Við blasa tækifæri til að einfalda regluverk og auka samkeppni Páll Gunnar Pálsson skrifar 25. janúar 2024 12:31 Í dag blása Samtök iðnaðarins (SI) til framleiðsluþings í Hörpu. Þar er íþyngjandi regluverk gert að umtalsefni og meðal annars beint sjónum að innleiðingu reglna á hinu evrópska efnahagssvæði og framkvæmd laga á Íslandi. Af þessu tilefni er ástæða til þess að minna á fyrri tilmæli Samkeppniseftirlitsins til stjórnvalda sem þessu tengjast og fyrirliggjandi tillögur OECD um breytingar á regluverki á vettvangi iðnaðarins. Samkeppnismat á regluverki Samkeppniseftirlitið hefur um langa hríð talað fyrir því að stjórnvöld hér á landi framkvæmi svokallað samkeppnismat á lögum og reglum og beiti slíku mati eftir atvikum við aðrar stefnumarkandi aðgerðir. Samkeppnismat er skilvirk aðferðafræði sem miðar að því að efla samkeppni og vinna gegn samkeppnishindrunum, en með því er um leið unnið gegn óþarfa reglubyrði og óskilvirkni. Samkeppnismat var fyrst kynnt formlega hér á landi með áliti Samkeppniseftirlitsins til stjórnvalda, nr. 2/2009. Um er að ræða aðferðafræði þar sem tekin er afstaða til þess hvort viðkomandi reglur eða ákvarðanir stjórnvalda hafi áhrif á samkeppni. Ef slík áhrif eru til staðar er metið hvort tiltækar séu aðrar vægari leiðir til að ná markmiðum stjórnvalda og sú leið valin sem helst styður við samkeppni og síst er til þess fallin að hindra hana. OECD hefur gefið út leiðbeiningar um þessa aðferðafræði undir heitinu „Competition Assessment Toolkit“. Tillögur að breytingum á regluverki í byggingariðnaði liggja fyrir Haustið 2020 birti OECD skýrslu um sérstakt samkeppnismat á lögum og reglum í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Gerðu íslensk stjórnvöld samning við OECD um framkvæmd matsins og var verkefnið unnið í nánu samstarfi við Samkeppniseftirlitið. Birti Samkeppniseftirlitið frétt um skýrsluna í nóvember 2020. Í skýrslu OECD eru gerðar 316 tillögur til úrbóta á lögum og reglum í byggingariðnaði. Meðal annars eru lagðar til breytingar á byggingarreglugerð, að skapað sé svigrúm til nýskapandi lausna í húsnæðismálum, leyfisveitingar einfaldaðar og ferli við skipulagsákvarðanir einfaldað, svo eitthvað sé nefnt. Þannig er settur fram fjöldi tillagna um einföldun regluverks, sem meðal annars mun fela í sér aukna skilvirkni í framkvæmd reglnanna. Að hluta til fela tillögurnar í sér einföldun á framkvæmd á regluverki sem Ísland hefur tekið upp á grundvelli EES-samningsins. Segja má að við samkeppnismatið hafi matsaðilar sett sig í spor fólks í landinu sem hefur hug á því að koma sér nýju þaki yfir höfuðið. Þannig er fólkinu fylgt eftir þegar það finnur sér lóð, ákveður nýtingu hennar, lætur teikna húsið, fær síðan ýmsar ólíkar starfsstéttir til liðs við sig við bygginguna með tilheyrandi eftirliti, og flytur að lokum inn. Komið er auga á hindranir sem fólkið verður fyrir og lagðar til aðrar minna hindrandi lausnir. Fjárhagslegur ávinningur af framkvæmd tillagnanna var ennfremur metinn. Var það mat OECD að breytingar á regluverki í byggingariðnaði og ferðaþjónustu gætu í heild skilað ábata (e. benefit) sem næmi um 1% af vergri landsframleiðslu Íslands, eða yfir 30 milljörðum króna árlega (miðað við aðstæður á árinu 2020). Að mestu hafa tillögurnar ekki náð fram að ganga, enn sem komið er. Ekki þarf að fjölyrða um ávinning íslensks almennings og efnahagslífsins í heild af því að hrinda þessum tillögum í framkvæmd við núverandi aðstæður, þar sem byggingakostnaður hefur hækkað stórlega og ýmis áföll dunið yfir, nú síðast hremmingar Grindvíkinga. Stuðningur SI og aðildarfyrirtækja við einföldun regluverks og virka samkeppni Eins og áður segir er einföldun á regluverki og framkvæmd þess til umfjöllunar á þingi Samtaka iðnaðarins í dag. Gefur það vonir um að samtökin muni hvetja til þess að tillögur OECD um breytingar á regluverki í byggingariðnaði verði settar á dagskrá. Slík afstaða væri í góðu samræmi við kannanir sem Samkeppniseftirlitið hefur látið framkvæma á vettvangi stjórnenda fyrirtækja um samkeppnismál á Íslandi. Í könnun sem gerð var á síðasta ári kom fram að stór hluti stjórnenda fyrirtækja taldi sig verða varann við samkeppnishindranir á sínum markaði. Þannig taldi rúmur fjórðungur þeirra sig verða vara við samkeppnishamlandi lög og reglur að mjög miklu, frekar miklu eða nokkru leyti. Enn fleiri, eða tæpur þriðjungur, taldi sig verða vara við samráð á sínum markaði og rúmur þriðjungur taldi sig verða vara við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Tók könnunin meðal annars til starfsgreina á vettvangi SI. Nánari niðurstöður könnunarinnar verða birtar á næstu vikum. Þessar niðurstöður eru í takt við fyrri kannanir sem Samkeppniseftirlitið hefur látið framkvæma á viðhorfum stjórnenda til samkeppni. Gefa þær til kynna óþol stjórnenda gagnvart samkeppnishindrunum sem þeir telja sig búa við og að nauðsynlegt sé að herða eftirlit með því að bannreglur samkeppnislaga séu virtar. Jafnframt ættu niðurstöðurnar að vera brýning til stjórnvalda um að meta í auknum mæli samkeppnisleg áhrif laga og reglna (samkeppnismat) og ryðja úr vegi hindrunum á þeim vettvangi. Höfundur er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Gunnar Pálsson Samkeppnismál Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í dag blása Samtök iðnaðarins (SI) til framleiðsluþings í Hörpu. Þar er íþyngjandi regluverk gert að umtalsefni og meðal annars beint sjónum að innleiðingu reglna á hinu evrópska efnahagssvæði og framkvæmd laga á Íslandi. Af þessu tilefni er ástæða til þess að minna á fyrri tilmæli Samkeppniseftirlitsins til stjórnvalda sem þessu tengjast og fyrirliggjandi tillögur OECD um breytingar á regluverki á vettvangi iðnaðarins. Samkeppnismat á regluverki Samkeppniseftirlitið hefur um langa hríð talað fyrir því að stjórnvöld hér á landi framkvæmi svokallað samkeppnismat á lögum og reglum og beiti slíku mati eftir atvikum við aðrar stefnumarkandi aðgerðir. Samkeppnismat er skilvirk aðferðafræði sem miðar að því að efla samkeppni og vinna gegn samkeppnishindrunum, en með því er um leið unnið gegn óþarfa reglubyrði og óskilvirkni. Samkeppnismat var fyrst kynnt formlega hér á landi með áliti Samkeppniseftirlitsins til stjórnvalda, nr. 2/2009. Um er að ræða aðferðafræði þar sem tekin er afstaða til þess hvort viðkomandi reglur eða ákvarðanir stjórnvalda hafi áhrif á samkeppni. Ef slík áhrif eru til staðar er metið hvort tiltækar séu aðrar vægari leiðir til að ná markmiðum stjórnvalda og sú leið valin sem helst styður við samkeppni og síst er til þess fallin að hindra hana. OECD hefur gefið út leiðbeiningar um þessa aðferðafræði undir heitinu „Competition Assessment Toolkit“. Tillögur að breytingum á regluverki í byggingariðnaði liggja fyrir Haustið 2020 birti OECD skýrslu um sérstakt samkeppnismat á lögum og reglum í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Gerðu íslensk stjórnvöld samning við OECD um framkvæmd matsins og var verkefnið unnið í nánu samstarfi við Samkeppniseftirlitið. Birti Samkeppniseftirlitið frétt um skýrsluna í nóvember 2020. Í skýrslu OECD eru gerðar 316 tillögur til úrbóta á lögum og reglum í byggingariðnaði. Meðal annars eru lagðar til breytingar á byggingarreglugerð, að skapað sé svigrúm til nýskapandi lausna í húsnæðismálum, leyfisveitingar einfaldaðar og ferli við skipulagsákvarðanir einfaldað, svo eitthvað sé nefnt. Þannig er settur fram fjöldi tillagna um einföldun regluverks, sem meðal annars mun fela í sér aukna skilvirkni í framkvæmd reglnanna. Að hluta til fela tillögurnar í sér einföldun á framkvæmd á regluverki sem Ísland hefur tekið upp á grundvelli EES-samningsins. Segja má að við samkeppnismatið hafi matsaðilar sett sig í spor fólks í landinu sem hefur hug á því að koma sér nýju þaki yfir höfuðið. Þannig er fólkinu fylgt eftir þegar það finnur sér lóð, ákveður nýtingu hennar, lætur teikna húsið, fær síðan ýmsar ólíkar starfsstéttir til liðs við sig við bygginguna með tilheyrandi eftirliti, og flytur að lokum inn. Komið er auga á hindranir sem fólkið verður fyrir og lagðar til aðrar minna hindrandi lausnir. Fjárhagslegur ávinningur af framkvæmd tillagnanna var ennfremur metinn. Var það mat OECD að breytingar á regluverki í byggingariðnaði og ferðaþjónustu gætu í heild skilað ábata (e. benefit) sem næmi um 1% af vergri landsframleiðslu Íslands, eða yfir 30 milljörðum króna árlega (miðað við aðstæður á árinu 2020). Að mestu hafa tillögurnar ekki náð fram að ganga, enn sem komið er. Ekki þarf að fjölyrða um ávinning íslensks almennings og efnahagslífsins í heild af því að hrinda þessum tillögum í framkvæmd við núverandi aðstæður, þar sem byggingakostnaður hefur hækkað stórlega og ýmis áföll dunið yfir, nú síðast hremmingar Grindvíkinga. Stuðningur SI og aðildarfyrirtækja við einföldun regluverks og virka samkeppni Eins og áður segir er einföldun á regluverki og framkvæmd þess til umfjöllunar á þingi Samtaka iðnaðarins í dag. Gefur það vonir um að samtökin muni hvetja til þess að tillögur OECD um breytingar á regluverki í byggingariðnaði verði settar á dagskrá. Slík afstaða væri í góðu samræmi við kannanir sem Samkeppniseftirlitið hefur látið framkvæma á vettvangi stjórnenda fyrirtækja um samkeppnismál á Íslandi. Í könnun sem gerð var á síðasta ári kom fram að stór hluti stjórnenda fyrirtækja taldi sig verða varann við samkeppnishindranir á sínum markaði. Þannig taldi rúmur fjórðungur þeirra sig verða vara við samkeppnishamlandi lög og reglur að mjög miklu, frekar miklu eða nokkru leyti. Enn fleiri, eða tæpur þriðjungur, taldi sig verða vara við samráð á sínum markaði og rúmur þriðjungur taldi sig verða vara við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Tók könnunin meðal annars til starfsgreina á vettvangi SI. Nánari niðurstöður könnunarinnar verða birtar á næstu vikum. Þessar niðurstöður eru í takt við fyrri kannanir sem Samkeppniseftirlitið hefur látið framkvæma á viðhorfum stjórnenda til samkeppni. Gefa þær til kynna óþol stjórnenda gagnvart samkeppnishindrunum sem þeir telja sig búa við og að nauðsynlegt sé að herða eftirlit með því að bannreglur samkeppnislaga séu virtar. Jafnframt ættu niðurstöðurnar að vera brýning til stjórnvalda um að meta í auknum mæli samkeppnisleg áhrif laga og reglna (samkeppnismat) og ryðja úr vegi hindrunum á þeim vettvangi. Höfundur er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun