„Ég ætla ekki að nafngreina hana, við ætlum ekkert að opinbera þetta,“ segir Simmi í þættinum.
„Þetta er gallinn við að hitta vitleysing eins og mig. Um leið og eitthvað er opinberað þá geta blöðin farið að fjalla um það, og þegar blöðin fara að fjalla um það þá einhvern veginn eru allir involved og sambandið verður innan gæslappa, undir þeirri pressu að það sé búið að opinbera eitthvað.“
Kærastahlutverkið alvarlegt
Að sögn Simma vilja þau fá tíma til að rækta sambandið án utanaðkomandi áreitis. Auk þess er mikilvægt að fara varlega þegar börn eru annars vegar.
„Hún á þrjú börn og þau eru ekki upplýst um það að við séum að hittast með þeim hætti sem við erum að hittast. Mér finnst eðlilegt að fólk hittist í töluvert langan tíma, því það að byrja með manneskju sem á börn og tengjast börnum, í því hlutverki að vera kærastinn er stórt og alvarlegt hlutverk,“ segir Simmi.
Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.