Fimmtán vagnar í tjóni í glerhálku í gær Lovísa Arnardóttir skrifar 26. janúar 2024 11:33 Vagnstjórar Strætó lentu í vandræðum í hálku í gær eins og aðrir ökumenn. Myndin er tekin á Miklubraut í átt að Ártúnsbrekku. Myndir/Stefán Freyr Fimmtán vagnar Strætó lentu í tjóni í mikilli og skyndilegri hálku sem myndaðist seinnipartinn í gær. Tjónið er allt frá því að vera smá nudd í brotna rúðu. Þrír vagnar voru í viðgerð í morgun af þeim fimmtán sem lentu í tjóni. Fréttastofa fékk sent myndband af atviki sem átti sér stað á Miklubraut seinnipartinn í gær á leið númer 3. Samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Frey Margrétarsyni, sem tók myndbandið, átti strætó í miklum erfiðleikum með að halda beinni línu. „Þetta var líklega besta lausnin hjá honum að renna upp á kannt. En fyrir vikið var hann hálf fastur í þeirri stellingu á meðan hann sleðaði áfram í einhvern tíma,“ segir Stefán. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir atvikið ekki hafa verið tilkynnt sérstaklega til þeirra en segir það þó með þeim fyrirvara að enn sé verið að fara yfir allar tilkynningar. Vitað sé af fimmtán vögnum sem lentu í tjóni. Flest minniháttar en þrjú svo alvarleg að vagnar voru í viðgerð í morgun. Hann segir að staðan hafi verið erfið hjá Strætó eins og öðrum. Það hafi verið tafir og upp hafi komið ýmis atvik. Bæði vegna hálkunnar en einnig vegna rafmagnsleysis sem átti sér stað á sama tíma, en í kjölfarið duttu út fjöldi umferðarljósa. „Þetta var erfiður dagur fyrir alla í gær, sama hvort það var Strætó eða ekki. Það var mikið af tjónum og miklar tafir eins og hefur verið komið fram. Það voru minniháttar atvik hjá nokkrum vögnum,“ segir Jóhannes og að Strætó hafi verið ekið á aðra bíla og öðrum bílum verið ekið á Strætó vegna hálkunnar. Lenti á vegriði Alvarlegasta atvikið átti sér stað í Kópavogi þar sem vagn lenti á vegriði á litlum hraða. Engan sakaði að sögn Jóhannesar en vagninn var ekki ökuhæfur eftir atvikið. „Þetta hefur mikil áhrif.“ Samgöngur Veður Færð á vegum Samgönguslys Tengdar fréttir Fjórir á sjúkrahúsi eftir árekstra Þung umferð er um alla borgina um þessar mundir og fjöldinn allur af umferðaróhöppum. Vakthafi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir fjóra hafa verið flutta á sjúkrahús í kjölfar árekstra. Enginn hlaut alvarlega áverka. 25. janúar 2024 18:31 Rafmagnsleysið mjög óvenjulegt Rafmagnsleysið sem varð síðdegis á höfuðborgarsvæðinu svo umferðarljós urðu óvirk í vetrarveðrinu með tilheyrandi öngþveiti er mjög óvenjulegt. 25. janúar 2024 20:41 Þurfti að dúsa ein í dimmri lyftu þar til rafmagn komst aftur á María Björk Lárusdóttir lenti í óhugnanlegu atviki í rafmagnsleysinu sem varð í Reykjavík í dag en þó ekki í umferðinni. Hún festist í lyftu á leið sinni heim og þurfti að dúsa þar í hálfan klukkutíma. 25. janúar 2024 20:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Fréttastofa fékk sent myndband af atviki sem átti sér stað á Miklubraut seinnipartinn í gær á leið númer 3. Samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Frey Margrétarsyni, sem tók myndbandið, átti strætó í miklum erfiðleikum með að halda beinni línu. „Þetta var líklega besta lausnin hjá honum að renna upp á kannt. En fyrir vikið var hann hálf fastur í þeirri stellingu á meðan hann sleðaði áfram í einhvern tíma,“ segir Stefán. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir atvikið ekki hafa verið tilkynnt sérstaklega til þeirra en segir það þó með þeim fyrirvara að enn sé verið að fara yfir allar tilkynningar. Vitað sé af fimmtán vögnum sem lentu í tjóni. Flest minniháttar en þrjú svo alvarleg að vagnar voru í viðgerð í morgun. Hann segir að staðan hafi verið erfið hjá Strætó eins og öðrum. Það hafi verið tafir og upp hafi komið ýmis atvik. Bæði vegna hálkunnar en einnig vegna rafmagnsleysis sem átti sér stað á sama tíma, en í kjölfarið duttu út fjöldi umferðarljósa. „Þetta var erfiður dagur fyrir alla í gær, sama hvort það var Strætó eða ekki. Það var mikið af tjónum og miklar tafir eins og hefur verið komið fram. Það voru minniháttar atvik hjá nokkrum vögnum,“ segir Jóhannes og að Strætó hafi verið ekið á aðra bíla og öðrum bílum verið ekið á Strætó vegna hálkunnar. Lenti á vegriði Alvarlegasta atvikið átti sér stað í Kópavogi þar sem vagn lenti á vegriði á litlum hraða. Engan sakaði að sögn Jóhannesar en vagninn var ekki ökuhæfur eftir atvikið. „Þetta hefur mikil áhrif.“
Samgöngur Veður Færð á vegum Samgönguslys Tengdar fréttir Fjórir á sjúkrahúsi eftir árekstra Þung umferð er um alla borgina um þessar mundir og fjöldinn allur af umferðaróhöppum. Vakthafi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir fjóra hafa verið flutta á sjúkrahús í kjölfar árekstra. Enginn hlaut alvarlega áverka. 25. janúar 2024 18:31 Rafmagnsleysið mjög óvenjulegt Rafmagnsleysið sem varð síðdegis á höfuðborgarsvæðinu svo umferðarljós urðu óvirk í vetrarveðrinu með tilheyrandi öngþveiti er mjög óvenjulegt. 25. janúar 2024 20:41 Þurfti að dúsa ein í dimmri lyftu þar til rafmagn komst aftur á María Björk Lárusdóttir lenti í óhugnanlegu atviki í rafmagnsleysinu sem varð í Reykjavík í dag en þó ekki í umferðinni. Hún festist í lyftu á leið sinni heim og þurfti að dúsa þar í hálfan klukkutíma. 25. janúar 2024 20:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Fjórir á sjúkrahúsi eftir árekstra Þung umferð er um alla borgina um þessar mundir og fjöldinn allur af umferðaróhöppum. Vakthafi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir fjóra hafa verið flutta á sjúkrahús í kjölfar árekstra. Enginn hlaut alvarlega áverka. 25. janúar 2024 18:31
Rafmagnsleysið mjög óvenjulegt Rafmagnsleysið sem varð síðdegis á höfuðborgarsvæðinu svo umferðarljós urðu óvirk í vetrarveðrinu með tilheyrandi öngþveiti er mjög óvenjulegt. 25. janúar 2024 20:41
Þurfti að dúsa ein í dimmri lyftu þar til rafmagn komst aftur á María Björk Lárusdóttir lenti í óhugnanlegu atviki í rafmagnsleysinu sem varð í Reykjavík í dag en þó ekki í umferðinni. Hún festist í lyftu á leið sinni heim og þurfti að dúsa þar í hálfan klukkutíma. 25. janúar 2024 20:00