Hneigði sig fyrir stuðningsmönnum Stólanna: „Týpan Deandre Kane“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2024 15:00 Deandre Kane er mjög myndrænn leikmaður enda ber hann tilfinningarnar utan á sér. Vísir/Hulda Margrét Deandre Kane átti mikinn þátt í sigri Grindavíkur á heimavelli Íslandsmeistara Tindastóls í síðustu umferð Subway deildar karla í körfubolta. Subway Körfuboltakvöld skoðaði aðeins betur þennan öfluga leikmann og allt sem honum fylgir. „Deandre Kane er oft á tíðum frekar agalaus leikmaður og í þessum leik var hann að pirra sig á hlutum eins og yfir því að fá ekki dæmdar villurnar sem hann vildi fá. Hann endar samt sem hetja Grindvíkinga og er algjörlega frábær í leiknum,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. „Ég hef æðislega gaman af svona litríkum karakterum. Það lítur þannig út og það er það sem maður heyrir líka, að leikmenn og fólkið í kringum í klúbbinn hafi mjög gaman af honum. Hann virðist vera ‚all in' en fyrir þá sem að horfa á þetta utan frá þá er hann rosalega mikið að skammast,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Hann er rosalega mikið að hrista hausinn og hann virðist stundum vera svolítið agalaus en það er orð sem hann hafði á sér áður en hann kom hingað. Þú fyrirgefur oft svoleiðis hjá mönnum sem koma svo, klára leikinn fyrir þig og eru hæfileikaríkir,“ sagði Sævar. „Þú fyrirgefur það líka ef það er grunnt á því og þetta er einhver týpa af manni sem þú ert tilbúinn að höndla. Þú ert með mann eins og Óla Óla sem tekur utan um ungu strákana. Hann er bara svona, einbeitum okkur að okkur sjálfum en ég skal sjá um hann. Ég held að Ólafur og Valur Orri (Valsson) séu þeir sem líma hann við hina leikmennina,“ sagði Sævar. „Ég ætla að sýna ykkur aðeins Deandre Kane týpuna,“ sagði Stefán Árni og henti í loftið svipmyndum af Kane í leiknum með Grindavík á móti Tindastól. Kane var magnaður í lok leiksins og endaði með 27 stig. Hann hneigði síðan fyrir stuðningsmönnum Stólanna í leikslok og þeir voru allt annað en sáttir við það. „Hann hneigði sig ekki bara einu sinni,“ sagði Stefán. „Þetta er bara skemmtun. Ég myndi dýrka það að vera með svona gæja í liði. Ástin sem hann og Óli eru búnir að mynda. Þeir öskra á hvorn annan en svo er bara eitthvað ‚chemistry' sem er í gangi þarna. Við skiljum þetta ekkert,“ sagði Sævar. Það má sjá umræðuna og svipmyndir af Kane hér fyrir neðan. Klippa: Týpan Deandre Kane Subway-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
„Deandre Kane er oft á tíðum frekar agalaus leikmaður og í þessum leik var hann að pirra sig á hlutum eins og yfir því að fá ekki dæmdar villurnar sem hann vildi fá. Hann endar samt sem hetja Grindvíkinga og er algjörlega frábær í leiknum,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. „Ég hef æðislega gaman af svona litríkum karakterum. Það lítur þannig út og það er það sem maður heyrir líka, að leikmenn og fólkið í kringum í klúbbinn hafi mjög gaman af honum. Hann virðist vera ‚all in' en fyrir þá sem að horfa á þetta utan frá þá er hann rosalega mikið að skammast,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Hann er rosalega mikið að hrista hausinn og hann virðist stundum vera svolítið agalaus en það er orð sem hann hafði á sér áður en hann kom hingað. Þú fyrirgefur oft svoleiðis hjá mönnum sem koma svo, klára leikinn fyrir þig og eru hæfileikaríkir,“ sagði Sævar. „Þú fyrirgefur það líka ef það er grunnt á því og þetta er einhver týpa af manni sem þú ert tilbúinn að höndla. Þú ert með mann eins og Óla Óla sem tekur utan um ungu strákana. Hann er bara svona, einbeitum okkur að okkur sjálfum en ég skal sjá um hann. Ég held að Ólafur og Valur Orri (Valsson) séu þeir sem líma hann við hina leikmennina,“ sagði Sævar. „Ég ætla að sýna ykkur aðeins Deandre Kane týpuna,“ sagði Stefán Árni og henti í loftið svipmyndum af Kane í leiknum með Grindavík á móti Tindastól. Kane var magnaður í lok leiksins og endaði með 27 stig. Hann hneigði síðan fyrir stuðningsmönnum Stólanna í leikslok og þeir voru allt annað en sáttir við það. „Hann hneigði sig ekki bara einu sinni,“ sagði Stefán. „Þetta er bara skemmtun. Ég myndi dýrka það að vera með svona gæja í liði. Ástin sem hann og Óli eru búnir að mynda. Þeir öskra á hvorn annan en svo er bara eitthvað ‚chemistry' sem er í gangi þarna. Við skiljum þetta ekkert,“ sagði Sævar. Það má sjá umræðuna og svipmyndir af Kane hér fyrir neðan. Klippa: Týpan Deandre Kane
Subway-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira