„Ég get þetta ekki lengur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. janúar 2024 12:30 Inga er edrú í dag eftir mikla baráttu við fíkn. „Ég hringdi einn daginn í bróðir minn og spurði hvort hann gæti skutlað mér niður á spítala, ég ætlaði að reyna að koma mér inn á geðdeild. Ég er svo þakklát að mér hafi verið hleypt þar inn því þarna hugsaði ég, ég get þetta ekki lengur,“ segir Inga Hrönn Jónsdóttir en hún er tveggja barna móðir sem kom sér af götunni fyrir nokkrum árum og hefur átt gott líf síðan. Í dag berst Inga fyrir málefnum heimilislausra og vímuefnanotenda, með eigin reynslu að vopni. Í síðasta þætti af Fólk eins og við fengu áhorfendur Stöðvar 2 að kynnast hefðbundnu lífi Ingu í dag, hvernig það var á götunni, og hvað skiptir mestu máli þegar öllu er á botninn hvolft. Þættirnir Fólk eins og við eru fjögurra þátta heimildarþáttaröð um heimilisleysi á Íslandi og nýja nálgun stjórnvalda í vímuefnamálum. Á Íslandi eru nokkur hundruð manns heimilislausir. En hvers konar fólk er þetta? Í þáttunum fá áhorfendur að kynnast einni heimilislausri manneskju í hverjum þætti. Magneu, Ingu, Davíð og Ragnari. Hver af þeim á sína eigin sérstæða sögu, vonir, drauma og þrár. Í þáttunum fylgjumst við með daglegu lífi þeirra og heyrum á ýmsar skoðanir þeirra. Hvað drífur hvern og einn áfram, í ómanneskjulegri lífsbaráttu götunnar? „Þarna kom í fyrsta skipti tilhugsunin að taka til í öllum sem ég var búin að gera, bæta samskiptin við fólkið mitt og vinna að heilbrigðu lífi,“ Inga sem er edrú í dag. „Þarna vissi ég að það var bara að verða edrú eða bara deyja. Í dag er ég eiginlega bara í móðurhlutverkinu. Ég á eina tíu ára stelpu og svo var að bætast við einn strákur fyrir sex vikum, það er svona það helsta sem ég er að gera núna. Þetta gengur betur en ég þorði að vona. Ég er smá þreytt en að öðru leyti bara gott mál,“ segir Inga. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins af Fólk eins og við. Hægt er að horfa á þáttinn á Stöð 2+ eða í neðst í fréttinni. Klippa: Ég get þetta ekki lengur Bæði getað hitt dóttur sína og ekki Inga segir í þættinum frá því að í dag sé hún tveggja barna móðir. Eigi tíu ára gamla stelpu og nýfæddan dreng. Hún segir hafa gengið í gegnum margt með dóttur sinni á meðan hún hafi verið í neyslu. „Ég hef átt mjög mörg tímabil í neyslu í sambandi við dóttur mína og barnavernd og hvað ég hef fengið að gera og hvað ég hef ekki fengið að gera,“ segir Inga. „Ég hef búið á heimilinu og verið í neyslu og svo hef ég fengið að umgangast hana eitthvað á meðan ég hef verið í neyslu og svo hefur líka staðan verið þannig að hún bjó fyrir norðan og ég mátti ekki koma inn í bæjarfélagið. Þannig ég hef einhvernveginn farið allan skalann með þetta.“ Hún segist bæði hafa verið á þeim stað að það hafi verið dýrmætt fyrir hana á meðan hún var í neyslu að fá að hitta dóttur sína og á þeim stað að það hafi ýtt henni frekar í neyslu. „Ég hef svo oft fengið í andlitið: Hvernig geturðu gert dóttur þinni þetta, hvernig gastu farið frá henni, hvað meinarðu, hvernig geturðu ekki verið edrú fyrir barnið þitt og þetta, sem eitt og sér sýnir rosalega mikið skilningsleysi,“ segir Inga. „Það er rosalega mikil fáfræði að halda virkilega að ég sé frekar til í að vera í Konukoti að sprauta mig heldur en að vera heima með barninu mínu. Ef þú setur þetta svona upp þá bara meikar þetta ekki sense á neinu leveli. Ég fatta alveg að fólk skilur þetta ekki sem hefur ekki verið þarna en það er ótrúlega sárt samt að vera á þeim stað að ég er ótrúlega meðvituð um það að ég er búin að yfirgefa barnið mitt, ég er ótrúlega meðvituð um það að ég er búin að særa hana og ég er búin að valda henni skaða og ég er ótrúlega meðvituð um það að ég er búin að svíkja hlutverkið sem ég tók að mér þegar ég fæddi þessa stelpu.“ Horfa má á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan: Fólk eins og við Málefni heimilislausra Fíkn Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Sjá meira
Í dag berst Inga fyrir málefnum heimilislausra og vímuefnanotenda, með eigin reynslu að vopni. Í síðasta þætti af Fólk eins og við fengu áhorfendur Stöðvar 2 að kynnast hefðbundnu lífi Ingu í dag, hvernig það var á götunni, og hvað skiptir mestu máli þegar öllu er á botninn hvolft. Þættirnir Fólk eins og við eru fjögurra þátta heimildarþáttaröð um heimilisleysi á Íslandi og nýja nálgun stjórnvalda í vímuefnamálum. Á Íslandi eru nokkur hundruð manns heimilislausir. En hvers konar fólk er þetta? Í þáttunum fá áhorfendur að kynnast einni heimilislausri manneskju í hverjum þætti. Magneu, Ingu, Davíð og Ragnari. Hver af þeim á sína eigin sérstæða sögu, vonir, drauma og þrár. Í þáttunum fylgjumst við með daglegu lífi þeirra og heyrum á ýmsar skoðanir þeirra. Hvað drífur hvern og einn áfram, í ómanneskjulegri lífsbaráttu götunnar? „Þarna kom í fyrsta skipti tilhugsunin að taka til í öllum sem ég var búin að gera, bæta samskiptin við fólkið mitt og vinna að heilbrigðu lífi,“ Inga sem er edrú í dag. „Þarna vissi ég að það var bara að verða edrú eða bara deyja. Í dag er ég eiginlega bara í móðurhlutverkinu. Ég á eina tíu ára stelpu og svo var að bætast við einn strákur fyrir sex vikum, það er svona það helsta sem ég er að gera núna. Þetta gengur betur en ég þorði að vona. Ég er smá þreytt en að öðru leyti bara gott mál,“ segir Inga. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins af Fólk eins og við. Hægt er að horfa á þáttinn á Stöð 2+ eða í neðst í fréttinni. Klippa: Ég get þetta ekki lengur Bæði getað hitt dóttur sína og ekki Inga segir í þættinum frá því að í dag sé hún tveggja barna móðir. Eigi tíu ára gamla stelpu og nýfæddan dreng. Hún segir hafa gengið í gegnum margt með dóttur sinni á meðan hún hafi verið í neyslu. „Ég hef átt mjög mörg tímabil í neyslu í sambandi við dóttur mína og barnavernd og hvað ég hef fengið að gera og hvað ég hef ekki fengið að gera,“ segir Inga. „Ég hef búið á heimilinu og verið í neyslu og svo hef ég fengið að umgangast hana eitthvað á meðan ég hef verið í neyslu og svo hefur líka staðan verið þannig að hún bjó fyrir norðan og ég mátti ekki koma inn í bæjarfélagið. Þannig ég hef einhvernveginn farið allan skalann með þetta.“ Hún segist bæði hafa verið á þeim stað að það hafi verið dýrmætt fyrir hana á meðan hún var í neyslu að fá að hitta dóttur sína og á þeim stað að það hafi ýtt henni frekar í neyslu. „Ég hef svo oft fengið í andlitið: Hvernig geturðu gert dóttur þinni þetta, hvernig gastu farið frá henni, hvað meinarðu, hvernig geturðu ekki verið edrú fyrir barnið þitt og þetta, sem eitt og sér sýnir rosalega mikið skilningsleysi,“ segir Inga. „Það er rosalega mikil fáfræði að halda virkilega að ég sé frekar til í að vera í Konukoti að sprauta mig heldur en að vera heima með barninu mínu. Ef þú setur þetta svona upp þá bara meikar þetta ekki sense á neinu leveli. Ég fatta alveg að fólk skilur þetta ekki sem hefur ekki verið þarna en það er ótrúlega sárt samt að vera á þeim stað að ég er ótrúlega meðvituð um það að ég er búin að yfirgefa barnið mitt, ég er ótrúlega meðvituð um það að ég er búin að særa hana og ég er búin að valda henni skaða og ég er ótrúlega meðvituð um það að ég er búin að svíkja hlutverkið sem ég tók að mér þegar ég fæddi þessa stelpu.“ Horfa má á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan:
Fólk eins og við Málefni heimilislausra Fíkn Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Sjá meira