Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna bendlaðir við árásirnar 7. október Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2024 15:41 UNRWA er ein helsta líflína Palestínumanna á Gasaströndinni, þar sem nánast allir íbúar hafa þurft að flýja heimili sín og standa frammi fyrir hungursneyð. EPA/HAITHAM IMAD Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir yfirvöld í Ísrael hafa útvegað stofnuninni gögn sem bendli starfsmenn hennar við árásir Hamas-samtakanna á Ísrael þann 7. október. Um er að ræða tólf starfsmenn sem Philippe Lazzarini, yfirmaður UNRWA, segir að hafi verið reknir. Þann sjöunda október ruddust vígamenn Hamas og aðrir inn í suðurhluta Ísrael, þar sem þeir eru sagðir hafa banað um 1.200 manns og tekið um 250 manns í gíslingu. Í yfirlýsingu sem birt var á vef stofnunarinnar í dag segir Lazzarini að málið sé til rannsóknar og að hverjum starfsmanni UNRWA sem komið hafi að árásunum verði refsað samkvæmt lögum. Hann segir stofnunina fordæma umræddar árásir Hamas og kallar eftir því að Hamas-liðar sleppi þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Sameinuðu þjóðirnar stofnuðu UNRWA árið 1949 til að aðstoða palestínska flóttamenn. Samtökin starfa víðsvegar fyrir botni Miðjarðarhafsins. „Þessar sláandi ásakanir líta dagsins ljós á sama tíma og rúmlega tvær milljónir manna á Gasaströndinni treysta á lífsnauðsynlega aðstoð sem samtökin hafa verið að veita frá því átökin hófust. Hver sem svíkur grunngildi Sameinuðu þjóðanna svíkur einnig þá sem við þjónum á Gasa, annars staðar á svæðinu og víðs vegar um heiminn,“ segir Lazzarini í yfirlýsingunni. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna tilkynnti á svipuðum tíma og Lazzarini birti yfirlýsingu sína að Bandaríkin myndu ekki gefa UNRWA frekara fé í bili. Á meðan verið væri að rannsaka þær ásakanir að tólf starfsmenn stofnunarinnar hefðu tekið þátt í árásum Hamas-samtakanna og annarra. Bandaríkin voru árið 2022 lang stærsti bakhjarl UNRWA og veittu stofnuninni um 222 milljónir dala. Næst á eftir var Evrópusambandið með rúmar hundrað milljónir dala. Í yfirlýsingu ráðuneytisins segir að Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi rætt við Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í gær og hann hafi sagt mikilvægt að komast til botns í málinu sem fyrst. Þá segir í yfirlýsingunni að Guterres hafi heitið því að rannsaka málið og heitið skjótum viðbrögðum reynist ásakanirnar réttar. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Tengdar fréttir Vinna að breiðu einskismannslandi við landamæri Gasa Ísraelskir hermenn hafa frá því í nóvember unnið að því að skapa eins kílómetra breitt einskismannsland við landamæri Gasastrandarinnar. Hús hafa verið jöfnuð við jörðu með sprengjum og jarðýtum, fyllt er upp í göng Hamas-samtakanna og akrar reittir upp. 25. janúar 2024 16:19 Felldu tuttugu og einn hermann í umsátri Ráðamenn í Ísrael segja 24 ísraelska hermenn hafa fallið í átökum við Hamas-liða á Gasaströndinni í gær. Þar af féllu 21 þeirra í sömu árás Hamas en gærdagurinn var sá mannskæðasti fyrir ísraelska herinn frá 7. október. 23. janúar 2024 10:15 Ruddust inn í ísraelska þingið meðan árásir á Gasa héldu áfram Aðstandendur gísla í haldi Hamas ruddust inn í ísraelska þingið til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Þrýstingur eykst á Netanjahú innan- sem utanlands. Utanríkismálastjóri ESB segir að núverandi leið Ísraela til að útrýma Hamas muni ekki virka og það þurfi að koma á friði. Nú þegar hafi um 25 þúsund manns fallið á Gasa. 23. janúar 2024 00:14 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Þann sjöunda október ruddust vígamenn Hamas og aðrir inn í suðurhluta Ísrael, þar sem þeir eru sagðir hafa banað um 1.200 manns og tekið um 250 manns í gíslingu. Í yfirlýsingu sem birt var á vef stofnunarinnar í dag segir Lazzarini að málið sé til rannsóknar og að hverjum starfsmanni UNRWA sem komið hafi að árásunum verði refsað samkvæmt lögum. Hann segir stofnunina fordæma umræddar árásir Hamas og kallar eftir því að Hamas-liðar sleppi þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Sameinuðu þjóðirnar stofnuðu UNRWA árið 1949 til að aðstoða palestínska flóttamenn. Samtökin starfa víðsvegar fyrir botni Miðjarðarhafsins. „Þessar sláandi ásakanir líta dagsins ljós á sama tíma og rúmlega tvær milljónir manna á Gasaströndinni treysta á lífsnauðsynlega aðstoð sem samtökin hafa verið að veita frá því átökin hófust. Hver sem svíkur grunngildi Sameinuðu þjóðanna svíkur einnig þá sem við þjónum á Gasa, annars staðar á svæðinu og víðs vegar um heiminn,“ segir Lazzarini í yfirlýsingunni. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna tilkynnti á svipuðum tíma og Lazzarini birti yfirlýsingu sína að Bandaríkin myndu ekki gefa UNRWA frekara fé í bili. Á meðan verið væri að rannsaka þær ásakanir að tólf starfsmenn stofnunarinnar hefðu tekið þátt í árásum Hamas-samtakanna og annarra. Bandaríkin voru árið 2022 lang stærsti bakhjarl UNRWA og veittu stofnuninni um 222 milljónir dala. Næst á eftir var Evrópusambandið með rúmar hundrað milljónir dala. Í yfirlýsingu ráðuneytisins segir að Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi rætt við Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í gær og hann hafi sagt mikilvægt að komast til botns í málinu sem fyrst. Þá segir í yfirlýsingunni að Guterres hafi heitið því að rannsaka málið og heitið skjótum viðbrögðum reynist ásakanirnar réttar.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Tengdar fréttir Vinna að breiðu einskismannslandi við landamæri Gasa Ísraelskir hermenn hafa frá því í nóvember unnið að því að skapa eins kílómetra breitt einskismannsland við landamæri Gasastrandarinnar. Hús hafa verið jöfnuð við jörðu með sprengjum og jarðýtum, fyllt er upp í göng Hamas-samtakanna og akrar reittir upp. 25. janúar 2024 16:19 Felldu tuttugu og einn hermann í umsátri Ráðamenn í Ísrael segja 24 ísraelska hermenn hafa fallið í átökum við Hamas-liða á Gasaströndinni í gær. Þar af féllu 21 þeirra í sömu árás Hamas en gærdagurinn var sá mannskæðasti fyrir ísraelska herinn frá 7. október. 23. janúar 2024 10:15 Ruddust inn í ísraelska þingið meðan árásir á Gasa héldu áfram Aðstandendur gísla í haldi Hamas ruddust inn í ísraelska þingið til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Þrýstingur eykst á Netanjahú innan- sem utanlands. Utanríkismálastjóri ESB segir að núverandi leið Ísraela til að útrýma Hamas muni ekki virka og það þurfi að koma á friði. Nú þegar hafi um 25 þúsund manns fallið á Gasa. 23. janúar 2024 00:14 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Vinna að breiðu einskismannslandi við landamæri Gasa Ísraelskir hermenn hafa frá því í nóvember unnið að því að skapa eins kílómetra breitt einskismannsland við landamæri Gasastrandarinnar. Hús hafa verið jöfnuð við jörðu með sprengjum og jarðýtum, fyllt er upp í göng Hamas-samtakanna og akrar reittir upp. 25. janúar 2024 16:19
Felldu tuttugu og einn hermann í umsátri Ráðamenn í Ísrael segja 24 ísraelska hermenn hafa fallið í átökum við Hamas-liða á Gasaströndinni í gær. Þar af féllu 21 þeirra í sömu árás Hamas en gærdagurinn var sá mannskæðasti fyrir ísraelska herinn frá 7. október. 23. janúar 2024 10:15
Ruddust inn í ísraelska þingið meðan árásir á Gasa héldu áfram Aðstandendur gísla í haldi Hamas ruddust inn í ísraelska þingið til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Þrýstingur eykst á Netanjahú innan- sem utanlands. Utanríkismálastjóri ESB segir að núverandi leið Ísraela til að útrýma Hamas muni ekki virka og það þurfi að koma á friði. Nú þegar hafi um 25 þúsund manns fallið á Gasa. 23. janúar 2024 00:14