Hefði verið til í fleiri til að bera hægindastólana Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 29. janúar 2024 14:43 Einar er staðráðinn í því að flytja aftur til Grindavíkur þegar það er óhætt. Einar Dagbjartsson, íbúi í Grindavík, var á meðal Grindvíkinga sem fengu að sækja eigur sínar til Grindavíkur í dag. Hann segir að vel hafi gengið þó að hann hefði verið til í fleiri hendur til að aðstoða sig, við að sækja dót upp á þriðju hæð. „Þetta gekk. Við erum með bílinn næstum því fullan, en þetta er bölvað vesen. Við erum bara þrjú,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið var Grindvíkingum hleypt inn í fyrsta sinn í dag í hollum, síðan að byrjaði að gjósa í bænum. Einar segist hafa náð að sækja nánast alla sína búslóð. „Að mestu. Ekki allt. Ekki alveg allt. Þetta er á þriðju hæð og við erum bara þrjú. Við værum löngu búin ef við hefðum haft tvo til fjóra með okkur. Við þurftum að bera þetta niður stigagang, lyftan ónýt eða biluð. En þetta eru jaxlar hérna,“ segir Einar. Hann tók dóttur sína með sér og vin sinn. Einar segist þeim afar þakklátur. „En þetta er bölvað basl og þetta er líka ferlega sorglegt. Ég er búinn að vera þarna í eitt og hálft ár, ferlega ánægður með nýju íbúðina, ein hurðin byrjuð að lokast, sem hún gerði ekki áður. Eitthvað byrjuð að bogna.“ Vill ekki setja í kalda geymslu Og hvert er ferðinni heitið? „Við erum búin að fá geymslu fyrir þetta í nokkra daga. Svo er ég með mjög flott málverk, sem ég ætla að setja á Facebook, ef einhver vill geyma það. Það er mjög flott, ég þarf að geyma þetta einhversstaðar og ég vil ekki setja þetta í kaldan gám,“ segir Einar. „Það er margt dýrt. Úr Betra Bak. Þrír svona lazyboy stólar, rafmagns. Ekta til að horfa á Manchester United,“ segir Einar léttur í bragði. Hann segir íbúð sína ekki hafa verið kalda, þar hafi allt verið með kyrrum kjörum. Vill flytja aftur „En þetta er vont. Þetta er allt bara ein sorgarsaga. Þetta er bara ferlega leiðinlegt. En vonandi sleppur þetta og svo bara flytur maður aftur þegar þetta verður talið öruggt.“ Þú ert alveg til í það? „Ef höfnin heldur þá byggist þetta upp aftur. Það verður rannsakað hvað er öruggt og hvað ekki og svo byggjum við bara til austurs. Grindavík mun rísa. Það kemur ekkert annað til greina. Ég fer beint heim þegar það er öruggt. Við verðum að vera bjartsýn þó að lengi geti vont versnað.“ Ertu kominn með endanlegt húsnæði í bænum? „Já já ég bý hjá syni mínum, bara út í bílskúr. Rosa kósý. Með þrjú afabörn hjá mér. Svo þarf maður bara að sjá. Fer þetta undir hraun? Þarf ég að flytja í Njarðvík? Ég er til í að flytja á Álftanes til að vera nálægt barnabörnunum.“ Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira
„Þetta gekk. Við erum með bílinn næstum því fullan, en þetta er bölvað vesen. Við erum bara þrjú,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið var Grindvíkingum hleypt inn í fyrsta sinn í dag í hollum, síðan að byrjaði að gjósa í bænum. Einar segist hafa náð að sækja nánast alla sína búslóð. „Að mestu. Ekki allt. Ekki alveg allt. Þetta er á þriðju hæð og við erum bara þrjú. Við værum löngu búin ef við hefðum haft tvo til fjóra með okkur. Við þurftum að bera þetta niður stigagang, lyftan ónýt eða biluð. En þetta eru jaxlar hérna,“ segir Einar. Hann tók dóttur sína með sér og vin sinn. Einar segist þeim afar þakklátur. „En þetta er bölvað basl og þetta er líka ferlega sorglegt. Ég er búinn að vera þarna í eitt og hálft ár, ferlega ánægður með nýju íbúðina, ein hurðin byrjuð að lokast, sem hún gerði ekki áður. Eitthvað byrjuð að bogna.“ Vill ekki setja í kalda geymslu Og hvert er ferðinni heitið? „Við erum búin að fá geymslu fyrir þetta í nokkra daga. Svo er ég með mjög flott málverk, sem ég ætla að setja á Facebook, ef einhver vill geyma það. Það er mjög flott, ég þarf að geyma þetta einhversstaðar og ég vil ekki setja þetta í kaldan gám,“ segir Einar. „Það er margt dýrt. Úr Betra Bak. Þrír svona lazyboy stólar, rafmagns. Ekta til að horfa á Manchester United,“ segir Einar léttur í bragði. Hann segir íbúð sína ekki hafa verið kalda, þar hafi allt verið með kyrrum kjörum. Vill flytja aftur „En þetta er vont. Þetta er allt bara ein sorgarsaga. Þetta er bara ferlega leiðinlegt. En vonandi sleppur þetta og svo bara flytur maður aftur þegar þetta verður talið öruggt.“ Þú ert alveg til í það? „Ef höfnin heldur þá byggist þetta upp aftur. Það verður rannsakað hvað er öruggt og hvað ekki og svo byggjum við bara til austurs. Grindavík mun rísa. Það kemur ekkert annað til greina. Ég fer beint heim þegar það er öruggt. Við verðum að vera bjartsýn þó að lengi geti vont versnað.“ Ertu kominn með endanlegt húsnæði í bænum? „Já já ég bý hjá syni mínum, bara út í bílskúr. Rosa kósý. Með þrjú afabörn hjá mér. Svo þarf maður bara að sjá. Fer þetta undir hraun? Þarf ég að flytja í Njarðvík? Ég er til í að flytja á Álftanes til að vera nálægt barnabörnunum.“
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira