Miklar framkvæmdir boðaðar á árinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. janúar 2024 13:01 Til stendur að bjóða út vinnu við Fossvogsbrú á árinu. Efla Opinberir verkkaupar boða ríflega tvöföldun í útboðum verklegra framkvæmda. Umfangsmestu útboðin boða Landsvirkjun, Vegagerðin og Nýr Landspítali. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greiningu Samtaka iðnaðarins vegna Útboðsþings 2024 sem fram fer í dag. Þar segir meðal annars að áætluð heildarupphæð í fyrirhuguðum útboðum verklegra framkvæmda þeirra tíu opinberra aðila sem taka þátt á Útboðsþingi 2024 nemi á þessu ári samtals 204 milljörðum króna. Það sé meira en tvöföldun á raunverulegum útboðum síðasta árs þegar heildarútboð námu 89 milljörðum króna. Segir í greiningu SI að það skýrist helst af því að ekki hafi orðið af stórum hluta útboða sem kynnt voru á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins á síðasta ári. Fram kemur að í fyrra hafi verið boðið út verkefni fyrir 88 milljarða, en fyrirhuguðu útboð námu 173 milljörðum. Segir SI að þetta sé mikill munur, sem undirstriki að áform um útboð sem boðið séu á þinginu séu ekki föst í hendi. Þeim beri að taka með fyrirvara en áréttað er að verkefni sem fara í útboð á árinu geta komið til framkvæmda á næstu árum. Útboðsþing SI fer fram á Grand hótel í dag. Á þinginu kynna tíu fulltrúar opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu. Þrír aðilar umfangsmestir Fram kemur að umfangsmestu útboð þessa árs boði Landsvirkjun, Vegagerðin og Nýr Landspítali. Landsvirkjun fyrirhugar útboð fyrir hundrað milljarða króna á þessu ári. Á síðasta ári námu raunútboð Landsvirkjunar aðeins 500 milljónum króna. Þá kemur fram í tilkynningu SI að útboð sem boðuð hafi verið af Landsvirkjun á síðasta ári að fjárhæð 46 milljarða króna hafi ekki gengið eftir vegna tafa á leyfisveitingum framkvæmda. Landsvirkjun áætlar að þau verkefni verði þar af leiðandi boðin út á þessu ári til viðbótar við ný verkefni. Þá áformar Vegagerðin útboð fyrir um 25 milljarða króna á árinu. Það er lækkun frá fyrirhuguðum útboðum á síðastliðnu ári þegar stofnunin stefndi á að bjóða út verkefni fyrir um 35 milljara króna en útboð fyrir 30 milljarða raungerðust á árinu. Fossvogsbrú og Nýr Landspítali Á höfuðborgarsvæðinu áformar Vegagerðin að bjóða út vinnu við Fossvogsbrú á þessu ári í gegnum Samgöngusáttmálann auk annars áfanga við Kjalarnes, útboðsverkefni sem metin eru á rétt tæplega ellefu milljarða króna. Umfangsmestu útboð stofnunarinnar utan höfuðborgarsvæðisins verða á Vesturlandi þar sem sex verkefni verða boðin út fyrir 7,5 milljarða. Nýr Landspítali stefnir á að bjóða út verkefni fyrir 21,5 milljarða króna á árinu. Það er nokkur aukning frá því sem boðað var á síðasta ári þegar áætlanir gerðu ráð fyrir verkefni um sextán milljarða króna yrðu boðin út. Helstu verkefni til útboðs á vegum Nýs Landspítala eru þakfrágangur og innri frágangur meðferðarkjarna, uppsteypa og utanhússfrágangur á húsi Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands auk gatna-, veitna- og lóðagerðar við Hringbraut. Þá er stefnt á að bjóða út tvö verkefni vegna nýbyggingar Grensáss og fullnaðarhönnunarverkefni vegna Sjúkrahúss Akureyrar. Byggingariðnaður Rekstur hins opinbera Fossvogsbrú Vegagerð Landsvirkjun Landspítalinn Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þar segir meðal annars að áætluð heildarupphæð í fyrirhuguðum útboðum verklegra framkvæmda þeirra tíu opinberra aðila sem taka þátt á Útboðsþingi 2024 nemi á þessu ári samtals 204 milljörðum króna. Það sé meira en tvöföldun á raunverulegum útboðum síðasta árs þegar heildarútboð námu 89 milljörðum króna. Segir í greiningu SI að það skýrist helst af því að ekki hafi orðið af stórum hluta útboða sem kynnt voru á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins á síðasta ári. Fram kemur að í fyrra hafi verið boðið út verkefni fyrir 88 milljarða, en fyrirhuguðu útboð námu 173 milljörðum. Segir SI að þetta sé mikill munur, sem undirstriki að áform um útboð sem boðið séu á þinginu séu ekki föst í hendi. Þeim beri að taka með fyrirvara en áréttað er að verkefni sem fara í útboð á árinu geta komið til framkvæmda á næstu árum. Útboðsþing SI fer fram á Grand hótel í dag. Á þinginu kynna tíu fulltrúar opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu. Þrír aðilar umfangsmestir Fram kemur að umfangsmestu útboð þessa árs boði Landsvirkjun, Vegagerðin og Nýr Landspítali. Landsvirkjun fyrirhugar útboð fyrir hundrað milljarða króna á þessu ári. Á síðasta ári námu raunútboð Landsvirkjunar aðeins 500 milljónum króna. Þá kemur fram í tilkynningu SI að útboð sem boðuð hafi verið af Landsvirkjun á síðasta ári að fjárhæð 46 milljarða króna hafi ekki gengið eftir vegna tafa á leyfisveitingum framkvæmda. Landsvirkjun áætlar að þau verkefni verði þar af leiðandi boðin út á þessu ári til viðbótar við ný verkefni. Þá áformar Vegagerðin útboð fyrir um 25 milljarða króna á árinu. Það er lækkun frá fyrirhuguðum útboðum á síðastliðnu ári þegar stofnunin stefndi á að bjóða út verkefni fyrir um 35 milljara króna en útboð fyrir 30 milljarða raungerðust á árinu. Fossvogsbrú og Nýr Landspítali Á höfuðborgarsvæðinu áformar Vegagerðin að bjóða út vinnu við Fossvogsbrú á þessu ári í gegnum Samgöngusáttmálann auk annars áfanga við Kjalarnes, útboðsverkefni sem metin eru á rétt tæplega ellefu milljarða króna. Umfangsmestu útboð stofnunarinnar utan höfuðborgarsvæðisins verða á Vesturlandi þar sem sex verkefni verða boðin út fyrir 7,5 milljarða. Nýr Landspítali stefnir á að bjóða út verkefni fyrir 21,5 milljarða króna á árinu. Það er nokkur aukning frá því sem boðað var á síðasta ári þegar áætlanir gerðu ráð fyrir verkefni um sextán milljarða króna yrðu boðin út. Helstu verkefni til útboðs á vegum Nýs Landspítala eru þakfrágangur og innri frágangur meðferðarkjarna, uppsteypa og utanhússfrágangur á húsi Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands auk gatna-, veitna- og lóðagerðar við Hringbraut. Þá er stefnt á að bjóða út tvö verkefni vegna nýbyggingar Grensáss og fullnaðarhönnunarverkefni vegna Sjúkrahúss Akureyrar.
Byggingariðnaður Rekstur hins opinbera Fossvogsbrú Vegagerð Landsvirkjun Landspítalinn Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira