Giannis og Lillard í stuði í sigri Milwaukee Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. janúar 2024 09:31 Giannis Antetokounmpo og Damian Lillard voru potturinn og pannan í sóknarleik Milwaukee Bucks í nótt, eins og svo oft áður. Gregory Shamus/Getty Images Milwaukee Bucks lenti óvænt í nokkrum vandræðum með slakasta lið NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt, Detroit Pistons. Damian Lillard og Giannis Antetokounmpo sáu þó til þess að liðið vann sex stiga sigur, 135-141. Jafnræði ríkti með liðunum stærstan hluta leiksins, en fimm sinnum var jafnt og fimm sinnum skiptust liðin á forystunni. Það voru svo heimamenn í Detroit Pistons sem leiddu með fjórum stigum að loknum fyrsta leikhluta, 38-34, en gestirnir höfðu þó nauma forystu þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja, staðan 67-70. Áfram var nokkuð jafnt á öllum tölum í síðari hálfleik og varð munurinn á liðunum aldrei meiri en ellefu stig. Gestirnir frá Milwaukee juku forskot sitt lítillega í þriðja leikhluta áður en þeir héldu út í lokaleikhlutanum og unnu að lokum sex stiga sigur 135-141. Damian Lillard var potturinn og pannan í sóknarleik Milwaukee-liðsins með 45 stig og ellefu stoðsendingar, ásamt því að taka sex fráköst. Giannis Antetokounmpo kom þar á eftir með 31 stig og tíu fráköst. Í liði Detroit Pistons var Alec Burks atkvæðamestur með 33 stig af bekknum. Milwaukee Bucks situr í öðru sæti Austurdeildar NBA-deildarinnar með 29 sigra og 13 töp, en Detroit Pistons situr sem fastast á botninum með fjóra sigra og heil 38 töp. 🏀 SATURDAY'S FINAL SCORES 🏀Dame becomes the first @Bucks player ever with 40+ PTS, 10+ AST and 5+ 3PM as they win in Detroit!Giannis: 31 PTS, 10 REB, 9 ASTBrook Lopez: 19 PTS, 10 REB, 3 BLKAlec Burks: 33 PTSAusar Thompson: 22 PTS (career high) pic.twitter.com/isYD0jop5c— NBA (@NBA) January 20, 2024 Úrslit næturinnar Milwaukee Bucks 141-135 Detroit Pistons San Antonio Spurs131-127 Washington Wizards Philadelphia 76ers 97-89 Charlotte Hornets Toronto Raptors 100-126 New York Knicks Cleveland Cavaliers 116-95 Atlanta Hawks Oklahoma City Thunder 102-97 Minnesota Timberwolves Utah Jazz 126-127 Houston Rockets Memphis Grizzlies 96-125 Chicago Bulls NBA Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Jafnræði ríkti með liðunum stærstan hluta leiksins, en fimm sinnum var jafnt og fimm sinnum skiptust liðin á forystunni. Það voru svo heimamenn í Detroit Pistons sem leiddu með fjórum stigum að loknum fyrsta leikhluta, 38-34, en gestirnir höfðu þó nauma forystu þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja, staðan 67-70. Áfram var nokkuð jafnt á öllum tölum í síðari hálfleik og varð munurinn á liðunum aldrei meiri en ellefu stig. Gestirnir frá Milwaukee juku forskot sitt lítillega í þriðja leikhluta áður en þeir héldu út í lokaleikhlutanum og unnu að lokum sex stiga sigur 135-141. Damian Lillard var potturinn og pannan í sóknarleik Milwaukee-liðsins með 45 stig og ellefu stoðsendingar, ásamt því að taka sex fráköst. Giannis Antetokounmpo kom þar á eftir með 31 stig og tíu fráköst. Í liði Detroit Pistons var Alec Burks atkvæðamestur með 33 stig af bekknum. Milwaukee Bucks situr í öðru sæti Austurdeildar NBA-deildarinnar með 29 sigra og 13 töp, en Detroit Pistons situr sem fastast á botninum með fjóra sigra og heil 38 töp. 🏀 SATURDAY'S FINAL SCORES 🏀Dame becomes the first @Bucks player ever with 40+ PTS, 10+ AST and 5+ 3PM as they win in Detroit!Giannis: 31 PTS, 10 REB, 9 ASTBrook Lopez: 19 PTS, 10 REB, 3 BLKAlec Burks: 33 PTSAusar Thompson: 22 PTS (career high) pic.twitter.com/isYD0jop5c— NBA (@NBA) January 20, 2024 Úrslit næturinnar Milwaukee Bucks 141-135 Detroit Pistons San Antonio Spurs131-127 Washington Wizards Philadelphia 76ers 97-89 Charlotte Hornets Toronto Raptors 100-126 New York Knicks Cleveland Cavaliers 116-95 Atlanta Hawks Oklahoma City Thunder 102-97 Minnesota Timberwolves Utah Jazz 126-127 Houston Rockets Memphis Grizzlies 96-125 Chicago Bulls
Milwaukee Bucks 141-135 Detroit Pistons San Antonio Spurs131-127 Washington Wizards Philadelphia 76ers 97-89 Charlotte Hornets Toronto Raptors 100-126 New York Knicks Cleveland Cavaliers 116-95 Atlanta Hawks Oklahoma City Thunder 102-97 Minnesota Timberwolves Utah Jazz 126-127 Houston Rockets Memphis Grizzlies 96-125 Chicago Bulls
NBA Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum