Lögreglan sé almennt mjög heppin með stjórnendur og starfið gangi vel Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 22. janúar 2024 09:00 Þetta er haft eftir Höllu Bergþóru lögreglustjóra á Höfuðborgarsvæðinu eftir að yfirmaður innan lögreglunnar var færður til í starfi eftir að hann gerðist uppvís að því að hafa ítrekað beitt samstarfskonu sína ofbeldi. Niðurstaða fagráðs ríkislögreglustjóra segir að í 10 af 12 liðum í kvörtun á hendur manninum séu flokkaðar sem ofbeldi og að umsögn hafi verið send lögreglustjóra sem er falið að finna viðeigandi úrræði. Eftir að lögreglumaðurinn kom úr leyfi var hann færður til í starfi og sinnir í dag meðal annars því að koma að gæðastjórnun í rannsóknum kynferðisbrota. Fagráð ríkislögreglustjóra var sett á laggirnar um mitt árið 2014 til að takast á við beina og óbeina mismunun, kynbundið áreiti, kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti innan lögreglunnar. Á seinustu tíu árum hafa 27 mál ratað á borð fagráðsins en samkvæmt skýrslu frá árinu 2018 um áskoranir og tækifæri í jafnréttisstarfi innan lögreglunnar er máluð heldur dökk mynd af menningunni sem þrífst innan þeirra stofnunar. Samkvæmt skýrslunni kemur fram að tíðni kynferðislegrar áreitni innan lögreglunnar mældist 8% og voru þolendur í langflestum tilvikum konur en 31% lögreglukvenna hafði upplifað sig sem þolendur slíks ofbeldis. Algengast var að gerendur væru karlkyns samstarfsmenn en einnig talsvert um að það væru karlkyns yfirmenn. Þegar litið er til nýlegra umfjöllunar um mál lögreglumanna sem hafa farið í tímabundið leyfi eða færðir til í starfi vegna saka um kynbundið ofbeldi eða áreitni má áætla að það hafi ekki orðið miklar breytingar í vinnumenningu innan veggja lögreglunnar. Samkvæmt skýrslunni frá 2018 var leitað skýringa á einelti og kynferðislegri áreitni innan lögreglunnar og komist var að þeirri niðurstöðu að í raun byggist menningin á því að illa sé tekið á slíkum málum innan lögreglu og að væntingar séu að þetta sé fylgifiskur þess að starfa á þessum vettvangi. Í skýrslunni er farið yfir alvarleika afleiðinga kynferðislegrar áreitni og eineltis og ástæður þess að þolendur tilkynni ekki slík mál til yfirmanna sinna. Þar kemur fram að meðal skýringa sé vantrú á að eitthvað verði gert, áreitnin ekki talin nægilega alvarleg, ótti við gerendur og tregða til að blanda yfirmönnum í málið. Sérfræðingar fagráðs hafi þá einnig bent á að mjög mikið andlegt álag fylgi því að fara í gegn um tilkynningarferlið og það fæli frá. Þessar upplýsingar eru lýsandi fyrir það hvernig þolendur í samfélaginu upplifa að tilkynna ofbeldi til lögreglunna og hvernig eiga þolendur að treysta á lögregluna sem nú sem oft áður sýnir vangetu á að takast á við slík mál innan veggja embættisins. Þolendur hafa löngum reynt að útskýra ferlið og erfiðleikana sem fylgja því að tilkynna ofbeldi en líkt og með starfsmenn lögreglunnar sjáfra þá hafa þolendur margir hverjir misst trúna á getu lögreglunnar til að vinna mál þeirra af fagmennsku. Hvernig er hægt að treysta á lögreglu sem treystir sér ekki sjálf til að takast á við sín eigin ofbeldismál ? Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Guðný S. Bjarnadóttir Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Þetta er haft eftir Höllu Bergþóru lögreglustjóra á Höfuðborgarsvæðinu eftir að yfirmaður innan lögreglunnar var færður til í starfi eftir að hann gerðist uppvís að því að hafa ítrekað beitt samstarfskonu sína ofbeldi. Niðurstaða fagráðs ríkislögreglustjóra segir að í 10 af 12 liðum í kvörtun á hendur manninum séu flokkaðar sem ofbeldi og að umsögn hafi verið send lögreglustjóra sem er falið að finna viðeigandi úrræði. Eftir að lögreglumaðurinn kom úr leyfi var hann færður til í starfi og sinnir í dag meðal annars því að koma að gæðastjórnun í rannsóknum kynferðisbrota. Fagráð ríkislögreglustjóra var sett á laggirnar um mitt árið 2014 til að takast á við beina og óbeina mismunun, kynbundið áreiti, kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti innan lögreglunnar. Á seinustu tíu árum hafa 27 mál ratað á borð fagráðsins en samkvæmt skýrslu frá árinu 2018 um áskoranir og tækifæri í jafnréttisstarfi innan lögreglunnar er máluð heldur dökk mynd af menningunni sem þrífst innan þeirra stofnunar. Samkvæmt skýrslunni kemur fram að tíðni kynferðislegrar áreitni innan lögreglunnar mældist 8% og voru þolendur í langflestum tilvikum konur en 31% lögreglukvenna hafði upplifað sig sem þolendur slíks ofbeldis. Algengast var að gerendur væru karlkyns samstarfsmenn en einnig talsvert um að það væru karlkyns yfirmenn. Þegar litið er til nýlegra umfjöllunar um mál lögreglumanna sem hafa farið í tímabundið leyfi eða færðir til í starfi vegna saka um kynbundið ofbeldi eða áreitni má áætla að það hafi ekki orðið miklar breytingar í vinnumenningu innan veggja lögreglunnar. Samkvæmt skýrslunni frá 2018 var leitað skýringa á einelti og kynferðislegri áreitni innan lögreglunnar og komist var að þeirri niðurstöðu að í raun byggist menningin á því að illa sé tekið á slíkum málum innan lögreglu og að væntingar séu að þetta sé fylgifiskur þess að starfa á þessum vettvangi. Í skýrslunni er farið yfir alvarleika afleiðinga kynferðislegrar áreitni og eineltis og ástæður þess að þolendur tilkynni ekki slík mál til yfirmanna sinna. Þar kemur fram að meðal skýringa sé vantrú á að eitthvað verði gert, áreitnin ekki talin nægilega alvarleg, ótti við gerendur og tregða til að blanda yfirmönnum í málið. Sérfræðingar fagráðs hafi þá einnig bent á að mjög mikið andlegt álag fylgi því að fara í gegn um tilkynningarferlið og það fæli frá. Þessar upplýsingar eru lýsandi fyrir það hvernig þolendur í samfélaginu upplifa að tilkynna ofbeldi til lögreglunna og hvernig eiga þolendur að treysta á lögregluna sem nú sem oft áður sýnir vangetu á að takast á við slík mál innan veggja embættisins. Þolendur hafa löngum reynt að útskýra ferlið og erfiðleikana sem fylgja því að tilkynna ofbeldi en líkt og með starfsmenn lögreglunnar sjáfra þá hafa þolendur margir hverjir misst trúna á getu lögreglunnar til að vinna mál þeirra af fagmennsku. Hvernig er hægt að treysta á lögreglu sem treystir sér ekki sjálf til að takast á við sín eigin ofbeldismál ? Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun