Kalli svikinn um löggilt kynþokkavottorðið Jakob Bjarnar skrifar 26. janúar 2024 12:06 Því verður ekki á móti mælt að Karl Sigurðsson, tölvunarfræðingur og poppstjarna, er löðrandi í kynþokka. Sjóðheitur að sögn Tobbu, sem vill hafa hann fyrir sig. Í tilefni bóndadags birti DV lista yfir kynþokkafyllstu karlmenn landsins. Og eru eins og vænta má margir álitlegir menn kynntir til sögunnar. Þar vekur til að mynda athygli að þeir feðgar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og sonur hans Benedikt Bjarnason komast báðir á blað. Löðrandi í kynþokka, myndarlegir og hávaxnir feðgar. Þegar litið er til þeirra sem eru álitsgjafar kemur á daginn að þar eru þekktar drottningar: Tobba Marinós, athafna- og fjölmiðlakona, Ellý Ármanns, spákona, Viktor Andersen, hjúkrunarfræðingur, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ísdrottning og glamúrfyrirsæta. Það sem vekur ennfremur athygli er að bæði Ellý og Ásdís Rán komu sínum körlum á lista, þeim Hlyni Jakobssyni veitingamanni og plötusnúði og svo er ískóngurinn Þórður Daníel á lista. Sjóðheitur Kalli ekki á lista Hér verður því ekki haldið fram að þeir séu þarna af annarlegum ástæðum, vegna klíku en … þetta æpir á spurninguna: Hvar er Karl Sigurðsson, tölvunarfræðingur, poppstjarna og eiginmaður Tobbu? Af hverju er hann ekki á lista? Tobba Marinós ásamt eiginmanni sínum Karli Sigurðssyni. Fjarvera Kalla á lista yfir kynþokkafyllstu karlmenn landsins, sér í lagi af því að Tobba var meðal álitsgjafa, hafa vakið upp ýmsar spurningar. „Já,“ segir Karl. „Sko, mér skilst að henni hafi verið meinað að nefna sinn eiginmann. Ég held að það séu oftast reglurnar.“ Já, ók. Hún er þá bara að fylgja reglunum. „Jájá, hún er svo ofboðslega hlýðin.“ Þær Ásdís Rán og Ellý hafa ekki gefið mikið fyrir þessar reglur, að því er virðist. Nema einhverjir aðrir álitsgjafar hafi nefnt þeirra karla til sögunnar? En þetta getur reyndar átt sér aðrar skýringar, nefnilega þær að Tobba vilji hafa Kalla útaf fyrir sig: „Kona vill auðvitað ekki fá einhverjar einhleypar guggur á eftir eiginmanninum. Hann er sjóðheitur, sko," segir Tobba í samtali við Vísi. Og því til staðfestingar sendir hún blaðamanni Vísis mynd því til sönnunar. „Dálítið fölur, en samt.“ Karl ásamt félögum sínum í Baggalúti. Svolítið fölur en sjóðheitur, að mati eiginkonu sinnar. Fréttir af Klopp yfirskyggja kynþokkatíðindin Karl var ekki búinn að berja listann augum þegar Vísir náði tali af honum, hann var upptekinn af fregnum af Jurgen Klopp og fyrirhuguðu brotthvarfi hans frá Liverpool. „Hræðilegar fréttir. Það ætti að gera frétt af viðbrögðum Liverpool-manna við þeirri frétt. Kynþokkafyllsti þjálfari heimsins. Hvað segir Sóli Hólm? Þetta eru fréttir sem maður man alltaf hvar maður var þegar maður heyrir þær.“ Karl segir vert að gefa kynþokkanum gaum þó sjálfur sé hann ekki að eltast við slíkt, orðinn fimmtugur. En þetta sé klassík. „Þetta var alltaf á rás 2 á sínum tíma, þá var alltaf verið að velja kynþokkafyllstu karlana. Jón Ólafs var að birta 20 ára kynþokkaafmælið sitt af þeim vettvangi,“ segir Karl og flettir yfir á kynþokkaúttekt DV. „Jájá, þetta eru margir álitlegir menn þarna. Heldur betur.“ Fjölmiðlar Ástin og lífið Bóndadagur Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Sjá meira
Þar vekur til að mynda athygli að þeir feðgar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og sonur hans Benedikt Bjarnason komast báðir á blað. Löðrandi í kynþokka, myndarlegir og hávaxnir feðgar. Þegar litið er til þeirra sem eru álitsgjafar kemur á daginn að þar eru þekktar drottningar: Tobba Marinós, athafna- og fjölmiðlakona, Ellý Ármanns, spákona, Viktor Andersen, hjúkrunarfræðingur, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ísdrottning og glamúrfyrirsæta. Það sem vekur ennfremur athygli er að bæði Ellý og Ásdís Rán komu sínum körlum á lista, þeim Hlyni Jakobssyni veitingamanni og plötusnúði og svo er ískóngurinn Þórður Daníel á lista. Sjóðheitur Kalli ekki á lista Hér verður því ekki haldið fram að þeir séu þarna af annarlegum ástæðum, vegna klíku en … þetta æpir á spurninguna: Hvar er Karl Sigurðsson, tölvunarfræðingur, poppstjarna og eiginmaður Tobbu? Af hverju er hann ekki á lista? Tobba Marinós ásamt eiginmanni sínum Karli Sigurðssyni. Fjarvera Kalla á lista yfir kynþokkafyllstu karlmenn landsins, sér í lagi af því að Tobba var meðal álitsgjafa, hafa vakið upp ýmsar spurningar. „Já,“ segir Karl. „Sko, mér skilst að henni hafi verið meinað að nefna sinn eiginmann. Ég held að það séu oftast reglurnar.“ Já, ók. Hún er þá bara að fylgja reglunum. „Jájá, hún er svo ofboðslega hlýðin.“ Þær Ásdís Rán og Ellý hafa ekki gefið mikið fyrir þessar reglur, að því er virðist. Nema einhverjir aðrir álitsgjafar hafi nefnt þeirra karla til sögunnar? En þetta getur reyndar átt sér aðrar skýringar, nefnilega þær að Tobba vilji hafa Kalla útaf fyrir sig: „Kona vill auðvitað ekki fá einhverjar einhleypar guggur á eftir eiginmanninum. Hann er sjóðheitur, sko," segir Tobba í samtali við Vísi. Og því til staðfestingar sendir hún blaðamanni Vísis mynd því til sönnunar. „Dálítið fölur, en samt.“ Karl ásamt félögum sínum í Baggalúti. Svolítið fölur en sjóðheitur, að mati eiginkonu sinnar. Fréttir af Klopp yfirskyggja kynþokkatíðindin Karl var ekki búinn að berja listann augum þegar Vísir náði tali af honum, hann var upptekinn af fregnum af Jurgen Klopp og fyrirhuguðu brotthvarfi hans frá Liverpool. „Hræðilegar fréttir. Það ætti að gera frétt af viðbrögðum Liverpool-manna við þeirri frétt. Kynþokkafyllsti þjálfari heimsins. Hvað segir Sóli Hólm? Þetta eru fréttir sem maður man alltaf hvar maður var þegar maður heyrir þær.“ Karl segir vert að gefa kynþokkanum gaum þó sjálfur sé hann ekki að eltast við slíkt, orðinn fimmtugur. En þetta sé klassík. „Þetta var alltaf á rás 2 á sínum tíma, þá var alltaf verið að velja kynþokkafyllstu karlana. Jón Ólafs var að birta 20 ára kynþokkaafmælið sitt af þeim vettvangi,“ segir Karl og flettir yfir á kynþokkaúttekt DV. „Jájá, þetta eru margir álitlegir menn þarna. Heldur betur.“
Fjölmiðlar Ástin og lífið Bóndadagur Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Sjá meira