Nemendur á grunnskólaaldri sem falla á milli kerfa Sara Rós Kristinsdóttir skrifar 25. janúar 2024 13:00 Ákveðin hópur nemenda í grunnskóla falla á milli kerfa þ.e.a.s að í raun hentar ekki uppsetningin í almennu skólakerfi fyrir þennan hóp en þau eru samt ekki með næginlega mikla fötlun eða semsagt nægar greiningar á pappírum til að komast að í sérúrræði eins og einhverfudeild, Arnarskóla eða Brúarskóla sem dæmi. Hvar er þá þessi hópur barna og unglinga? Þetta er kannski ekki stór hópur í hlutfalli við alla nemendur grunnskóla á landinu en þetta er alveg jafn mikilvægur hópur. Hluti af þessum hóp er einfaldlega hættur að mæta í skóla og er þá heima hjá sér. Það sem kannski er erfitt fyrir suma að trúa að stundum eru þessi börn heima við án skóla úrræðis í einhverja mánuði og hef ég heyrt dæmi þess að barn var heima í heilt ár án skólaúrræðis. Annar hluti þessa hóps er enn að mæta í skóla en er með dræma mætingu og líður ekki vel innan skóla veggjana. Mögulega er 3 hópurinn sem samviskusamlega mætir en líður ekki vel í skólaumhverfinu af einhverjum ástæðum. Eiga þá öll þessi börn að fara í sérúrræði? Rót vandans er ekki alltaf sú sama og klárlega í einhverjum af þessum tilfellum er hægt að hjálpa nemenda að líða betur í sínum hverfisskóla. En það eru nemendur þarna líka sem eru oft búnir að vera í sínum almenna hverfisskóla í nokkur ár og alltaf gengið brösulega. Það er mjög neikvæð styrking fyrir sjálfsmynd þeirra og ekki gott veganesti út í lífið og getur það orðið mjög alvarleg staða. Þessir nemendur eru oft á biðlistum lengi eftir sérúrræðum en komast ekki að. Það eina sem leysir þennan vanda eru fleiri pláss í sérúrræðum. Það skal skýrt tekið fram að vandamálið er ekki leyst einungis með að bæta við plássum fyrir nemendur í þau úrræði sem til eru nú þegar. Ég veit að nýlega var bætt við nokkrum plássum í einhverfudeildir en í hlutfalli við vöntun á plássum eru þau afar fá. Það þarf að bæta við fleiri úrræðum og það kallar á góða aðstöðu helst innan almennu skólanna og fagfólk úr ýmsum stéttum svo þverfagleg vinna geti átt sér stað. Í mínum huga snýst þetta um forgangsröðun og ættum við sem samfélag að hafa líkamlega og andlega heilsu barnanna okkar efst á forgangslistanum. Foreldrar Það er því miður saga margra foreldra í þessari stöðu að þau eru á leiðinni í kulnun, komnir í kulnun eða örmögnun, sumir í þessum hóp eru í endurhæfingu og aðrir sem eru komnir á örorku vegna álagsins sem fylgir því að eiga barn sem “hvergi á heima í kerfinu”. Þessir foreldrar eru búnir að þurfa að berjast fyrir barninu eða börnunum sínum í kerfi sem gerir í raun ekki ráð fyrir þeim. Það er þessi áralanga barátta sem svo leiðir til örmögnunar og verður á endanum til þess að þau geta ekki lengur látið raddir sínar heyrast og barist fyrir sjálfsögðum réttindum barnsins né haldið áfram að berjast við kerfi sem hefur bara rými til aðstoða litla prósentu af þeim börnum og unglingum sem eru í mestri neyðinni. Samstaða Mig langar að safna saman hóp foreldra í þessari stöðu og mig langar líka að biðja kennara og annað starfsfólk skóla til að ganga til liðs við okkur og hjálpa því þetta á að vera samvinna heimila og skóla. Ég mun aldrei í þessari baráttu láta það heyrast að allt sem er gert í skólakerfinu sé slæmt því það finnst mér fjarri sannleikanum. Það er verið að vinna fullt af flottu starfi og langflestir sem vinna innan skólanna að gera sitt besta og oft meira en það. Í þessari sömu umræðu vil ég benda á að kennarar eru oft undir miklu álagi og fékk ég send skilaboð inn á minn samfélagsmiðil frá kennara sem sagði að hún upplifði að fagvitund sín og það sem hún nær að gera “á gólfinu” færi ekki alltaf saman því álagið væri hreinlega of mikið. Facebook hópurinn Skólamálin okkar Þar sem ég hef áður vakið athygli um þetta málefni og hef fengið ótal mörg skilaboð frá foreldrum í þessari erfiðu stöðu og einnig fengið þó nokkur skilaboð frá kennurum sem upplifa sig í erfiðari stöðu þá ákvað ég að stofna hóp á Facebook þar sem við getum sameinast. Í dag er markmiðið helst að vekja athygli á þessum hóp sem eru nemendur án skólaúrræðis eða í skólakvíða og með dræma mætingu. Það á að vera vettvangur til að deila sinni sögu, lesa sögur frá öðrum, fá ráð og deila ráðum. Það eru engar kvaðir um að deila neinu enda eru þetta mjög persónuleg mál og hver og einn þarf að finna hvað hentar sér. Margir foreldrar í þessari stöðu upplifa sig eyland og því vil ég breyta. Nú þegar eru komnir rúmlega 300 manns í hópinn en hann var stofnaður 24. janúar 2024. Allir sem telja sig eiga heima í hópnum eru velkomnir í hópinn. Skólamálin okkar | Facebook Höfundur er með miðilinn Lífsstefna þar sem hún er með ókeypis fræðslu um geðheilsu, ADHD og einhverfu. Sara er menntuð sem félagsliði, NLP markþjálfi, barna jógakennari og ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Einhverfa Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ákveðin hópur nemenda í grunnskóla falla á milli kerfa þ.e.a.s að í raun hentar ekki uppsetningin í almennu skólakerfi fyrir þennan hóp en þau eru samt ekki með næginlega mikla fötlun eða semsagt nægar greiningar á pappírum til að komast að í sérúrræði eins og einhverfudeild, Arnarskóla eða Brúarskóla sem dæmi. Hvar er þá þessi hópur barna og unglinga? Þetta er kannski ekki stór hópur í hlutfalli við alla nemendur grunnskóla á landinu en þetta er alveg jafn mikilvægur hópur. Hluti af þessum hóp er einfaldlega hættur að mæta í skóla og er þá heima hjá sér. Það sem kannski er erfitt fyrir suma að trúa að stundum eru þessi börn heima við án skóla úrræðis í einhverja mánuði og hef ég heyrt dæmi þess að barn var heima í heilt ár án skólaúrræðis. Annar hluti þessa hóps er enn að mæta í skóla en er með dræma mætingu og líður ekki vel innan skóla veggjana. Mögulega er 3 hópurinn sem samviskusamlega mætir en líður ekki vel í skólaumhverfinu af einhverjum ástæðum. Eiga þá öll þessi börn að fara í sérúrræði? Rót vandans er ekki alltaf sú sama og klárlega í einhverjum af þessum tilfellum er hægt að hjálpa nemenda að líða betur í sínum hverfisskóla. En það eru nemendur þarna líka sem eru oft búnir að vera í sínum almenna hverfisskóla í nokkur ár og alltaf gengið brösulega. Það er mjög neikvæð styrking fyrir sjálfsmynd þeirra og ekki gott veganesti út í lífið og getur það orðið mjög alvarleg staða. Þessir nemendur eru oft á biðlistum lengi eftir sérúrræðum en komast ekki að. Það eina sem leysir þennan vanda eru fleiri pláss í sérúrræðum. Það skal skýrt tekið fram að vandamálið er ekki leyst einungis með að bæta við plássum fyrir nemendur í þau úrræði sem til eru nú þegar. Ég veit að nýlega var bætt við nokkrum plássum í einhverfudeildir en í hlutfalli við vöntun á plássum eru þau afar fá. Það þarf að bæta við fleiri úrræðum og það kallar á góða aðstöðu helst innan almennu skólanna og fagfólk úr ýmsum stéttum svo þverfagleg vinna geti átt sér stað. Í mínum huga snýst þetta um forgangsröðun og ættum við sem samfélag að hafa líkamlega og andlega heilsu barnanna okkar efst á forgangslistanum. Foreldrar Það er því miður saga margra foreldra í þessari stöðu að þau eru á leiðinni í kulnun, komnir í kulnun eða örmögnun, sumir í þessum hóp eru í endurhæfingu og aðrir sem eru komnir á örorku vegna álagsins sem fylgir því að eiga barn sem “hvergi á heima í kerfinu”. Þessir foreldrar eru búnir að þurfa að berjast fyrir barninu eða börnunum sínum í kerfi sem gerir í raun ekki ráð fyrir þeim. Það er þessi áralanga barátta sem svo leiðir til örmögnunar og verður á endanum til þess að þau geta ekki lengur látið raddir sínar heyrast og barist fyrir sjálfsögðum réttindum barnsins né haldið áfram að berjast við kerfi sem hefur bara rými til aðstoða litla prósentu af þeim börnum og unglingum sem eru í mestri neyðinni. Samstaða Mig langar að safna saman hóp foreldra í þessari stöðu og mig langar líka að biðja kennara og annað starfsfólk skóla til að ganga til liðs við okkur og hjálpa því þetta á að vera samvinna heimila og skóla. Ég mun aldrei í þessari baráttu láta það heyrast að allt sem er gert í skólakerfinu sé slæmt því það finnst mér fjarri sannleikanum. Það er verið að vinna fullt af flottu starfi og langflestir sem vinna innan skólanna að gera sitt besta og oft meira en það. Í þessari sömu umræðu vil ég benda á að kennarar eru oft undir miklu álagi og fékk ég send skilaboð inn á minn samfélagsmiðil frá kennara sem sagði að hún upplifði að fagvitund sín og það sem hún nær að gera “á gólfinu” færi ekki alltaf saman því álagið væri hreinlega of mikið. Facebook hópurinn Skólamálin okkar Þar sem ég hef áður vakið athygli um þetta málefni og hef fengið ótal mörg skilaboð frá foreldrum í þessari erfiðu stöðu og einnig fengið þó nokkur skilaboð frá kennurum sem upplifa sig í erfiðari stöðu þá ákvað ég að stofna hóp á Facebook þar sem við getum sameinast. Í dag er markmiðið helst að vekja athygli á þessum hóp sem eru nemendur án skólaúrræðis eða í skólakvíða og með dræma mætingu. Það á að vera vettvangur til að deila sinni sögu, lesa sögur frá öðrum, fá ráð og deila ráðum. Það eru engar kvaðir um að deila neinu enda eru þetta mjög persónuleg mál og hver og einn þarf að finna hvað hentar sér. Margir foreldrar í þessari stöðu upplifa sig eyland og því vil ég breyta. Nú þegar eru komnir rúmlega 300 manns í hópinn en hann var stofnaður 24. janúar 2024. Allir sem telja sig eiga heima í hópnum eru velkomnir í hópinn. Skólamálin okkar | Facebook Höfundur er með miðilinn Lífsstefna þar sem hún er með ókeypis fræðslu um geðheilsu, ADHD og einhverfu. Sara er menntuð sem félagsliði, NLP markþjálfi, barna jógakennari og ráðgjafi.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar