Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Jón Þór Stefánsson skrifar 2. febrúar 2024 14:58 „Við erum búnir að vera með sama fólkið hjá okkur í mörg mörg ár,“ segir Hermann Th. Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur. Vísir/Samsett „Þetta er erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu, að gera þetta. Það var bara ekki annað hægt,“ segir Hermann Th. Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur ehf. í samtali við fréttastofu vegna hópuppsagnar sem fór fram hjá fyrirtækinu um nýliðin mánaðamót. „Þetta er ekkert grín, en það var ekki hjá þessu komist.“ Greint var frá því í dag að 47 starfsmönnum matvælafyrirtækis hefði verið sagt upp í janúar. Hermann segist ekki með töluna á uppsögnunum hjá þeim á hreinu, en telur nokkuð ljóst að þarna sé átt við um Stakkavík. Stakkavík starfar frá Grindavíkurbæ og vegna jarðhræringanna sem gengið hafa yfir síðustu mánuði þykir ótækt að halda stórum hluta starfseminnar áfram. „Við erum með landvinnslu og við erum með skip. Við erum að vinna fisk sem fer aðallega í flug,“ segir Hermann sem útskýrir að starfsmönnum landvinnslunnar hafi verið sagt upp þar sem að húsnæði fyrirtækisins sé ónýtt. „Við urðum fyrir skakkaföllum í jarðskjálftunum, þá varð fyrirtækið fyrir miklum skemmdum. En við rétt sluppum í gegn með það að Náttúruhamfaratrygging leyfði okkur að laga það. Við fórum af stað að reyna að laga, en þá kemur þessi gliðnun og skjálftar sem komu síðan. Það fór miklu verr með húsin og þar með var þetta dæmt ónýtt. Þeir flautuðu leikinn af og þar með var ekkert annað að gera hjá okkur nema að fara í þessar leiðindaframkvæmdir, sem allir skilja náttúrulega, að segja fólkinu upp.“ Hermann segir að Stakkavík hafi hafið starfsemi árið 1988, þá með þrjá starfsmenn, og vaxið mikið síðan þá. Á síðustu árum hafi fyrirtækið verið í mikilli sókn, en náttúruhamfarirnar hafi eyðilagt það. „Við erum búnir að vera með sama fólkið hjá okkur í mörg mörg ár,“ segir Hermann og bætir við að allir séu miður sín vegna málsins. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
„Þetta er ekkert grín, en það var ekki hjá þessu komist.“ Greint var frá því í dag að 47 starfsmönnum matvælafyrirtækis hefði verið sagt upp í janúar. Hermann segist ekki með töluna á uppsögnunum hjá þeim á hreinu, en telur nokkuð ljóst að þarna sé átt við um Stakkavík. Stakkavík starfar frá Grindavíkurbæ og vegna jarðhræringanna sem gengið hafa yfir síðustu mánuði þykir ótækt að halda stórum hluta starfseminnar áfram. „Við erum með landvinnslu og við erum með skip. Við erum að vinna fisk sem fer aðallega í flug,“ segir Hermann sem útskýrir að starfsmönnum landvinnslunnar hafi verið sagt upp þar sem að húsnæði fyrirtækisins sé ónýtt. „Við urðum fyrir skakkaföllum í jarðskjálftunum, þá varð fyrirtækið fyrir miklum skemmdum. En við rétt sluppum í gegn með það að Náttúruhamfaratrygging leyfði okkur að laga það. Við fórum af stað að reyna að laga, en þá kemur þessi gliðnun og skjálftar sem komu síðan. Það fór miklu verr með húsin og þar með var þetta dæmt ónýtt. Þeir flautuðu leikinn af og þar með var ekkert annað að gera hjá okkur nema að fara í þessar leiðindaframkvæmdir, sem allir skilja náttúrulega, að segja fólkinu upp.“ Hermann segir að Stakkavík hafi hafið starfsemi árið 1988, þá með þrjá starfsmenn, og vaxið mikið síðan þá. Á síðustu árum hafi fyrirtækið verið í mikilli sókn, en náttúruhamfarirnar hafi eyðilagt það. „Við erum búnir að vera með sama fólkið hjá okkur í mörg mörg ár,“ segir Hermann og bætir við að allir séu miður sín vegna málsins.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira