Umfjöllun: Valur - Grindavík 49-61 | Grindavík í undanúrslitin Dagur Lárusson skrifar 20. janúar 2024 16:46 Danielle Rodriguez var með ellefu stig í leiknum. Vísir/Vilhelm Grindavík er komið í undanúrslit í VÍS bikarnum eftir sigur á Val í átta liða úrslitunum í kvöld. Valskonur höfðu betur gegn Breiðablik í sextán liða úrslitunum á meðan ÍR gaf leik sinn gegn Grindavík sem fór því áfram í átta liða úrslitin án þess að spila. Valskonur komust yfir í stöðunni 5-2 í fyrsta leikhluta en eftir það var forystan hjá gestunum í fyrri hálfleiknum. Eva Braslis fór fyrir liði Grindvíkinga og var með tíu stig, tvær stoðsendingar og tvö fráköst eftir fyrsta leikhluta en þá var staðan 12-18. Sex stiga forysta Grindavíkur hélst jafnt og þétt fyrstu mínúturnar í öðrum leikhluta en undir lokin varð forystan stærri og fóru gestirnir með ellefu stiga forystu í hálfleikinn. Staðan var 26-37 í hálfleiknum. Eva Braslis var stigahæst eftir fyrri hálfleikinn með tólf stig en Ásta Júlía Grímsdóttir var stigahæst hinum megin með sjö stig. Það sama var uppi á teningnum í þriðja leikhluta en Valskonur náðu aðeins að minnka forskot gestanna niður tíu stig áður en leikhlutinn var allur. Staðan 38-48 þegar fjórði leikhlutinn tók við. Lítið breyttist í fjórða leikhlutanum en í hvert skipti þar sem það leit út fyrir að Valskonur væru að fara á flug þá náðu gestirnir að stöðva það áhlaup. Grindavík vann því leikinn að lokum með tólf stigum, 49-61. Af hverju vann Grindavík? Það virkaði eins og gestirnir í Grindavík vildu þetta meira. Það var meiri barátta í þeirra liði og leikmenn eins og Eva Braslis átt og Sara Mortensen áttu frábæran leik. Hverjir stóðu upp úr? Eva Braslis fór fyrir liði Grindavíkur alveg frá því í byrjun leiksins. Hún endaði leikinn með tuttugu stig, níu fráköst og tvær stoðsendingar. Sarah Mortensen fór einnig mikinn en hún var með tólf stig og fimmtán fráköst. Hvað fór illa? Hvorugt liðið var að gera rosalega vel hvað varðar stigasöfnun en 49 stig á heimavelli er einfaldlega ekki boðlegt. Stigahæst hjá Val var Ásta Júlía með aðeins þrettán stig. Hvað gerist næst? Grindavík fer áfram í undanúrslitin á meðan Valur situr eftir með sárt ennið. VÍS-bikarinn Valur UMF Grindavík
Grindavík er komið í undanúrslit í VÍS bikarnum eftir sigur á Val í átta liða úrslitunum í kvöld. Valskonur höfðu betur gegn Breiðablik í sextán liða úrslitunum á meðan ÍR gaf leik sinn gegn Grindavík sem fór því áfram í átta liða úrslitin án þess að spila. Valskonur komust yfir í stöðunni 5-2 í fyrsta leikhluta en eftir það var forystan hjá gestunum í fyrri hálfleiknum. Eva Braslis fór fyrir liði Grindvíkinga og var með tíu stig, tvær stoðsendingar og tvö fráköst eftir fyrsta leikhluta en þá var staðan 12-18. Sex stiga forysta Grindavíkur hélst jafnt og þétt fyrstu mínúturnar í öðrum leikhluta en undir lokin varð forystan stærri og fóru gestirnir með ellefu stiga forystu í hálfleikinn. Staðan var 26-37 í hálfleiknum. Eva Braslis var stigahæst eftir fyrri hálfleikinn með tólf stig en Ásta Júlía Grímsdóttir var stigahæst hinum megin með sjö stig. Það sama var uppi á teningnum í þriðja leikhluta en Valskonur náðu aðeins að minnka forskot gestanna niður tíu stig áður en leikhlutinn var allur. Staðan 38-48 þegar fjórði leikhlutinn tók við. Lítið breyttist í fjórða leikhlutanum en í hvert skipti þar sem það leit út fyrir að Valskonur væru að fara á flug þá náðu gestirnir að stöðva það áhlaup. Grindavík vann því leikinn að lokum með tólf stigum, 49-61. Af hverju vann Grindavík? Það virkaði eins og gestirnir í Grindavík vildu þetta meira. Það var meiri barátta í þeirra liði og leikmenn eins og Eva Braslis átt og Sara Mortensen áttu frábæran leik. Hverjir stóðu upp úr? Eva Braslis fór fyrir liði Grindavíkur alveg frá því í byrjun leiksins. Hún endaði leikinn með tuttugu stig, níu fráköst og tvær stoðsendingar. Sarah Mortensen fór einnig mikinn en hún var með tólf stig og fimmtán fráköst. Hvað fór illa? Hvorugt liðið var að gera rosalega vel hvað varðar stigasöfnun en 49 stig á heimavelli er einfaldlega ekki boðlegt. Stigahæst hjá Val var Ásta Júlía með aðeins þrettán stig. Hvað gerist næst? Grindavík fer áfram í undanúrslitin á meðan Valur situr eftir með sárt ennið.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum