Vill sjá minnisvarða um MeToo rísa í Reykjavík Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2024 14:57 Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, reynsluheimur kvenna hafi lengi verið ósýnilegur og enn séu öfl allt í kringum okkur sem vilji halda því þannig. Vísir/Vilhelm Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, vill sjá minnisvarða um MeToo rísa í Reykjavík. Tillaga Lífar um að farið verði í samkeppni um slíkan minnisvarða fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis, áreitni og nauðgana, hefur verið vísað til meðferðar í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði borgarinnar. Tillagan var lögð fyrir í borgarstjórn í gær, en í rökstuðningi Lífar segir að víða um heim séu hundruð þúsunda minnisvarða sem tileinkuð eru körlum sem hafi lagt eitthvað til mannkynssögunnar. Sjaldan sé konu eða konum og veruleika þeirra lyft upp í almannarýminu. Sífellt þaggað niður Í bókun Lífar um málið segir að með því að ávarpa kynferðislegt ofbeldi í opinberum rýmum væri verið að krefjast þess af þeim sem eigi leið hjá og virða fyrir sér verk eða minnisvarða að velta fyrir sér því kerfislega kynferðisofbeldi sem eigi sér stað í samfélaginu okkar. „Þannig getur hafist gagnrýnið samtal um þá normalíseringu sem fyrirfinnst á kynferðislegu ofbeldi, nauðgunum og áreitni í samtímanum. Í gegnum söguna hefur þetta sífellt verið þaggað niður og enn finnum við fyrir þögguninni í dag. Allt í kringum okkur, bæði hér heima og erlendis, eru styttur af merkilegum körlum. Hundruð þúsunda minnisvarða víða um heim eru tileinkuð körlum sem hafa lagt eitthvað til mannkynssögunnar. Sjaldan er konu eða konum og veruleika þeirra lyft upp í almannarýminu. Reynsluheimur kvenna hefur lengi verið ósýnilegur og enn eru öfl allt í kringum okkur sem vilja halda því þannig. Með því að búa til minnisvarða, listaverk eða minnisrými tileinkað þolendum kynferðislegs ofbeldis sendir Reykjavík skýr skilaboð: Reykjavíkurborg líður ekki kynferðislegt ofbeldi og áreitni og stendur með öllum þeim sem hafa þurft að þola það,“ segir í bókun borgarfulltrúans. Vísað til ráðs Borgarfulltrúar meirihlutaflokkanna segja í sinni bókun að kynbundið ofbeldi og áreitni sé samfélagsmein sem mikilvægt sé að vinna gegn með markvissum hætti. „Meirihluti borgarstjórnar tekur það verkefni alvarlega og mun gera áfram. Sú hugmynd að reisa minnisvarða til að minnast samstöðu kvenna gegn ofbeldi er góðra gjalda verð og því er samþykkt að senda hana til afgreiðslu í mannréttinda- ofbeldisvarnarráði þar sem kallað verður eftir umsögnum og samráði við hagsmunaaðila,“ segir í bókun borgarfulltrúa meirihlutans. Líf segir á móti að sterkast hefði verið að samþykkja tillögu Vinstri grænna í borgarstjórn frekar en að vísa henni til fagráðs „þar sem afdrif hennar verða óljós.“ Reykjavík Borgarstjórn Vinstri græn MeToo Kynferðisofbeldi Styttur og útilistaverk Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Tillagan var lögð fyrir í borgarstjórn í gær, en í rökstuðningi Lífar segir að víða um heim séu hundruð þúsunda minnisvarða sem tileinkuð eru körlum sem hafi lagt eitthvað til mannkynssögunnar. Sjaldan sé konu eða konum og veruleika þeirra lyft upp í almannarýminu. Sífellt þaggað niður Í bókun Lífar um málið segir að með því að ávarpa kynferðislegt ofbeldi í opinberum rýmum væri verið að krefjast þess af þeim sem eigi leið hjá og virða fyrir sér verk eða minnisvarða að velta fyrir sér því kerfislega kynferðisofbeldi sem eigi sér stað í samfélaginu okkar. „Þannig getur hafist gagnrýnið samtal um þá normalíseringu sem fyrirfinnst á kynferðislegu ofbeldi, nauðgunum og áreitni í samtímanum. Í gegnum söguna hefur þetta sífellt verið þaggað niður og enn finnum við fyrir þögguninni í dag. Allt í kringum okkur, bæði hér heima og erlendis, eru styttur af merkilegum körlum. Hundruð þúsunda minnisvarða víða um heim eru tileinkuð körlum sem hafa lagt eitthvað til mannkynssögunnar. Sjaldan er konu eða konum og veruleika þeirra lyft upp í almannarýminu. Reynsluheimur kvenna hefur lengi verið ósýnilegur og enn eru öfl allt í kringum okkur sem vilja halda því þannig. Með því að búa til minnisvarða, listaverk eða minnisrými tileinkað þolendum kynferðislegs ofbeldis sendir Reykjavík skýr skilaboð: Reykjavíkurborg líður ekki kynferðislegt ofbeldi og áreitni og stendur með öllum þeim sem hafa þurft að þola það,“ segir í bókun borgarfulltrúans. Vísað til ráðs Borgarfulltrúar meirihlutaflokkanna segja í sinni bókun að kynbundið ofbeldi og áreitni sé samfélagsmein sem mikilvægt sé að vinna gegn með markvissum hætti. „Meirihluti borgarstjórnar tekur það verkefni alvarlega og mun gera áfram. Sú hugmynd að reisa minnisvarða til að minnast samstöðu kvenna gegn ofbeldi er góðra gjalda verð og því er samþykkt að senda hana til afgreiðslu í mannréttinda- ofbeldisvarnarráði þar sem kallað verður eftir umsögnum og samráði við hagsmunaaðila,“ segir í bókun borgarfulltrúa meirihlutans. Líf segir á móti að sterkast hefði verið að samþykkja tillögu Vinstri grænna í borgarstjórn frekar en að vísa henni til fagráðs „þar sem afdrif hennar verða óljós.“
Reykjavík Borgarstjórn Vinstri græn MeToo Kynferðisofbeldi Styttur og útilistaverk Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira