Natasha komin áfram og Guðrún fékk loks stig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. janúar 2024 19:51 Guðrún Arnardóttir er máttarstólpi í liði Rosengård. Getty Images/Gualter Fatia Tvær íslenskar landsliðskonur í knattspyrnu voru í eldlínunni í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn fyrir Rosengård þegar liðið náði í sitt fyrsta stig og Natasha Anasi byrjaði fyrir Brann í Prag þegar norska liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum. Fimmta umferð Meistaradeildar Evrópu fer fram þessa dagana og eru línur farnar að skýrast hvaða lið fara áfram og hvaða lið sitja eftir með sárt ennið. Þó það sé löngu ljóst að Rosengård sé ekki á leið upp úr A-riðli þá náði liðið loks í sitt fyrsta stig. Guðrún lék allan leikinn í hjarta þriggja manna varnar sænska liðsins þegar Rosengård gerði 2-2 jafntefli við Benfica. Olivia Schough og Mai Kadowaki með mörk heimaliðsins. Ria Oling lagði upp bæði mörkin. Mörk Benfica skoruðu þær Jessica Silva og Marie-Yasmine Alidou d'Anjou. FC Rosengård are back level!!! Mai Kadowaki nets the fourth goal of the night! WHAT A NIGHT.Watch LIVE https://t.co/0lngGW8euTWatch highlights on YouTube https://t.co/OpupfqBUV3#UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/at6ZywDY27— DAZN Football (@DAZNFootball) January 25, 2024 Benfica er að öllum líkindum komið áfram nema Eintracht Frankfurt takist hið ómögulega og vinni Barcelona síðar í kvöld. Í B-riðli tryggði Brann sér sæti í 8-liða úrslitum með 1-0 útisigri á Slavia Prag. Natasha Anasi-Erlingsson byrjaði leikinn í þriggja manna varnarlínu norska liðsins. Hún var tekin af velli eftir tæpa klukkustund en skömmu síðar kom sigurmarkið. Big ooof from the Slavia keeper to allow Brann the lead!Watch LIVE https://t.co/0lngGW8euT Watch highlights on YouTube https://t.co/OpupfqBUV3 #UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/5hU6QvFFpi— DAZN Football (@DAZNFootball) January 25, 2024 Brann með 10 stig að loknum fimm leikjum. Reikna má þó með að franska stórliðið Lyon vinni riðilinn en það mætir St. Pölten síðar í kvöld. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn fyrir Rosengård þegar liðið náði í sitt fyrsta stig og Natasha Anasi byrjaði fyrir Brann í Prag þegar norska liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum. Fimmta umferð Meistaradeildar Evrópu fer fram þessa dagana og eru línur farnar að skýrast hvaða lið fara áfram og hvaða lið sitja eftir með sárt ennið. Þó það sé löngu ljóst að Rosengård sé ekki á leið upp úr A-riðli þá náði liðið loks í sitt fyrsta stig. Guðrún lék allan leikinn í hjarta þriggja manna varnar sænska liðsins þegar Rosengård gerði 2-2 jafntefli við Benfica. Olivia Schough og Mai Kadowaki með mörk heimaliðsins. Ria Oling lagði upp bæði mörkin. Mörk Benfica skoruðu þær Jessica Silva og Marie-Yasmine Alidou d'Anjou. FC Rosengård are back level!!! Mai Kadowaki nets the fourth goal of the night! WHAT A NIGHT.Watch LIVE https://t.co/0lngGW8euTWatch highlights on YouTube https://t.co/OpupfqBUV3#UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/at6ZywDY27— DAZN Football (@DAZNFootball) January 25, 2024 Benfica er að öllum líkindum komið áfram nema Eintracht Frankfurt takist hið ómögulega og vinni Barcelona síðar í kvöld. Í B-riðli tryggði Brann sér sæti í 8-liða úrslitum með 1-0 útisigri á Slavia Prag. Natasha Anasi-Erlingsson byrjaði leikinn í þriggja manna varnarlínu norska liðsins. Hún var tekin af velli eftir tæpa klukkustund en skömmu síðar kom sigurmarkið. Big ooof from the Slavia keeper to allow Brann the lead!Watch LIVE https://t.co/0lngGW8euT Watch highlights on YouTube https://t.co/OpupfqBUV3 #UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/5hU6QvFFpi— DAZN Football (@DAZNFootball) January 25, 2024 Brann með 10 stig að loknum fimm leikjum. Reikna má þó með að franska stórliðið Lyon vinni riðilinn en það mætir St. Pölten síðar í kvöld.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira