Manninum er gefið að sök að hafa gabbað lögregluna með misnotkun hættumerkja. Með því hafi hann framið brot gegn valdstjórninni.
„Eins og ríkið veit, mun sprengjan springa í dag. Greinið lögreglunni frá því að einhvers staðar á næstu fimm kílómetrum er sprengjugildra. Dauðinn eru endalok ykkar […] Áttið ykkur á því að ef þið komið nálægt mér mun ég bjóða ykkur allt sem ég hef safnað í langan tíma. Maðurinn meinar það sem hann segir,“ segir í hótun sem maðurinn á að hafa sent á ótilgreint opinbert netfang. Fram kemur í ákæru að engin sprengja hafi verið til staðar.
„Staðurinn er uppfullur af sprengiefnum. Höfuð og hjörtu barna ykkar munu springa,“ segir í hinni hótuninni sem var send á ótilgreind bæjaryfirvöld.
Fram kemur að hún hafi orðið til þess að starfsstöðvar hafi verið rýmdar að morgni næsta dags og að lögregla hafi framið sprengjuleit í húsnæðinu án árangurs.
Héraðssaksóknari höfðar málið gegn manninum, en það verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.