Besta sætið: „Ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2024 18:30 Elvar Örn Jónsson fékk mikið hrós í þættinum. Vísir/Vilhelm „Loksins kom það, loksins kom sigur gegn Króötum og Ólympíudraumurinn lifir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Besta sætinu eftir sigur Íslands á Króatíu á EM karla í handbolta. Ísland vann í dag frækinn fimm marka sigur á Króatíu. Um er að ræða fyrsta sigur Íslands á Króatíu á stórmóti og þá á Ísland enn möguleika á að komast inn á Ólympíuleikana. Stefán Árni fékk þá Einar Jónsson, þjálfara Fram, og Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörð, til að gera upp leikinn. Þá var Rúnar Sigtryggson, þjálfari Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni, á línunni. „Þetta var kærkomin upplyfting,“ sagði Rúnar um sigur dagsins en það var ekki bjart yfir mannskapnum eftir slæmt gengi að undanförnu. Þeir Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason voru veikir og léku ekki í dag. Gísli Þorgeir Kristjánsson meiddist og spilaði ekki nema örfáar mínútur. Sömu sögu var að segja af Ými Erni Gíslasyni sem fékk rautt spjald snemma leiks. Þrátt fyrir öll skakkaföllin þá sneri íslenska liðið bökum saman og vann frækinn sigur. „Það er frábært að sjá að það hengir enginn haus yfir því að einhver detti út, menn grípa bara tækifærið ef það gefst. Fannst við gera það í dag. Þessi galdur, ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið.“ „Mér fannst margt gott sem við gerðum í dag. Það var dólgur í hægri vængnum frá byrjun, Viggó Kristjánsson og Óðinn Örn Ríkharðsson ætluðu ekki ekkert að láta labba yfir sig. Voru með stæla (e. attitude) út í allt og alla. Aron Pálmarsson var frábær í sókninni, allan tímann. Í rauninni allir sem komu inn á voru góðir.“ „Það sem gerði útslagið að mér fannst var Elvar Örn Jónsson í vörninni. Elvar Örn og Arnar Freyr Arnarsson í miðjublokk varnarinnar í byrjun seinni hálfleiks. Maður sá að Króatar áttu miklu erfiðara með að komast framhjá okkur. Þó það hafi ekki allt verið fullkomið þá týndist sóknarleikur Króatíu mjög mikið, allt í einu fóru þeir að tapa boltum sem gaf okkur hraðaupphlaup. Fannst það vera viðsnúningurinn ásamt góðum leik hjá öllum,“ sagði Rúnar en þáttinn í heild sinni má hlusta á hér að neðan. Handbolti Besta sætið EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira
Ísland vann í dag frækinn fimm marka sigur á Króatíu. Um er að ræða fyrsta sigur Íslands á Króatíu á stórmóti og þá á Ísland enn möguleika á að komast inn á Ólympíuleikana. Stefán Árni fékk þá Einar Jónsson, þjálfara Fram, og Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörð, til að gera upp leikinn. Þá var Rúnar Sigtryggson, þjálfari Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni, á línunni. „Þetta var kærkomin upplyfting,“ sagði Rúnar um sigur dagsins en það var ekki bjart yfir mannskapnum eftir slæmt gengi að undanförnu. Þeir Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason voru veikir og léku ekki í dag. Gísli Þorgeir Kristjánsson meiddist og spilaði ekki nema örfáar mínútur. Sömu sögu var að segja af Ými Erni Gíslasyni sem fékk rautt spjald snemma leiks. Þrátt fyrir öll skakkaföllin þá sneri íslenska liðið bökum saman og vann frækinn sigur. „Það er frábært að sjá að það hengir enginn haus yfir því að einhver detti út, menn grípa bara tækifærið ef það gefst. Fannst við gera það í dag. Þessi galdur, ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið.“ „Mér fannst margt gott sem við gerðum í dag. Það var dólgur í hægri vængnum frá byrjun, Viggó Kristjánsson og Óðinn Örn Ríkharðsson ætluðu ekki ekkert að láta labba yfir sig. Voru með stæla (e. attitude) út í allt og alla. Aron Pálmarsson var frábær í sókninni, allan tímann. Í rauninni allir sem komu inn á voru góðir.“ „Það sem gerði útslagið að mér fannst var Elvar Örn Jónsson í vörninni. Elvar Örn og Arnar Freyr Arnarsson í miðjublokk varnarinnar í byrjun seinni hálfleiks. Maður sá að Króatar áttu miklu erfiðara með að komast framhjá okkur. Þó það hafi ekki allt verið fullkomið þá týndist sóknarleikur Króatíu mjög mikið, allt í einu fóru þeir að tapa boltum sem gaf okkur hraðaupphlaup. Fannst það vera viðsnúningurinn ásamt góðum leik hjá öllum,“ sagði Rúnar en þáttinn í heild sinni má hlusta á hér að neðan.
Handbolti Besta sætið EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira