Förum varlega í umferðinni Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 19. janúar 2024 07:00 Nýtt ár er hafið og þótt við horfum mörg tilhlökkunaraugum til bjartari tíma þá erum við vön að þreyja þorrann. Því miður hafa áföll dunið yfir nú í upphafi árs og er nærtækast að minnast á eldsumbrotin í og við Grindavík. Umferðin hefur líka tekið sinn toll. Það sem af er ári hafa fimm látist í umferðinni á ellefu daga tímabili. Aldrei hafa fleiri látist í umferðinni á fyrstu dögum ársins frá því skráning hófst. Kapp er best með forsjá Færð á vegum getur verið erfið á þessum árstíma og víða um land er mikil hálka. Þegar búast má við slæmum akstursskilyrðum og samgöngutruflunum er mikilvægt að gefa sér góðan tíma í að hreinsa snjó af ökutækjum, skafa rúður og gæta þess að vera með öll ljós kveikt á bílnum. Gott er að leggja af stað fyrr eða jafnvel síðar en venjulega (eftir því sem hentar) til að losna við tafir og létta á umferðinni. Einnig er skynsamlegt að vera vel búin, klæða sig vel og hafa hjálpartæki á borð við skóflu og sköfu við höndina. Mikilvægt er að stilla hraðanum í hóf, halda öruggri fjarlægð milli ökutækja og keyra eftir aðstæðum. Fær í flestan sjó Tryggja þarf að ökutæki séu í góðu ástandi og hjólbarðar í lagi. Nauðsynlegt er að vera á góðum dekkjum, ekki síst þegar Vetur konungur lætur til sín taka. Gæta þarf að þrýstingi í dekkjum en hann getur snarlækkað þegar kalt er í veðri. Akstur án rétts þrýstings getur dregið úr öryggi í akstri, sérstaklega í blautu veðri eða hálku. Skoða þarf hjólbarða reglulega og athuga hvort mynstursdýpt sé næg, slit sé jafnt á dekkjum og ástand hjólbarðans almennt í lagi. Vetrarakstur getur verið afar krefjandi og akstursskilyrði geta breyst hratt. Því er mikilvægt að allur akstursbúnaður virki vel þegar á reynir. Safetravel appið Veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt og aðstæður á vegum geta breyst hratt. Í Safetravel appinu færðu upplýsingar um færð og ástand vega í rauntíma, bæði á íslensku og ensku. Tilvalið er að benda erlendum ferðamönnum sem sækja okkur heim á appið. Einnig er hægt að fá tilkynningar og viðvaranir í gegnum textaskilaboð á ferðalögum um landið með því að skrá sig á safetravel.is. Appið gerir þér kleift að senda GPS staðsetningu þína til 112 ef þú ert í gönguferð í óbyggðum og eitthvað kemur upp á. Það einfaldar björgunarleit og flýtir fyrir. Auðvelt er að sækja appið ýmist á Google Play eða App Store og hlaða því niður. Megum ekki sofna á verðinum Þrátt fyrir að banaslysum hafi fækkað umtalsvert á síðustu áratugum þá eru atburðir síðastliðinna daga áminning um að við megum ekki sofna á verðinum. Fjármagnaðar umferðaröryggisáætlanir sem hluti af fjögurra ára samgönguáætlun hafa haft jákvæð áhrif í þá veru að fækka slysum en umferðin er samvinnuverkefni þar sem við þurfum öll að vera vakandi. Förum varlega í umferðinni, sýnum tillitssemi gagnvart öðrum vegfarendum og gefum okkur frekar nokkrar aukasekúndur til að meta aðstæður frekar en að taka sénsinn. Þær geta skipt sköpum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Samgöngur Samgönguslys Slysavarnir Mest lesið Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Nýtt ár er hafið og þótt við horfum mörg tilhlökkunaraugum til bjartari tíma þá erum við vön að þreyja þorrann. Því miður hafa áföll dunið yfir nú í upphafi árs og er nærtækast að minnast á eldsumbrotin í og við Grindavík. Umferðin hefur líka tekið sinn toll. Það sem af er ári hafa fimm látist í umferðinni á ellefu daga tímabili. Aldrei hafa fleiri látist í umferðinni á fyrstu dögum ársins frá því skráning hófst. Kapp er best með forsjá Færð á vegum getur verið erfið á þessum árstíma og víða um land er mikil hálka. Þegar búast má við slæmum akstursskilyrðum og samgöngutruflunum er mikilvægt að gefa sér góðan tíma í að hreinsa snjó af ökutækjum, skafa rúður og gæta þess að vera með öll ljós kveikt á bílnum. Gott er að leggja af stað fyrr eða jafnvel síðar en venjulega (eftir því sem hentar) til að losna við tafir og létta á umferðinni. Einnig er skynsamlegt að vera vel búin, klæða sig vel og hafa hjálpartæki á borð við skóflu og sköfu við höndina. Mikilvægt er að stilla hraðanum í hóf, halda öruggri fjarlægð milli ökutækja og keyra eftir aðstæðum. Fær í flestan sjó Tryggja þarf að ökutæki séu í góðu ástandi og hjólbarðar í lagi. Nauðsynlegt er að vera á góðum dekkjum, ekki síst þegar Vetur konungur lætur til sín taka. Gæta þarf að þrýstingi í dekkjum en hann getur snarlækkað þegar kalt er í veðri. Akstur án rétts þrýstings getur dregið úr öryggi í akstri, sérstaklega í blautu veðri eða hálku. Skoða þarf hjólbarða reglulega og athuga hvort mynstursdýpt sé næg, slit sé jafnt á dekkjum og ástand hjólbarðans almennt í lagi. Vetrarakstur getur verið afar krefjandi og akstursskilyrði geta breyst hratt. Því er mikilvægt að allur akstursbúnaður virki vel þegar á reynir. Safetravel appið Veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt og aðstæður á vegum geta breyst hratt. Í Safetravel appinu færðu upplýsingar um færð og ástand vega í rauntíma, bæði á íslensku og ensku. Tilvalið er að benda erlendum ferðamönnum sem sækja okkur heim á appið. Einnig er hægt að fá tilkynningar og viðvaranir í gegnum textaskilaboð á ferðalögum um landið með því að skrá sig á safetravel.is. Appið gerir þér kleift að senda GPS staðsetningu þína til 112 ef þú ert í gönguferð í óbyggðum og eitthvað kemur upp á. Það einfaldar björgunarleit og flýtir fyrir. Auðvelt er að sækja appið ýmist á Google Play eða App Store og hlaða því niður. Megum ekki sofna á verðinum Þrátt fyrir að banaslysum hafi fækkað umtalsvert á síðustu áratugum þá eru atburðir síðastliðinna daga áminning um að við megum ekki sofna á verðinum. Fjármagnaðar umferðaröryggisáætlanir sem hluti af fjögurra ára samgönguáætlun hafa haft jákvæð áhrif í þá veru að fækka slysum en umferðin er samvinnuverkefni þar sem við þurfum öll að vera vakandi. Förum varlega í umferðinni, sýnum tillitssemi gagnvart öðrum vegfarendum og gefum okkur frekar nokkrar aukasekúndur til að meta aðstæður frekar en að taka sénsinn. Þær geta skipt sköpum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar