Skerðingar eru eðlilegur hluti af rekstri raforkukerfisins Magnús Sigurðsson skrifar 26. janúar 2024 10:02 Íslenski raforkumarkaðurinn er einangrað vatnsorkukerfi án tiltæks varaafls til orkuframleiðslu og nær eina slíka vatnsorkukerfið í heiminum. Þessi staðreynd hefur mikil áhrif á hvernig þarf að stýra rekstri kerfisins. Talsverður hluti orkuvinnslunnar er unninn úr jarðvarma, en vatnsorkuþátturinn er ráðandi. Kerfið byggir á tveimur grunnstoðum sem hefur tryggt Íslendingum ódýra og örugga raforku í áratugi. Önnur stoðin er hátt hlutfall orkufreks iðnaðar í raforkunotkun á Íslandi. Á meðan á uppbyggingu kerfisins stóð tryggðu tekjur af orkusölu til þessara stórnotenda að unnt var að byggja stórar og hagkvæmar virkjanir og tengja alla landshluta með víðtæku flutningskerfi raforku. Nú þegar búið er að borga upp stóran hluta raforkukerfisins skapar þessi orkusala miklar tekjur fyrir þjóðarbúið og gerir um leið kleift að standa að frekari uppbyggingu kerfisins. Þar sem íslensk raforka er 100% endurnýjanleg er mikil eftirspurn eftir henni sem tryggir enn frekar uppbyggingu raforkuiðnaðar ef rétt er á málum haldið. Hin stoðin er sveigjanlegir raforkusamningar við stórnotendur raforku. Vægi þessa þáttar er minna þekktur og því mikilvægt að útskýra virkni sveigjanleikans og um leið hversu auðvelt er að veikja þessa stoð ef rangar ákvarðanir eru teknar. Nauðsynlegur sveigjanleiki Meginauðlind raforkukerfisins er fallorka. Rennsli í ám er árstíðabundið, munur á milli sumars og vetrar getur verið mikill en miðlunarlón ná að jafna hann að mestu. En það er einnig talsverður breytileiki í rennsli á milli ára og þar koma sveigjanlegir orkusamningar til hjálpar. Þessi breytileiki rennslis er ófyrirsjáanlegur en áratuga mælingar og þekking á eðli fallvatna gefur okkur mikilvægar vísbendingar og þá sérstaklega hvert væntanlegt lágmark getur orðið. Það gerir okkur kleift að meta hve mikinn sveigjanleika þarf til svo hægt sé að vinna raforku úr rennsli sem nemur meðalrennsli á vatnasviðum kerfisins. Þau ár sem innrennsli er í meðallagi eða betra má afhenda alla umsamda raforku frá kerfinu en þegar innrennsli er minna má nýta sveigjanlega orkusamninga til að minnka orkuvinnsluna sem nemur minnkun rennslisins. Afhending á forgangsorku er þó áfram tryggð. Ef þessi háttur væri ekki hafður á þyrfti að hanna kerfið þannig að afhending á allri raforku væri tryggð og vinnslugeta kerfisins væri þá miðuð við minnsta þekkta innrennslið. Nýting auðlindarinnar yrði mun lakari því allt rennsli umfram þurrasta árið myndi ekki nýtast. En hverju munar? Miðað við núverandi vinnslukerfi Landsvirkjunar getur munað allt að 800 GWst á ári. Þetta er munurinn á að vinnslugetan miðist við þurrasta árið annars vegar eða við meðalrennsli á viðkomandi vatnasviðum hins vegar. Fjárhagslegur ávinningur sveigjanlegu raforkusamninganna er því mikill, þessi aukna orkusala gæti numið 5 milljörðum kr. á ári. Önnur leið til að varpa ljósi á þennan ávinning er að meta aukna fjárfestingu sem þyrfti til að geta unnið þessa orku með nýjum virkjunum. Til að vinna 800 GWst þyrfti um 120 MW vatnsaflsvirkjun sem gæti kostað allt að 80-100 milljarða króna. Þetta samsvarar u.þ.b. einni Sultartangastöð. Hér er því um mikla hagsmuni og fjárhæðir að ræða og mjög varhugavert að breyta umhverfi íslenska raforkukerfisins þannig að þessir samningar um sveigjanlega afhendingu falli niður. Stígum varlega til jarðar En hvernig hafa þessir samningar verið nýttir? Á undanförnum tíu árum hafa komið þrjú þar sem Landsvirkjun hefur reynst nauðsynlegt að takmarka afhendingu á sveigjanlegri orku vegna þurrkatíðar. Þetta er ekki óeðlileg tíðni þurra vatnsára. Lauslega reiknað nema þessar skerðingar aðeins um 10% af þeirri orku sem unnt var að selja út frá því viðmiði að miða getuna við meðalrennsli frekar en minnsta þekkta rennsli. Þessar aðstæður kallast ekki orkuskortur. Þetta er eðlileg virkni í rekstri kerfisins sem tryggir í raun raforkuöryggi á Íslandi. En hvað er þá orkuskortur? Orkuskortur er þegar takmarka þarf afhendingu á forgangsorku til almennings eða fyrirtækja, þ.e. þeirri orku sem við höfum lofað að afhenda hverju sinni. Því væri skaðlegt að breyta umgjörð íslenska raforkuiðnaðarins með laga- eða reglugerðarbreytingum sem myndi hamla þessari virkni kerfisins. Það er mikilvægt að þekking og yfirsýn liggi að baki slíkum ákvörðunum. Ýmsar langlífar mýtur geta þó truflað ákvörðunarferlið. Tökum dæmi: Fullyrðing: Það er orkuskortur á yfirstandandi vetri. Þetta er rangt! Það er ekki orkuskortur. Landsvirkjun mun tryggja að allir samningar um afhendingu forgangsorku til stórnotenda og í heildsölu séu tryggðir. En það hefur verið lélegt vatnsár hingað til og Landsvirkjun þarf að nýta heimildir til að skerða afhendingu til viðskiptavina með samninga sem kveða á um slíkt, einmitt til að koma í veg fyrir orkuskort. Landsvirkjun vinnur náið með þessum viðskiptavinum, þeir þekkja samninga sína og eru meðvitaðir um hvað veldur því að það þurfi að takmarka orkuvinnslu frá kerfinu. Við gerð þessara samninga er ávallt farið mjög vel yfir þá aðferðafræði og forsendur sem stýra ákvörðunum um skerðingar, en auðvitað hafa þær áhrif á rekstur þessara viðskiptavina. Fullyrðing: Íslenskur almenningur þarf að niðurgreiða raforku til stóriðju. Þetta er rangt! Hraðinn á uppbyggingu samtengds kerfis með stórum vatnsaflsvirkjunum hefði ekki verið gerlegur nema með samhliða uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Nú eru Íslendingar í mjög öfundsverðri stöðu, raforkuverð til almennings er lágt, orkuöryggi hefur verið tryggt hingað til, miklar tekjur skila sér inn í þjóðarbúið vegna sölu á raforku til stórnotenda og allt er þetta endurnýjanleg orka. Þar að auki er nýting uppsett afls til raforkuframleiðslu með því hæsta sem gerist í vatnsaflskerfum í heiminum. Frábær árangur. Spurning: Er þá ekki allt í himnalagi? Nei! Því miður. Hér hafa stjórnvöld brugðist. Í öllum þróuðum hagkerfum setja stjórnvöld stefnuna í orkumálum og tryggja snurðulausa uppbyggingu orkuvinnslu svo samfélag og atvinnulíf þróist eðlilega. Hér hafa stjórnvöld frekar sett stein í götu eðlilegrar framþróunar en hitt. Jafnvel þótt það blasi við að orkuskortur geti orðið á næstu árum er ekkert að gert, eða að minnsta kosti allt of lítið, allt of seint. Höfundur er sérfræðingur á deild vinnsluáætlana hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Orkuskipti Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Íslenski raforkumarkaðurinn er einangrað vatnsorkukerfi án tiltæks varaafls til orkuframleiðslu og nær eina slíka vatnsorkukerfið í heiminum. Þessi staðreynd hefur mikil áhrif á hvernig þarf að stýra rekstri kerfisins. Talsverður hluti orkuvinnslunnar er unninn úr jarðvarma, en vatnsorkuþátturinn er ráðandi. Kerfið byggir á tveimur grunnstoðum sem hefur tryggt Íslendingum ódýra og örugga raforku í áratugi. Önnur stoðin er hátt hlutfall orkufreks iðnaðar í raforkunotkun á Íslandi. Á meðan á uppbyggingu kerfisins stóð tryggðu tekjur af orkusölu til þessara stórnotenda að unnt var að byggja stórar og hagkvæmar virkjanir og tengja alla landshluta með víðtæku flutningskerfi raforku. Nú þegar búið er að borga upp stóran hluta raforkukerfisins skapar þessi orkusala miklar tekjur fyrir þjóðarbúið og gerir um leið kleift að standa að frekari uppbyggingu kerfisins. Þar sem íslensk raforka er 100% endurnýjanleg er mikil eftirspurn eftir henni sem tryggir enn frekar uppbyggingu raforkuiðnaðar ef rétt er á málum haldið. Hin stoðin er sveigjanlegir raforkusamningar við stórnotendur raforku. Vægi þessa þáttar er minna þekktur og því mikilvægt að útskýra virkni sveigjanleikans og um leið hversu auðvelt er að veikja þessa stoð ef rangar ákvarðanir eru teknar. Nauðsynlegur sveigjanleiki Meginauðlind raforkukerfisins er fallorka. Rennsli í ám er árstíðabundið, munur á milli sumars og vetrar getur verið mikill en miðlunarlón ná að jafna hann að mestu. En það er einnig talsverður breytileiki í rennsli á milli ára og þar koma sveigjanlegir orkusamningar til hjálpar. Þessi breytileiki rennslis er ófyrirsjáanlegur en áratuga mælingar og þekking á eðli fallvatna gefur okkur mikilvægar vísbendingar og þá sérstaklega hvert væntanlegt lágmark getur orðið. Það gerir okkur kleift að meta hve mikinn sveigjanleika þarf til svo hægt sé að vinna raforku úr rennsli sem nemur meðalrennsli á vatnasviðum kerfisins. Þau ár sem innrennsli er í meðallagi eða betra má afhenda alla umsamda raforku frá kerfinu en þegar innrennsli er minna má nýta sveigjanlega orkusamninga til að minnka orkuvinnsluna sem nemur minnkun rennslisins. Afhending á forgangsorku er þó áfram tryggð. Ef þessi háttur væri ekki hafður á þyrfti að hanna kerfið þannig að afhending á allri raforku væri tryggð og vinnslugeta kerfisins væri þá miðuð við minnsta þekkta innrennslið. Nýting auðlindarinnar yrði mun lakari því allt rennsli umfram þurrasta árið myndi ekki nýtast. En hverju munar? Miðað við núverandi vinnslukerfi Landsvirkjunar getur munað allt að 800 GWst á ári. Þetta er munurinn á að vinnslugetan miðist við þurrasta árið annars vegar eða við meðalrennsli á viðkomandi vatnasviðum hins vegar. Fjárhagslegur ávinningur sveigjanlegu raforkusamninganna er því mikill, þessi aukna orkusala gæti numið 5 milljörðum kr. á ári. Önnur leið til að varpa ljósi á þennan ávinning er að meta aukna fjárfestingu sem þyrfti til að geta unnið þessa orku með nýjum virkjunum. Til að vinna 800 GWst þyrfti um 120 MW vatnsaflsvirkjun sem gæti kostað allt að 80-100 milljarða króna. Þetta samsvarar u.þ.b. einni Sultartangastöð. Hér er því um mikla hagsmuni og fjárhæðir að ræða og mjög varhugavert að breyta umhverfi íslenska raforkukerfisins þannig að þessir samningar um sveigjanlega afhendingu falli niður. Stígum varlega til jarðar En hvernig hafa þessir samningar verið nýttir? Á undanförnum tíu árum hafa komið þrjú þar sem Landsvirkjun hefur reynst nauðsynlegt að takmarka afhendingu á sveigjanlegri orku vegna þurrkatíðar. Þetta er ekki óeðlileg tíðni þurra vatnsára. Lauslega reiknað nema þessar skerðingar aðeins um 10% af þeirri orku sem unnt var að selja út frá því viðmiði að miða getuna við meðalrennsli frekar en minnsta þekkta rennsli. Þessar aðstæður kallast ekki orkuskortur. Þetta er eðlileg virkni í rekstri kerfisins sem tryggir í raun raforkuöryggi á Íslandi. En hvað er þá orkuskortur? Orkuskortur er þegar takmarka þarf afhendingu á forgangsorku til almennings eða fyrirtækja, þ.e. þeirri orku sem við höfum lofað að afhenda hverju sinni. Því væri skaðlegt að breyta umgjörð íslenska raforkuiðnaðarins með laga- eða reglugerðarbreytingum sem myndi hamla þessari virkni kerfisins. Það er mikilvægt að þekking og yfirsýn liggi að baki slíkum ákvörðunum. Ýmsar langlífar mýtur geta þó truflað ákvörðunarferlið. Tökum dæmi: Fullyrðing: Það er orkuskortur á yfirstandandi vetri. Þetta er rangt! Það er ekki orkuskortur. Landsvirkjun mun tryggja að allir samningar um afhendingu forgangsorku til stórnotenda og í heildsölu séu tryggðir. En það hefur verið lélegt vatnsár hingað til og Landsvirkjun þarf að nýta heimildir til að skerða afhendingu til viðskiptavina með samninga sem kveða á um slíkt, einmitt til að koma í veg fyrir orkuskort. Landsvirkjun vinnur náið með þessum viðskiptavinum, þeir þekkja samninga sína og eru meðvitaðir um hvað veldur því að það þurfi að takmarka orkuvinnslu frá kerfinu. Við gerð þessara samninga er ávallt farið mjög vel yfir þá aðferðafræði og forsendur sem stýra ákvörðunum um skerðingar, en auðvitað hafa þær áhrif á rekstur þessara viðskiptavina. Fullyrðing: Íslenskur almenningur þarf að niðurgreiða raforku til stóriðju. Þetta er rangt! Hraðinn á uppbyggingu samtengds kerfis með stórum vatnsaflsvirkjunum hefði ekki verið gerlegur nema með samhliða uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Nú eru Íslendingar í mjög öfundsverðri stöðu, raforkuverð til almennings er lágt, orkuöryggi hefur verið tryggt hingað til, miklar tekjur skila sér inn í þjóðarbúið vegna sölu á raforku til stórnotenda og allt er þetta endurnýjanleg orka. Þar að auki er nýting uppsett afls til raforkuframleiðslu með því hæsta sem gerist í vatnsaflskerfum í heiminum. Frábær árangur. Spurning: Er þá ekki allt í himnalagi? Nei! Því miður. Hér hafa stjórnvöld brugðist. Í öllum þróuðum hagkerfum setja stjórnvöld stefnuna í orkumálum og tryggja snurðulausa uppbyggingu orkuvinnslu svo samfélag og atvinnulíf þróist eðlilega. Hér hafa stjórnvöld frekar sett stein í götu eðlilegrar framþróunar en hitt. Jafnvel þótt það blasi við að orkuskortur geti orðið á næstu árum er ekkert að gert, eða að minnsta kosti allt of lítið, allt of seint. Höfundur er sérfræðingur á deild vinnsluáætlana hjá Landsvirkjun.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun