Bjarni segir ekki hafa verið gerlegt að kanna hæfi hans gagnvart kaupendum Heimir Már Pétursson skrifar 31. janúar 2024 19:20 Bjarni Benediktsson segir ekki hafa verið hægt að fylgja almennum hæfisreglum gagnvart hverjum og einum kaupanda við sölu hlutar í Íslandsbanka 2022. Stöð 2/Arnar Þingflokksformaður Pírata segir Bjarna Benediktsson fyrrverandi fjármálaráðherra reyna að kenna Alþingi um hans eingin mistök við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir tæpum tveimur árum. Bjarni segir að gengið hafi verið út frá því að hann þyrfti ekki að kanna hæfi sitt gagnvart hverjum og einum kaupanda í bankanum. Bjarni Benediktsson mætti á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun að beiðni þingflokksformanns Pírata til að svara fyrir aðkomu hans sem fjármálaráðherra að umdeildri sölu á hlut í Íslandsbanka hinn 22. mars 2022. Fyrirtæki í eigu föður hans var meðal kaupenda. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Bjarna hafi brostið hæfi við söluna. Ekki hafi verið farið að almennum hæfisreglum gagnvart honum og þeim sem buðu í og fengu hluti í bankanum. Á fundinum sagði Bjarni það hafa legið fyrir gagnvart Alþingi að við þá aðferð sem notuð var við söluna hafi ekki verið hægt að framfylgja skoðun á hæfi fjármálaráðherra gagnvart hverjum og einum sem bauð í hlutina. Umboðsmaður hafi nefnt að ef til vill hefði þurft að breyta lögum. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður nefndarinnar sagði dagskrá fundarins ekki hafa verið breytt eins og Bjarni gaf í skyn á fundinum.Stöð 2/Arnar Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður nefndarinnar sagði að sér þætti að fram væri að koma enn ein túlkunin á söluferlinu hvað varðaði Alþingi. „Er hæstvirtur ráðherra að halda því fram að hæfisreglurnar eigi ekki við eða það hafi ekki verið hægt að fara eftir þeim. Ég er bara að reyna að skilja þetta af því að við vitum öll og það liggur auðvitað fyrir að hæfisreglurnar eiga alltaf við,“ sagði Þórunn. Bjarni segir vissa hættu á að nefndin freistist til að fara í pólitískan skollaleik. Það hafi vottað fyrir því á fundi nefndarinnar í dag. Bjarni var ekki sáttur við hvernig nefndarmenn nálguðust málið á fundinumStöð 2/Vísir Finnst þér þetta hafa borið merki einhvers konar pólitískra réttarhalda? „Ég segi það nú kannski ekki alveg. En mér fannst margt af því sem spurt var um vera án tilefnis. Það var ekki ríkt tilefni til að kalla mig til þingsins til að spyrja þessara spurninga. Flestu þessa hefur verið svarað í skriflegum gögnum sem eru aðgengileg fyrir þessa þingmenn,“ sagði fjármálaráðherrann fyrrverandi að loknum fundi. Þórhildur Sunna segir einmitt að skrifleg gögn frá fjármálaráðuneytinu sýni ekki fram á að Bjarni hafi fengið ráðgjöf um að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans við söluna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir Bjarna reyna að kenna Alþingi um þau mistök sem hann hafi gert við söluna á Íslandsbanka í mars 2022.Stöð 2/Arnar „Auðvitað snýr þetta álit umboðsmanns að hans ákvörðunum. Hvernig hann stóð við sínar stjórnunar- og eftirlitsskyldur og að hann hafi brugðist þeim. Þannig að þetta er ekki spurning um hvort að þingið hafi gert einhverjar athugasemdir við hvort ráðherra bæri að fara að lögum eða ekki. Auðvitað hlýtur þingið að hafa gengið út frá því að ráðherra myndi fara að lögum þegar hann seldi banka,“ sagði Þórhildur Sunna. Hér má sjá viðtal við Bjarna Benediktsson í heild sinni: Hér má sjá viðtal við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur í heild sinni: Hér má sjá fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í heild sinni: Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Bjarni hafi verið með útúrsnúninga og stæla á nefndarfundi Bjarni Benediktsson segir hafa verið ómögulegt að gæta að almennum hæfisreglum við sölu á hlut í Íslandsbanka í mars í hitteðfyrra gagnvart hverjum og einum kaupanda. Þingflokksformaður Pírata segir ráðherrann hafa verið með útúrsnúninga og stæla á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. 31. janúar 2024 12:02 Bein útsending: Bjarni til svara um Bankasýsluna og bankasöluna Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund klukkan 9:15 þar sem til umræðu verður upplýsingagjöf til ráðherra um stöðu Bankasýslu ríkisins sem sjálfstæðrar stofnunar og um framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022. 31. janúar 2024 08:46 Bankastjórnendur rúnir trausti og þurfa að axla ábyrgð Stjórnendur Íslandsbanka gengu fram af vanvirðingu fyrir verkefninu sem þeim var treyst fyrir þegar hlutir ríkisins í bankanum voru seldir í fyrra, að sögn forsætisráðherra. Innviðaráðherra segir augljóst að þeir þurfi að axla ábyrgð og að fullkomið vantraust ríki í garð þeirra. 27. júní 2023 09:19 Íslandsbankasalan: Meirihlutinn felldi tillögu um lögfræðilegt álit Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis, telur að kanna hefði þurft betur ýmislegt varðandi það hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar felldi tillögu minnihlutans um að fengið yrði lögfræðilegt álit. 24. janúar 2023 15:25 Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
Bjarni Benediktsson mætti á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun að beiðni þingflokksformanns Pírata til að svara fyrir aðkomu hans sem fjármálaráðherra að umdeildri sölu á hlut í Íslandsbanka hinn 22. mars 2022. Fyrirtæki í eigu föður hans var meðal kaupenda. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Bjarna hafi brostið hæfi við söluna. Ekki hafi verið farið að almennum hæfisreglum gagnvart honum og þeim sem buðu í og fengu hluti í bankanum. Á fundinum sagði Bjarni það hafa legið fyrir gagnvart Alþingi að við þá aðferð sem notuð var við söluna hafi ekki verið hægt að framfylgja skoðun á hæfi fjármálaráðherra gagnvart hverjum og einum sem bauð í hlutina. Umboðsmaður hafi nefnt að ef til vill hefði þurft að breyta lögum. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður nefndarinnar sagði dagskrá fundarins ekki hafa verið breytt eins og Bjarni gaf í skyn á fundinum.Stöð 2/Arnar Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður nefndarinnar sagði að sér þætti að fram væri að koma enn ein túlkunin á söluferlinu hvað varðaði Alþingi. „Er hæstvirtur ráðherra að halda því fram að hæfisreglurnar eigi ekki við eða það hafi ekki verið hægt að fara eftir þeim. Ég er bara að reyna að skilja þetta af því að við vitum öll og það liggur auðvitað fyrir að hæfisreglurnar eiga alltaf við,“ sagði Þórunn. Bjarni segir vissa hættu á að nefndin freistist til að fara í pólitískan skollaleik. Það hafi vottað fyrir því á fundi nefndarinnar í dag. Bjarni var ekki sáttur við hvernig nefndarmenn nálguðust málið á fundinumStöð 2/Vísir Finnst þér þetta hafa borið merki einhvers konar pólitískra réttarhalda? „Ég segi það nú kannski ekki alveg. En mér fannst margt af því sem spurt var um vera án tilefnis. Það var ekki ríkt tilefni til að kalla mig til þingsins til að spyrja þessara spurninga. Flestu þessa hefur verið svarað í skriflegum gögnum sem eru aðgengileg fyrir þessa þingmenn,“ sagði fjármálaráðherrann fyrrverandi að loknum fundi. Þórhildur Sunna segir einmitt að skrifleg gögn frá fjármálaráðuneytinu sýni ekki fram á að Bjarni hafi fengið ráðgjöf um að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans við söluna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir Bjarna reyna að kenna Alþingi um þau mistök sem hann hafi gert við söluna á Íslandsbanka í mars 2022.Stöð 2/Arnar „Auðvitað snýr þetta álit umboðsmanns að hans ákvörðunum. Hvernig hann stóð við sínar stjórnunar- og eftirlitsskyldur og að hann hafi brugðist þeim. Þannig að þetta er ekki spurning um hvort að þingið hafi gert einhverjar athugasemdir við hvort ráðherra bæri að fara að lögum eða ekki. Auðvitað hlýtur þingið að hafa gengið út frá því að ráðherra myndi fara að lögum þegar hann seldi banka,“ sagði Þórhildur Sunna. Hér má sjá viðtal við Bjarna Benediktsson í heild sinni: Hér má sjá viðtal við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur í heild sinni: Hér má sjá fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í heild sinni:
Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Bjarni hafi verið með útúrsnúninga og stæla á nefndarfundi Bjarni Benediktsson segir hafa verið ómögulegt að gæta að almennum hæfisreglum við sölu á hlut í Íslandsbanka í mars í hitteðfyrra gagnvart hverjum og einum kaupanda. Þingflokksformaður Pírata segir ráðherrann hafa verið með útúrsnúninga og stæla á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. 31. janúar 2024 12:02 Bein útsending: Bjarni til svara um Bankasýsluna og bankasöluna Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund klukkan 9:15 þar sem til umræðu verður upplýsingagjöf til ráðherra um stöðu Bankasýslu ríkisins sem sjálfstæðrar stofnunar og um framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022. 31. janúar 2024 08:46 Bankastjórnendur rúnir trausti og þurfa að axla ábyrgð Stjórnendur Íslandsbanka gengu fram af vanvirðingu fyrir verkefninu sem þeim var treyst fyrir þegar hlutir ríkisins í bankanum voru seldir í fyrra, að sögn forsætisráðherra. Innviðaráðherra segir augljóst að þeir þurfi að axla ábyrgð og að fullkomið vantraust ríki í garð þeirra. 27. júní 2023 09:19 Íslandsbankasalan: Meirihlutinn felldi tillögu um lögfræðilegt álit Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis, telur að kanna hefði þurft betur ýmislegt varðandi það hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar felldi tillögu minnihlutans um að fengið yrði lögfræðilegt álit. 24. janúar 2023 15:25 Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
Bjarni hafi verið með útúrsnúninga og stæla á nefndarfundi Bjarni Benediktsson segir hafa verið ómögulegt að gæta að almennum hæfisreglum við sölu á hlut í Íslandsbanka í mars í hitteðfyrra gagnvart hverjum og einum kaupanda. Þingflokksformaður Pírata segir ráðherrann hafa verið með útúrsnúninga og stæla á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. 31. janúar 2024 12:02
Bein útsending: Bjarni til svara um Bankasýsluna og bankasöluna Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund klukkan 9:15 þar sem til umræðu verður upplýsingagjöf til ráðherra um stöðu Bankasýslu ríkisins sem sjálfstæðrar stofnunar og um framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022. 31. janúar 2024 08:46
Bankastjórnendur rúnir trausti og þurfa að axla ábyrgð Stjórnendur Íslandsbanka gengu fram af vanvirðingu fyrir verkefninu sem þeim var treyst fyrir þegar hlutir ríkisins í bankanum voru seldir í fyrra, að sögn forsætisráðherra. Innviðaráðherra segir augljóst að þeir þurfi að axla ábyrgð og að fullkomið vantraust ríki í garð þeirra. 27. júní 2023 09:19
Íslandsbankasalan: Meirihlutinn felldi tillögu um lögfræðilegt álit Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis, telur að kanna hefði þurft betur ýmislegt varðandi það hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar felldi tillögu minnihlutans um að fengið yrði lögfræðilegt álit. 24. janúar 2023 15:25
Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47