Biden segist búinn að ákveða sig Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2024 22:31 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, þegar hann ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag. AP/Andrew Harnik Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist búinn að ákveða sig hvernig brugðist verði við drónaárás í Jórdaníu, þar sem þrír bandarískir hermenn létu lífið og minnst þrjátíu særðust. Forsvarsmenn hópsins sem gerði árásina segjast hættir að gera árásir á Bandaríkjamenn í bili. Biden sagði í Hvíta húsinu í dag að hann væri búinn að taka ákvörðun um viðbrögð en ítrekaði að hann hefði ekki áhuga á stríði við Íran, sem styður marga vígahópa í Írak, Sýrlandi og víðar sem gert hafa linnulausar árásir á bandaríska hermenn í Mið-Austurlöndum á undanförnum vikum. Frá því í október hafa verið gerðar tæplega 170 árásir á Bandaríska hermenn og langflestar þeirra í Írak og Sýrlandi. Forsetinn sagði klerkastjórnina í Íran bera ábyrgð á árásinni þar sem hún hefði gefið áðurnefndum hópum vopn sem voru notuð. Yfirvöld í Íran segjast ekki hafa komið að árásinni. Margir þeirra vígahópa sem Íranar styðja í Mið-Austurlöndum hafa myndað nokkurs konar regnhlífarsamtök sem kallast Íslamska andspyrnuhreyfingin. Umrædd árás var gerð af meðlimum írakska vígahópsins Kataib Hezbollah. Hópurinn er einn margra í Írak sem nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Þeir voru stofnaðir þegar baráttan gegn ISIS stóð sem hæst en þessir hópar heyra formlega séð undir írakska herinn. Bandarískir hermenn Í Írak og Sýrlandi hafa orðið fyrir árásum frá Kataib Hezbollah og öðrum hópum tengdum Íran um árabil. Frá því stríð Ísrael og Hamas-samtakanna hófst í október hefur þeesum árásum fjölgað gífurlega. Forsvarsmenn Kataib Hezbollah sendu fyrr í kvöld út yfirlýsingu um að árásum á bandaríska hermenn í Mið-Austurlöndum yrði hætt í bili. Mun það vera til að forða ríkisstjórn Írak frá vandræðum. Eins og áður segir heyrir Kataib Hezbollah og aðrir sambærilegir hópar formlega undir írakska herinn. Í raun stjórna þeir sér að mestu leyti sjálfir. Sjá einnig: Ræða veru bandarískra hermanna í Írak Þá sagði einnig í yfirlýsingunni að yfirvöld í Íran hefðu ekki komið að árásinni. Samkvæmt frétt Washington Post eru um 2.500 bandarískir hermenn í Írak og Sýrlandi og um þrjú þúsund í Jórdaníu. Formlegt verkefni hermannanna í Írak og Sýrlandi er að koma í veg fyrir mögulega endurkomu Íslamska ríkisins og að þjálfa írakskar öryggissveitir. Bandaríkin Íran Joe Biden Hernaður Írak Sýrland Jórdanía Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Vítisengill og morðingi sakaðir um tilraun til launmorða fyrir Íran Tveir kanadískir menn hafa verið ákærðir fyrir að taka að sér að fremja morð í Bandaríkjunum fyrir hönd leyniþjónusta Írans. Annar mannanna er meðlimur í Hells Angels glæpasamtökunum en þeir tveir eru sakaðir um að hafa hópað saman nokkrum mönnum með því markmiði að fara til Maryland í Bandaríkjunum í lok árs 2020 eða byrjun 2021 og myrða mann og konu sem búa þar. 29. janúar 2024 22:00 Íranir segjast ekki hafa átt aðkomu að árásinni á Bandaríkjamenn Stjórnvöld í Íran hafa neitað að hafa átt aðkomu að drónaárásinni sem varð þremur hermönnum Bandaríkjanna að bana á herstöð í Jórdaníu um helgina. 29. janúar 2024 06:33 Bandarískir hermenn féllu í drónaárás í Jórdaníu Þrír bandarískir hermenn féllu og 25 særðust í drónaárás á herstöð Bandaríkjanna í Jórdaníu við landamærin að Sýrlandi í nótt. 28. janúar 2024 17:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Biden sagði í Hvíta húsinu í dag að hann væri búinn að taka ákvörðun um viðbrögð en ítrekaði að hann hefði ekki áhuga á stríði við Íran, sem styður marga vígahópa í Írak, Sýrlandi og víðar sem gert hafa linnulausar árásir á bandaríska hermenn í Mið-Austurlöndum á undanförnum vikum. Frá því í október hafa verið gerðar tæplega 170 árásir á Bandaríska hermenn og langflestar þeirra í Írak og Sýrlandi. Forsetinn sagði klerkastjórnina í Íran bera ábyrgð á árásinni þar sem hún hefði gefið áðurnefndum hópum vopn sem voru notuð. Yfirvöld í Íran segjast ekki hafa komið að árásinni. Margir þeirra vígahópa sem Íranar styðja í Mið-Austurlöndum hafa myndað nokkurs konar regnhlífarsamtök sem kallast Íslamska andspyrnuhreyfingin. Umrædd árás var gerð af meðlimum írakska vígahópsins Kataib Hezbollah. Hópurinn er einn margra í Írak sem nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Þeir voru stofnaðir þegar baráttan gegn ISIS stóð sem hæst en þessir hópar heyra formlega séð undir írakska herinn. Bandarískir hermenn Í Írak og Sýrlandi hafa orðið fyrir árásum frá Kataib Hezbollah og öðrum hópum tengdum Íran um árabil. Frá því stríð Ísrael og Hamas-samtakanna hófst í október hefur þeesum árásum fjölgað gífurlega. Forsvarsmenn Kataib Hezbollah sendu fyrr í kvöld út yfirlýsingu um að árásum á bandaríska hermenn í Mið-Austurlöndum yrði hætt í bili. Mun það vera til að forða ríkisstjórn Írak frá vandræðum. Eins og áður segir heyrir Kataib Hezbollah og aðrir sambærilegir hópar formlega undir írakska herinn. Í raun stjórna þeir sér að mestu leyti sjálfir. Sjá einnig: Ræða veru bandarískra hermanna í Írak Þá sagði einnig í yfirlýsingunni að yfirvöld í Íran hefðu ekki komið að árásinni. Samkvæmt frétt Washington Post eru um 2.500 bandarískir hermenn í Írak og Sýrlandi og um þrjú þúsund í Jórdaníu. Formlegt verkefni hermannanna í Írak og Sýrlandi er að koma í veg fyrir mögulega endurkomu Íslamska ríkisins og að þjálfa írakskar öryggissveitir.
Bandaríkin Íran Joe Biden Hernaður Írak Sýrland Jórdanía Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Vítisengill og morðingi sakaðir um tilraun til launmorða fyrir Íran Tveir kanadískir menn hafa verið ákærðir fyrir að taka að sér að fremja morð í Bandaríkjunum fyrir hönd leyniþjónusta Írans. Annar mannanna er meðlimur í Hells Angels glæpasamtökunum en þeir tveir eru sakaðir um að hafa hópað saman nokkrum mönnum með því markmiði að fara til Maryland í Bandaríkjunum í lok árs 2020 eða byrjun 2021 og myrða mann og konu sem búa þar. 29. janúar 2024 22:00 Íranir segjast ekki hafa átt aðkomu að árásinni á Bandaríkjamenn Stjórnvöld í Íran hafa neitað að hafa átt aðkomu að drónaárásinni sem varð þremur hermönnum Bandaríkjanna að bana á herstöð í Jórdaníu um helgina. 29. janúar 2024 06:33 Bandarískir hermenn féllu í drónaárás í Jórdaníu Þrír bandarískir hermenn féllu og 25 særðust í drónaárás á herstöð Bandaríkjanna í Jórdaníu við landamærin að Sýrlandi í nótt. 28. janúar 2024 17:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Vítisengill og morðingi sakaðir um tilraun til launmorða fyrir Íran Tveir kanadískir menn hafa verið ákærðir fyrir að taka að sér að fremja morð í Bandaríkjunum fyrir hönd leyniþjónusta Írans. Annar mannanna er meðlimur í Hells Angels glæpasamtökunum en þeir tveir eru sakaðir um að hafa hópað saman nokkrum mönnum með því markmiði að fara til Maryland í Bandaríkjunum í lok árs 2020 eða byrjun 2021 og myrða mann og konu sem búa þar. 29. janúar 2024 22:00
Íranir segjast ekki hafa átt aðkomu að árásinni á Bandaríkjamenn Stjórnvöld í Íran hafa neitað að hafa átt aðkomu að drónaárásinni sem varð þremur hermönnum Bandaríkjanna að bana á herstöð í Jórdaníu um helgina. 29. janúar 2024 06:33
Bandarískir hermenn féllu í drónaárás í Jórdaníu Þrír bandarískir hermenn féllu og 25 særðust í drónaárás á herstöð Bandaríkjanna í Jórdaníu við landamærin að Sýrlandi í nótt. 28. janúar 2024 17:44