Halldór Karl: Aganefnd KKÍ tekur mál Ragnars mögulega fyrir í maí Andri Már Eggertsson skrifar 25. janúar 2024 22:20 Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, var svekktur eftir tap gegn Haukum Vísir/Hulda Margrét Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, var hundfúll eftir eins stigs tap gegn Haukum á heimavelli. Hamar hefur tapað öllum fimmtán leikjunum í Subway-deildinni. Halldór var einnig allt annað en sáttur út í vinnubrögð KKÍ. „Mér er drullusama um að við höfum verið að tapa fimmtánda leiknum í röð. Í kvöld töpuðum við með einu stigi og það var leiðinlegt að tapa þessum. Ég nenni ekki að horfa til baka og tala um síðustu leiki. Þetta var leiðinlegt og ég held að það sé auðvelt svar að segja að það hafi verið leiðinlegt að tapa,“ sagði Halldór Karl svekktur eftir leik. Halldór Karl var ánægður með fyrri hálfleik liðsins þar sem Hamar gerði síðustu tíu stigin og var fjórum stigum yfir í hálfleik. „Það var margt flott í fyrri hálfleik. Það var barátta í þessum leikmönnum sem ég er með. Við gerðum rosalega vel gegn þeim á hálfum velli. Haukar geta bara skorað á opnum velli og þannig leggur maður upp leikinn gegn þeim. Ef þú nærð að koma í veg fyrir að Kaninn hjá Haukum skori á opnum velli þá gerir hann ekki neitt.“ Lokamínúturnar voru æsispennandi en Halldór fann fyrir að hans menn voru þreyttir enda spilaði hann mest á fimm leikmönnum. „Við vorum að hlaupa á fimm mönnum en Haukar fóru dýpra á bekkinn og við fengum ekki mikið frá bekknum enda var það mín ákvörðun að spila á fáum leikmönnum.“ Halldór Karl nýtti tækifærið og hrósaði dómurunum fyrir vel dæmdan leik og sagði að þetta hafi verið besta dómgæsla sem hann hafi fengið í vetur. „Þetta var langbesta dómgæsla sem við höfum fengið í vetur og við höfum fengið allskonar dúdda hingað og þetta var virkilega vel dæmdur leikur. Þvílíkur munur að hafa fengið svona sendingu og við erum ekki eftir leik að pæla í einhverjum dómum. Ég er ótrúlega ánægður þegar að við fáum svona dómara sem koma með gæði inn í leikinn.“ Ummæli Ragnars Nathanaelsson um dómara í leik Keflavíkur og Hamars rataði inn á borð aganefndar KKÍ. Í kjölfarið neitaði Halldór Karl að tala við fjölmiðla en kom í viðtal eftir leik kvöldsins og var allt annað en sáttur með vinnubrögð KKÍ þar sem þetta hefur tekið alltof langan tíma. „Þessi mál eru einhvers staðar í bunka hjá KKÍ. Það er fáránlegt að við höfum ekki fengið að vita neitt um þetta. Við vorum ekki í fjölmiðlabanni heldur að vekja athygli bæði á að KKÍ hafi kært þetta og Stöð 2 Sport að hafa klikkað á þessu. Það skapaði umræðu að við höfum ekki mætt í viðtöl sem við vildum þar sem okkur finnst þetta ekki vera sanngjarnt.“ „KKÍ tekur þetta fyrir kannski í maí eða eitthvað. Það væri voðalega gott að fara að dæma í þessu þar sem það er langt síðan gögnin komu til þeirra.“ „Á miðvikudagskvöldum bíðum við eftir tölvupósti þegar að við höfum gert allan undirbúning fyrir leik um hvort Ragnar verði með liðinu. Hann er eini stóri leikmaðurinn okkar og þá verð ég bara að kalla liðið saman um kvöldið og segja þeim að gleyma öllu sem við höfum unnið í. Við verðum að fara að fá eitthvað út úr þessu strax,“ sagði Halldór Karl Þórsson að lokum. Subway-deild karla Hamar Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
„Mér er drullusama um að við höfum verið að tapa fimmtánda leiknum í röð. Í kvöld töpuðum við með einu stigi og það var leiðinlegt að tapa þessum. Ég nenni ekki að horfa til baka og tala um síðustu leiki. Þetta var leiðinlegt og ég held að það sé auðvelt svar að segja að það hafi verið leiðinlegt að tapa,“ sagði Halldór Karl svekktur eftir leik. Halldór Karl var ánægður með fyrri hálfleik liðsins þar sem Hamar gerði síðustu tíu stigin og var fjórum stigum yfir í hálfleik. „Það var margt flott í fyrri hálfleik. Það var barátta í þessum leikmönnum sem ég er með. Við gerðum rosalega vel gegn þeim á hálfum velli. Haukar geta bara skorað á opnum velli og þannig leggur maður upp leikinn gegn þeim. Ef þú nærð að koma í veg fyrir að Kaninn hjá Haukum skori á opnum velli þá gerir hann ekki neitt.“ Lokamínúturnar voru æsispennandi en Halldór fann fyrir að hans menn voru þreyttir enda spilaði hann mest á fimm leikmönnum. „Við vorum að hlaupa á fimm mönnum en Haukar fóru dýpra á bekkinn og við fengum ekki mikið frá bekknum enda var það mín ákvörðun að spila á fáum leikmönnum.“ Halldór Karl nýtti tækifærið og hrósaði dómurunum fyrir vel dæmdan leik og sagði að þetta hafi verið besta dómgæsla sem hann hafi fengið í vetur. „Þetta var langbesta dómgæsla sem við höfum fengið í vetur og við höfum fengið allskonar dúdda hingað og þetta var virkilega vel dæmdur leikur. Þvílíkur munur að hafa fengið svona sendingu og við erum ekki eftir leik að pæla í einhverjum dómum. Ég er ótrúlega ánægður þegar að við fáum svona dómara sem koma með gæði inn í leikinn.“ Ummæli Ragnars Nathanaelsson um dómara í leik Keflavíkur og Hamars rataði inn á borð aganefndar KKÍ. Í kjölfarið neitaði Halldór Karl að tala við fjölmiðla en kom í viðtal eftir leik kvöldsins og var allt annað en sáttur með vinnubrögð KKÍ þar sem þetta hefur tekið alltof langan tíma. „Þessi mál eru einhvers staðar í bunka hjá KKÍ. Það er fáránlegt að við höfum ekki fengið að vita neitt um þetta. Við vorum ekki í fjölmiðlabanni heldur að vekja athygli bæði á að KKÍ hafi kært þetta og Stöð 2 Sport að hafa klikkað á þessu. Það skapaði umræðu að við höfum ekki mætt í viðtöl sem við vildum þar sem okkur finnst þetta ekki vera sanngjarnt.“ „KKÍ tekur þetta fyrir kannski í maí eða eitthvað. Það væri voðalega gott að fara að dæma í þessu þar sem það er langt síðan gögnin komu til þeirra.“ „Á miðvikudagskvöldum bíðum við eftir tölvupósti þegar að við höfum gert allan undirbúning fyrir leik um hvort Ragnar verði með liðinu. Hann er eini stóri leikmaðurinn okkar og þá verð ég bara að kalla liðið saman um kvöldið og segja þeim að gleyma öllu sem við höfum unnið í. Við verðum að fara að fá eitthvað út úr þessu strax,“ sagði Halldór Karl Þórsson að lokum.
Subway-deild karla Hamar Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð