Brot á alþjóðalögum að framfylgja ekki skipunum Alþjóðadómstólsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. janúar 2024 18:37 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að nýfallinn bráðabrigðaúrskurður Alþjóðadómstólsins í Haag hafi gríðarlega mikla þýðingu. Stöð 2/Arnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sem er menntuð í alþjóða- og Evrópulögum sem og mannréttindum og alþjóðlegum refsirétti, segir bráðabirgðaniðurstöðu Alþjóðadómstólsins í Haag vera ofboðslega mikilvæga fyrir íbúa á Gasa og hafa mikla þýðingu. „Vegna þess að þarna er Ísrael skipað af alþjóðadómstól sem hefur lögsögu til þess að skipa Ísrael að gera eitthvað eða láta af einhverri hegðun; að hætta öllu sem talist gæti til þjóðarmorðs og að tryggja að sönnunargögn um að mögulegt þjóðarmorð hafi verið framið séu varðveitt og ekki eyðilögð, að tryggja það að hermenn þeirra séu ekki að fremja neitt sem fellur undir skilgreiningu á þjóðarmorði í hernaði sínum á Gasa.“ Ísrael er gert að skila skýrslu innan mánaðar, frá og með deginum í dag, um hvernig þeir hafi framfylgt skipunum dómstólsins. „Það sem er mjög áhugavert og sérstakt við þennan dóm er að þau segja að það þurfi að sækja til saka þá sem hafa verið að hvetja til þjóðarmorðs, það gefur til kynna að dómstóllinn hafi töluverðar áhyggjur af þeirri orðræðu sem hefur verið viðhöfð af mjög valdamiklu fólki, þau nefna þarna varnarmálaráðherra Ísraels sem bendir til þess að verið sé að hvetja til þjóðarmorðs. Og það er auðvitað sér glæpur út af fyrir sig að hvetja til þjóðarmorðs, og þeim beri skylda til að refsa fyrir það, sækja þá til saka og vinna gegn því að fólk sé að hvetja til þjóðarmorðs í Ísrael.“ Fyrstu viðbrögð stjórnvalda í Ísrael benda ekki til þess að þau nálgist niðurstöðuna af mikilli virðingu en einn ráðamannanna hafði til að mynda í frammi uppnefni og sagði „Hague schmague“. Þórhildur Sunna segir þó að niðurstaðan í dag muni líka hafa áhrif út fyrir Ísrael og á bandamenn ríkisins sem gefa sig út fyrir að vera friðelskandi en einnig áfram um alþjóðalög. „Þessi bráðabirgðaúrskurður gefur ríkjum ákveðið lögmæti gagnvart því að beita Ísrael þrýstingi um að láta af því sem ég tel vera stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í Palestínu og mögulegt þjóðarmorð, eins og bent hefur verið á, og setur í raun pressu á ríki heims sem segjast að minnsta kosti í orði kveðnu styðja alþjóðalög og fara eftir þeim og finnast mikilvægt að þeim sé fylgt og svo framvegis.“ Hið augljósa sé að úrskurðurinn setji pressu á Bandaríkin. „Að hætta að vera með, svo gott sem, skilyrðislausan stuðning við Ísrael og þetta auðveldar til muna að setja þrýsting á stjórnvöld um að beita refsiaðgerðum verði Ísrael ekki við kröfum dómstólsins um úrbætur gagnvart því sem dómstóllinn segir að þeir verði að gera. Ef þeir eru ekki að fylgja beinum úrskurði dómstólsins í Haag, þá eru þeir brotlegir við alþjóðalög vegna þess að þeim ber bein lagaleg skylda til að fylgja þessum fyrirmælum.“ Ísrael Palestína Suður-Afríka Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segja Ísraelum að draga úr hernaði á Gasa Dómarar Alþjóðargerðardómstólsins í Haag hafa komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelar eigi að draga úr hernaðaraðgerðum á Gasaströndinni og koma í veg fyrir dauðsföll óbreyttra borgara á meðan fjallað er um hvort þeir séu að fremja þjóðarmorð á Gasaströndinni eða ekki. 26. janúar 2024 12:46 Von á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í dag Von er á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í Haag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael. Suður-Afríka óskaði þess í máli sínu að dómstóllinn myndi til bráðabirgða úrskurða um það að Ísraelar láti af hernaði sínum á Gasa á meðan dómstóllinn tekur fyrir ásakanir þeirra um þjóðarmorð Ísraela á Gasa. 26. janúar 2024 07:10 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
„Vegna þess að þarna er Ísrael skipað af alþjóðadómstól sem hefur lögsögu til þess að skipa Ísrael að gera eitthvað eða láta af einhverri hegðun; að hætta öllu sem talist gæti til þjóðarmorðs og að tryggja að sönnunargögn um að mögulegt þjóðarmorð hafi verið framið séu varðveitt og ekki eyðilögð, að tryggja það að hermenn þeirra séu ekki að fremja neitt sem fellur undir skilgreiningu á þjóðarmorði í hernaði sínum á Gasa.“ Ísrael er gert að skila skýrslu innan mánaðar, frá og með deginum í dag, um hvernig þeir hafi framfylgt skipunum dómstólsins. „Það sem er mjög áhugavert og sérstakt við þennan dóm er að þau segja að það þurfi að sækja til saka þá sem hafa verið að hvetja til þjóðarmorðs, það gefur til kynna að dómstóllinn hafi töluverðar áhyggjur af þeirri orðræðu sem hefur verið viðhöfð af mjög valdamiklu fólki, þau nefna þarna varnarmálaráðherra Ísraels sem bendir til þess að verið sé að hvetja til þjóðarmorðs. Og það er auðvitað sér glæpur út af fyrir sig að hvetja til þjóðarmorðs, og þeim beri skylda til að refsa fyrir það, sækja þá til saka og vinna gegn því að fólk sé að hvetja til þjóðarmorðs í Ísrael.“ Fyrstu viðbrögð stjórnvalda í Ísrael benda ekki til þess að þau nálgist niðurstöðuna af mikilli virðingu en einn ráðamannanna hafði til að mynda í frammi uppnefni og sagði „Hague schmague“. Þórhildur Sunna segir þó að niðurstaðan í dag muni líka hafa áhrif út fyrir Ísrael og á bandamenn ríkisins sem gefa sig út fyrir að vera friðelskandi en einnig áfram um alþjóðalög. „Þessi bráðabirgðaúrskurður gefur ríkjum ákveðið lögmæti gagnvart því að beita Ísrael þrýstingi um að láta af því sem ég tel vera stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í Palestínu og mögulegt þjóðarmorð, eins og bent hefur verið á, og setur í raun pressu á ríki heims sem segjast að minnsta kosti í orði kveðnu styðja alþjóðalög og fara eftir þeim og finnast mikilvægt að þeim sé fylgt og svo framvegis.“ Hið augljósa sé að úrskurðurinn setji pressu á Bandaríkin. „Að hætta að vera með, svo gott sem, skilyrðislausan stuðning við Ísrael og þetta auðveldar til muna að setja þrýsting á stjórnvöld um að beita refsiaðgerðum verði Ísrael ekki við kröfum dómstólsins um úrbætur gagnvart því sem dómstóllinn segir að þeir verði að gera. Ef þeir eru ekki að fylgja beinum úrskurði dómstólsins í Haag, þá eru þeir brotlegir við alþjóðalög vegna þess að þeim ber bein lagaleg skylda til að fylgja þessum fyrirmælum.“
Ísrael Palestína Suður-Afríka Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segja Ísraelum að draga úr hernaði á Gasa Dómarar Alþjóðargerðardómstólsins í Haag hafa komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelar eigi að draga úr hernaðaraðgerðum á Gasaströndinni og koma í veg fyrir dauðsföll óbreyttra borgara á meðan fjallað er um hvort þeir séu að fremja þjóðarmorð á Gasaströndinni eða ekki. 26. janúar 2024 12:46 Von á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í dag Von er á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í Haag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael. Suður-Afríka óskaði þess í máli sínu að dómstóllinn myndi til bráðabirgða úrskurða um það að Ísraelar láti af hernaði sínum á Gasa á meðan dómstóllinn tekur fyrir ásakanir þeirra um þjóðarmorð Ísraela á Gasa. 26. janúar 2024 07:10 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Segja Ísraelum að draga úr hernaði á Gasa Dómarar Alþjóðargerðardómstólsins í Haag hafa komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelar eigi að draga úr hernaðaraðgerðum á Gasaströndinni og koma í veg fyrir dauðsföll óbreyttra borgara á meðan fjallað er um hvort þeir séu að fremja þjóðarmorð á Gasaströndinni eða ekki. 26. janúar 2024 12:46
Von á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í dag Von er á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í Haag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael. Suður-Afríka óskaði þess í máli sínu að dómstóllinn myndi til bráðabirgða úrskurða um það að Ísraelar láti af hernaði sínum á Gasa á meðan dómstóllinn tekur fyrir ásakanir þeirra um þjóðarmorð Ísraela á Gasa. 26. janúar 2024 07:10