Mahomes, Kelce og auðvitað Taylor Swift líka í Super Bowl í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2024 06:31 Travis Kelce of Taylor Swift fagna saman sigri Kansas City Chiefs í leikslok. Getty/Patrick Smith Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers mætast í Super Bowl í ár en þetta varð ljóst eftir úrslitaleiki deildanna í úrslitakeppni NFL í nótt. Chiefs vann 17-10 sigur á Baltimore Ravens á útivelli þar sem öll stigin í leiknum, nema eitt vallarmark frá Ravens, komu í fyrri hálfleiknum. Þetta verður í fjórða sinn á fimm árum þar sem Patrick Mahomes og félagar fara alla leið í leikinn um Ofurskálina. Það var mun meiri dramatík í hinum leiknum þar sem San Francisco 49ers gróf stig upp úr stórri holu og vann 34-31 endurkomusigur á Detriot Lions. 49ers vs. Chiefs in Las Vegas! #SBLVIII pic.twitter.com/ARHIwQBaia— NFL (@NFL) January 29, 2024 Lions liðið hefur komið mjög á óvart í vetur og var komið í 24-7 fyrir hálfleik. 49ers menn sýndu mikla seiglu með að koma til baka en miklu munaði um sautján stig liðsins á mögnuðum átta mínútna kafla. Detoit hefur aldrei spilað í Super Bowl og var svo ótrúlega nálægt því. Liðið tók tvisvar áhættuna á því að reyna við fjórðu tilraun í stað þess að reyna við vallarmark og það reyndist á endanum dýrkeypt. 49ers var á heimavelli og sigurstranglegra fyrir fram en útlitið var svo sannarlega svart um tíma. Liðið er aftur á móti stórhættulegt þegar það kemst á ferðina. 49ers fær nú tækifæri til að hefna fyrir tap á móti Chiefs í Super Bowl fyrir fimm árum. Mr. Irrelevant is Super Bowl bound pic.twitter.com/7EQbjqrGe2— NFL (@NFL) January 29, 2024 Baltimore Ravens var með besta árangurinn í deildinni og allt bendir til þess að leikstjórnandinn Lamar Jackson verði kosinn mikilvægasti leikmaður tímabilsins. Enn á ný ganga hlutirnir hins vegar ekki upp hjá liðinu í úrslitakeppninni. Chiefs liðið, sem varð meistari í fyrra, hefur ekki verið sannfærandi í vetur en er að koma upp á hárréttum tíma. Travis Kelce skoraði fyrra snertimark Chiefs og greip alls ellefu bolta frá Patrick Mahomes í leiknum. Með því setti Kelce met yfir flesta gripnar sendingar í sögu úrslitakeppni NFL. Kelce fagnaði í leikslok með kærustu sinni, tónlistastjörnunni Taylor Swift, og fóru myndavélarnar varla af þeim í sigurhátíðinni. Swift hefur verið mjög dugleg að mæta á leiki liðsins og þó að hún hafi ekki viljað skemmta í hálfleik á Super Bowl þá má búast við henni i stúkunni á Super Bowl í leiknum í Las Vegas eftir tæpar tvær vikur. Travis and Taylor pic.twitter.com/9FlGKczWd4— NFL (@NFL) January 28, 2024 NFL Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira
Chiefs vann 17-10 sigur á Baltimore Ravens á útivelli þar sem öll stigin í leiknum, nema eitt vallarmark frá Ravens, komu í fyrri hálfleiknum. Þetta verður í fjórða sinn á fimm árum þar sem Patrick Mahomes og félagar fara alla leið í leikinn um Ofurskálina. Það var mun meiri dramatík í hinum leiknum þar sem San Francisco 49ers gróf stig upp úr stórri holu og vann 34-31 endurkomusigur á Detriot Lions. 49ers vs. Chiefs in Las Vegas! #SBLVIII pic.twitter.com/ARHIwQBaia— NFL (@NFL) January 29, 2024 Lions liðið hefur komið mjög á óvart í vetur og var komið í 24-7 fyrir hálfleik. 49ers menn sýndu mikla seiglu með að koma til baka en miklu munaði um sautján stig liðsins á mögnuðum átta mínútna kafla. Detoit hefur aldrei spilað í Super Bowl og var svo ótrúlega nálægt því. Liðið tók tvisvar áhættuna á því að reyna við fjórðu tilraun í stað þess að reyna við vallarmark og það reyndist á endanum dýrkeypt. 49ers var á heimavelli og sigurstranglegra fyrir fram en útlitið var svo sannarlega svart um tíma. Liðið er aftur á móti stórhættulegt þegar það kemst á ferðina. 49ers fær nú tækifæri til að hefna fyrir tap á móti Chiefs í Super Bowl fyrir fimm árum. Mr. Irrelevant is Super Bowl bound pic.twitter.com/7EQbjqrGe2— NFL (@NFL) January 29, 2024 Baltimore Ravens var með besta árangurinn í deildinni og allt bendir til þess að leikstjórnandinn Lamar Jackson verði kosinn mikilvægasti leikmaður tímabilsins. Enn á ný ganga hlutirnir hins vegar ekki upp hjá liðinu í úrslitakeppninni. Chiefs liðið, sem varð meistari í fyrra, hefur ekki verið sannfærandi í vetur en er að koma upp á hárréttum tíma. Travis Kelce skoraði fyrra snertimark Chiefs og greip alls ellefu bolta frá Patrick Mahomes í leiknum. Með því setti Kelce met yfir flesta gripnar sendingar í sögu úrslitakeppni NFL. Kelce fagnaði í leikslok með kærustu sinni, tónlistastjörnunni Taylor Swift, og fóru myndavélarnar varla af þeim í sigurhátíðinni. Swift hefur verið mjög dugleg að mæta á leiki liðsins og þó að hún hafi ekki viljað skemmta í hálfleik á Super Bowl þá má búast við henni i stúkunni á Super Bowl í leiknum í Las Vegas eftir tæpar tvær vikur. Travis and Taylor pic.twitter.com/9FlGKczWd4— NFL (@NFL) January 28, 2024
NFL Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira