sé verið að skapa þrýsting? „Já það er alveg örugglega rétt að það skapar ákveðinn þrýsting. Við komum þessum upplýsingum um afstöðu okkar tónlistarfólks að sjálfsögðu á framfæri við EBU.“ Auk þess sem málið verði rætt á vettvangi Norðurlandanna. Allt of snemmt sé að segja til um hvort Ísland dragi þátttöku sína úr keppninni. „En það verður enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision, það segir sig sjálft.“ Stefnt verði að því að halda söngvakeppni sjónvarpsins. „Þetta er gríðarlega mikilvægur vettvangur fyrir íslenskt tónlistarfólk. Við stefnum að sjálfsögðu að því að halda okkar söngvakeppni. Hvað sem síðan gerist eftir það, kemur bara í ljós.“
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Fjölmiðlar Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Gerður ráðin sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira